Skaftafelli III-IV, breyting aðalskipulags og deiliskipulags
Skipulagsbreytingar eru gerðar með það að markmiði að auka fjölda gistirýma á svæðinu.
Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst eftirfarandi tillaga að breytingu aðalskipulags:
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti þann 8. febrúar 2024 að auglýsa tillögu að breytingu Aðalskipulags Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030.
Um er að ræða breytingu á reit VÞ 44 í Skaftafelli III-IV þar sem verið er að auka uppbyggingu ferðaþjónustu. Á svæðinu verður heimilt að hafa allt að 70 hús sem hvert um sig getur verið allt að 64 m2 á einni til tveimur hæðum. Fjöldi gistirýma verður 70.
Samhliða er auglýst breyting á deiliskipulagi svæðisins.
Tillagan er aðgengileg í skipulagsgátt, mál nr. 1049/2023 .
Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst eftirfarandi tillaga að deiliskipulagsbreytingu:
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti þann 8. febrúar 2024 að auglýsa tillögu að breytingu deiliskipulags Skaftafells III og IV.
Í breytingunni fellst að byggingarheimildir aukast úr 35 gisti- og þjónustuhúsum í 70 hús með samtals 70 gistirýmum sem jafngildir 140 gistirúmum.
Samhliða er auglýst breyting á aðalskipulagi fyrir svæðið.
Tillagan er aðgengileg í skipulagsgátt, mál nr. 1050/2023.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eða vilja gera athugasemdir er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar á auglýsingartíma frá 15. apríl til 27. maí 2024 og skal þeim skilað gegnum skipulagsgáttina.