Hvalvörðugilslækur í Öræfum
Breyting aðalskipulags og nýtt deiliskipulag
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti þann 5. maí 2024 að auglýsa breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030 og nýtt deiliskipulag við Hvalvörðugilslæk.
Hvalvörðugilslækur í Öræfum - aðalskipulagsbreyting.
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti þann 5. maí 2024 að auglýsa breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030.
Í breytingunni fellst að gert er ráð fyrir nýju 5 ha verslunar- og þjónustusvæði í landi Hofs í Öræfasveit, þar sem nún er skilgreint landbúnaðarsvæði. Heimiluð verður uppbygging á móttöku- og þjónustustöð fyrir ferðamenn þar sem haldið er út dagsferðum á áhugaverð svæði.
Eftir yfirferð Skipulagsstofnunar fyrir auglýsingu voru gerðar óverulegar breytingar á greinargerð sem tilgreindar eru í kafla 6.3 auk þess sem umfjöllun um landsskipulagsstefnu var uppfærð.
Tillagan er aðgengileg í skipulagsgátt, mál nr. 626/2023.
Samhliða er auglýst deiliskipulag fyrir svæðið.
Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst eftirfarandi tillaga að deiliskipulagi:
Hvalvörðugilslækur í Öræfum – deiliskipulag.
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti þann 8. maí 2024 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi við Hvalvörðugilslæk í Öræfasveit.
Í tillögunni fellst að heimilt verði að reisa allt að 800 m² móttöku- og þjónustubyggingu á einni hæð, með einhalla þaki, allt að 6 m. Heimilt er að reisa allt að 1.200 m2 skemmu, allt að 8 m hámarkshæð, fyrir geymslu á tækjum og öðrum búnaði í tengslum við ferðaþjónustu. Meginmarkmið skipulagsins er að bjóða ferðamönnum upp á stoppistöð (e. Meeting point) þar sem safnast er saman í sérferðir t.d. inn á jökul eða aðrar áhugaverðar ferðir í fylgda með reyndum leiðsögumönnum. Boðið verður upp á veitingasölu og geta ferðamenn skilið bíla/farangur eftir yfir daginn og gengið eða tekið aðra farmöguleika, s.s rútur að áhugaverðum viðkomustöðum.
Tillagan er aðgengileg í skipulagsgátt, mál nr. 870/2024.
Samhliða er auglýst aðalskipulagsbreyting fyrir svæðið.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eða vilja gera athugasemdir er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar á auglýsingartíma frá 11. júlí til 30. ágúst 2024 og skal þeim skilað gegnum skipulagsgáttina.
Umhverfis- og skipulagsstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar