Skriða – skipulagslýsing vegna breytingar aðalskipulags og nýs deiliskipulags
Bæjarráð samþykkti þann 2. júlí 2024 að auglýsa skipulagslýsingu vegna uppbyggingar ferðaþjónustu í landi Skriðu, í samræmi við 30. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Steinar Resort ehf. landeigandi Skriðu (L173414) í Hornafirði fyrirhugar uppbyggingu á ferðamannaaðstöðu með gistirýmum, veitingaþjónustu og baðtengdri afþreyingu. Stefnt er að byggja upp í áföngum 200 herbergja hótel í háum gæðaflokki ásamt fjölbreyttri afþreyingu s.s. baðlónum, 200 herbergja vegahótel og allt að 90 stakstæð smáhýsi. Einnig verður gert ráð fyrir fastri búsetu starfsmanna á svæðinu, allt að 10 starfsmannaíbúðum innan lóðar en gert er ráð fyrir að megin uppbygging fyrir starfsfólk svæðisin verði á Höfn. Heildarfjöldi gistirúma er áætlaður um 860 gestir á hótelum og allt að 400 í smáhýsum. Ætla má að um 150 starfsmenn þurfi til að sinna rekstrinum.
Sett er fram sameiginleg skipulagslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030 í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og gerð deiliskipulags fyrir svæðið í samræmi við 40. mgr. laganna. Breyting aðalskipulags og nýtt deiliskipulag munu verða kynnt samhliða.
Í Skipulagsgátt eru tvö mál, annað er vegna breytinga á aðalskipulagi og er það nr. 865/2024 og hitt er nr. 866/2024. Sömu gögn eru undir báðum málum þar sem sama skipulagslýsing er fyrir bæði skipulagsstigin.
Athugasemdum skal skilað inn í gegnum skipulagsgátt og rennur frestur til þess út þann 12. ágúst 2024.
Umhverfis- og skipulagsstjóri