Lýsing vegna breytinga á deiliskipulagi útbæ
Lóðarhafar í Útbæ hafa óskað eftir skipulagsbreytingum vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á hótelum og gistingu á svæðinu.
Um er að ræða þrjá aðila og hugmyndir þeirra nokkuð ólíkar og breytingarnar töluverðar. Um er að ræða sameiningu lóða, breytingar á aðkomu og bílastæðum ásamt ósk um þriggja hæða hótel með 226 herbergjum.
Skipulagslýsingu vegna breytinganna má einnig sjá í Ráðhúsi sveitarfélagsins og gefst öllum tækifæri til að skila inn umsögnum og athugasemdum til 3. apríl 2022 skv. 40. gr. og 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Brynja Dögg Ingólfsdóttir umhverfis- og skipulasstjóri