Skóla- og íþróttasvæði á Höfn, deiliskipulag
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti þann 7. mars 2024 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi skóla- og íþróttasvæði Hafnar í samræmi vð 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Svæðið er um 9,3 ha að stærð og afmarkast af Hafnarbraut og Víkurbraut. Sparkvellir austan Víkurbrautar, milli Fálkaleiru og Bugðuleiru eru einnig innan skipulagssvæðisins. Innan svæðisins er að finna ýmiskonar þjónustu og starfsemi, s.s. íþróttasvæði og skóla. Íbúðasvæði innan götureitsins er utan deiliskipulagsins.
Með deiliskipulaginu er verið að skapa grundvöll til frekari uppbyggingar á skóla- og íþróttasvæði og mynda sterkari miðkjarna í bæjarfélaginu.
Mörk gildandi deiliskipulagsáætlana, sem eru að hluta innan skipulagssvæðisins, verða aðlöguð að nýju skipulagi við staðfestingu nýs deiliskipulags eftir því sem við á. Þær eru:
Deiliskipulag miðbæjar Hafnar í Hornafirði frá 1988.
Deiliskipulag við Víkurbraut, Höfn – Knattleikjahús frá 2008.
Deiliskipulag íbúðarsvæðis á Leirum frá 1993.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eða vilja gera athugasemdir er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna á auglýsingartíma til 14. maí 2024 og skal þeim skilað gegnum skipulagsgáttina. Málsnúmer 358/2024.
Umhverfis- og skipulagsstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar.