Skipulagslýsingar vegna skipulagsáætlana á Leiðarhöfða á Höfn og íbúðarsvæði ÍB5 austan Hafnarbrautar
Athugið: Tími til að koma með ábendingar og umsagnir er framlengdur til 22. maí.
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti þann 26. apríl 2023 að auglýsa eftirfarandi skipulagslýsingar í samræmi við 30. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Leiðarhöfði á Höfn
Skipulagslýsingin tekur bæði til breytingar aðalskipulags og nýs deiliskipulags. Viðfangsefni aðalskipulagsbreytingarinnar er að stækka opið svæði og fella út íbúðarsvæði ÍB4 Höfði og í deiliskipulaginu verður nánari útfærsla svæðisins ákvörðuð. Markmiðið er að skapa skjólríkt og sólríkt útivistar- og samkomusvæði á þessum einstaka stað.
Íbúðarsvæði ÍB5 við Hafnarbraut á Höfn
Sett er fram lýsing fyrir breytingu aðalskipulags og gerð nýs deiliskipulags fyrir umræddan reit. Með skipulagsbreytingunni er gert ráð fyrir að auka við þéttleikann og stækka reitinn til austurs til þess að byggðin geti samræmst betur landslaginu og að landið nýtist vel.
Skipulagslýsingarnar verða aðgengilegar frá 1. maí til 15. maí í anddyri Ráðhúss Hafnarbraut 28, 780 Höfn og eru einnig birtar á nýjum vef Skipulagsstofnunar, skipulagsgatt.is.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eða vilja setja fram ábendingar er hér með gefinn kostur á að gera það ekki seinna en 22. maí.
Eingöngu er tekið við athugasemdum og ábendingum á rafrænan hátt gegnum skipulagsgátt.
Hægt er að óska eftir nánari leiðbeiningum gegnum netfangið skipulag@hornafjordur.is.
Umhverfis- og skipulagsstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar