Höfn Útbær - deiliskipulagsbreyting
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti þann 11. apríl 2024 að auglýsa tillögu að breytingu deiliskipulags Hafnar Útbæjar.
Í breytingunni fellst m.a. að fjóar lóðir eru sameinaðar í eina, Ránarslóð 3. Þar verða breytingar á byggingarreitum og hámarkshæð hækkar út 2 hæðum í 3 hæðir. Tvær lóðir eru sameinarðar í eina, Óslandsveg 3. Hámarkshæð hækkar ú 1 hæð í 2 hæðir og nýtingarhlutfall fer úr 0,3 í 0,5.
Tillagan er aðgengileg í skipulagsgátt, mál nr. 459/2024.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eða vilja gera athugasemdir er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna á auglýsingartíma frá 12. júní til 24. júlí 2024 og skal þeim skilað gegnum skipulagsgáttina.
Umhverfis- og skipulagsstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar