Hvammur - deiliskipulagsbreyting
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti þann 11. apríl 2024 að auglýsa tillögu að breytingu deiliskipulags Hvamms í Lóni.
Í breytingunni fellst aukning ferðaþjónustu á svæðinu með fjölgun gestahúsa og þjónustu.
Tillagan er aðgengileg í skipulagsgátt, mál nr. 460/2024.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eða vilja gera athugasemdir er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna á auglýsingartíma frá 12. júní til 24. júlí 2024 og skal þeim skilað gegnum skipulagsgáttina.
Umhverfis- og skipulagsstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar