Reynivellir II, deiliskipulag, niðurstaða bæjarstjórnar
Bæjarstjórn Hornafjarðar samþykkti þann 13.01.2022 nýtt deiliskipulag fyrir Reynivelli II. Tillaga að deiliskipulagi var auglýst frá 15. júní til 29. júlí 2021, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en hafði áður verið auglýst 29. janúar til 11. mars 2020.
Markmið með gerð deiliskipulagsins er að byggja upp
ferðaþjónustu, gistingu og/eða hótel.
Engar athugasemdir bárust en umsagnir gáfu tilefni til breytinga á skipulaginu. Skipulagssvæðið var stækkað, sundlaug felld út úr skipulagi, ákvæði um yfirborð gatna og bílastæða sett inn, ákvæðum um vatnsöflun breytt og settir frekari skilmálar um fráveitu.
Deiliskipulagið hefur verið sent Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga og mun taka gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.
Hægt er að kæra samþykkt bæjarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.
Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar geta snúið sér til undirritaðs í Ráðhúsi Hornafjarðar.
Umhverfis- og skipulagsstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar