Tillaga að aðalskipulagsbreytingu, Ferðaþjónustukafli

Bæjarstjórn Hornafjarðar auglýsir hér með tillögu að aðalskipulagsbreytingu ferðaþjónustukafla samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Megin markmið með endurskoðun á ferðaþjónustukafla aðalskipulagsins er að fara yfir skilmála um ferðaþjónustu með nýjar forsendur og viðmið í huga. Einnig er markmiðið að skilgreina hverskonar þjónustu og í hve ríku mæli á að heimila hana utan skilgreindra þjónustusvæða. Þar er bæði horft til uppbyggingar sem beint tengist ferðaþjónustu sem og annarrar þjónustu s.s. uppsetningu fjarskiptamastra, upplýsingagjöf og fleira.

Tillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofum að Hafnarbraut 27 frá og með fimmtudeginum 19. desember nk. til mánudagsins 3. febrúar 2020.

Greinargerð

Skýrsla

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til mánudagsins 3. febrúar 2020. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Hornafjarðar, Hafnarbraut 27 eða á skipulag@hornafjordur.is.

Gunnlaugur Róbertsson, skipulagsstjóri