Rauðaberg 2 Lóð 1 - breyting aðalskipulags og nýtt deiliskipulag
Fyrirhuguð breyting á aðalskipulagi felur í sér að lóð Rauðabergs 2/Lóð 1 verður skilgreind fyrir verslun og þjónustu, að hluta til eða öll, en er nú landbúnaðarland. Á lóðinni er gamall sveitabær og var svæðið lengst af í hefðbundnum landbúnaðarnotum en nú eru áform um að nýta núverandi byggingar og byggja nýjar til ferðaþjónustu.
Fyrirhugað deiliskipulag mun ná til lóðar Rauðabergs 2/Lóð 1. Innan svæðisins eru tvær byggingar. Hús sem skráð er sem sumarhús byggt 1922 og er gamalt íbúðarhús. Einnig er skráð 12 m² geymsla byggð árið 1996. Ráðgert er að gera húsið upp og nýta fyrir starfsmenn og búnað. Áætlað er að reisa hótel og/eða gistihús á lóðinni. Heildarfjöldi gistirýma á svæðinu verður 50 sem samsvarar 100 gistirúmum. Í deiliskipulaginu verða settir fram skilmálar um uppbyggingu.
Bæjarstjórn samþykkti á fundi 14. desember 2023 að kynna skipulagslýsingu sem er sameiginleg fyrir breytingu aðalskipulags og nýs deiliskipulags.
Skipulagsgögn eru aðgengileg í skipulagsgatt.is
Tengill á breytingu aðalskipulags
Athugasemdum skal skilað í gegnum skipulagsgátt fyrir 15. janúar 2024.
Umhverfis- og skipulagsstjóri