Rauðaberg, breyting aðalskipulags.
Markmið aðalskipulagsbreytingarinnar er að skilgreina verslunar- og þjónustusvæði.
Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst eftirfarandi tillaga að breytingu aðalskipulags:
Rauðaberg 2 Lóð 1, nýtt verslunar og þjónustusvæði.
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti þann 8. febrúar 2024 að auglýsa tillögu að breytingu Aðalskipulags Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030.
Um að ræða nýtt 10,3 ha verslunar- og þjónustusvæði á Rauðabergi 2 Lóð 1. Þar verður m.a. heimilað að reisa hótel/gistihús með allt að 50 gistirýmum.
Tillagan er aðgengileg í skipulagsgátt, mál nr. 1045/2023.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eða vilja gera athugasemdir er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar á auglýsingartíma frá 15. apríl til 27. maí 2024 og skal þeim skilað gegnum skipulagsgáttina.