Þorgeirsstaðir í Lóni - deiliskipulag
Bæjarstjórn Hornafjarðar samþykkti þann 8. mars 2023 að auglýsa deiliskipulag Þorgeirsstaða í Lóni í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga.
Fyrirhuguð er frekari uppbygging á ferðaþjónustustarfsemi, með gistingu fyrir allt að 60 gesti. Einnig eru fyrirhugaðar tvær nýjar smávirkjanir í Þorgeirsstaðaá, tjaldsvæði vestan árinnar og göngubrú yfir ána.
Tillagan verður til sýnis frá 17. mars til 28. apríl í anddyri Ráðhúss Hafnarbraut 28, 780 Höfn og er hún einnig aðgengileg gegnum tenglana hér fyrir neðan
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eða vilja gera athugasemdir er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna á auglýsingatíma.
Eingöngu er tekið við athugasemdum á rafrænan hátt gegnum tengilinn hér fyrir neðan. Tengillin vísar á íbúagátt og þarf að skrá sig inn með íslykli.
Umhverfis og skipulagsfulltrúi Sveitarfélagsins Hornafjarðar