Skipulagsgátt
Nýr vefur skipulagsmála, umhverfismats og framkvæmdarleyfa
Skipulagsstofnun hefur nú tekið í gagnið nýjan vef sem kölluð er skipulagsgátt og með henni er bætt til muna gegnsæi og aðgengi að upplýsingum um skipulagsmál og einstakar framkvæmdir.
Í skipulagsgáttinni verða birt gögn um skipulagsmál, umhverfismat og leyfisveitingar jafnóðum og þau verða til, auk umsagna og athugasemda frá opinberum umsagnaraðilum, almenningi og hagsmunaaðilum sem berast við kynningu framangreindra gagna.
Skipulagsgáttin er liður í þeirri þróun sem nú stendur yfir við að efla rafræna stjórnsýslu og stafræna þjónustu stofnana ríkisins.
Sveitarfélagið Hornafjörður er þegar byrjaður að nýta skipulagsgáttina og hafa fyrstu málin verið birt þar. Framvegis verða skipulagsmál í eingöngu aðgengileg gegnum hana en þó verður áfram sett inn frétt á heimasíðu sveitarfélagsins sem vísar inná gáttina þegar ný mál eru í ferli.
Íbúar eru hvattir til að fylgjast með fundargerðum og skipulagsgáttinni til að fygjast með hvað er að gerast í sveitarfélaginu á þessu sviði. Vakin er athygli á því að í gegnum skipulagsgáttina er hægt að vakta mál eftir svæðum og/eða tegund mála og fá sendan tölvupóst þegar ný mál eru sett inn í kerfið.
Umhverfis- og skipulagsstjóri