Tillaga að breytigu á aðalskipulagi og ný deiliskipulagtillaga
Bæjarstjórn Hornafjarðar auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hornafjarðar 2012-2030 og tillögu að deiliskipulagi samkvæmt 1. mgr. 36. gr. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Megin markmið með skipulagstillagnanna er að staðsetja nýtt
verslunar-og þjónustusvæði og skógræktar- og landgræðslusvæði á Svínhólum.
Svæðið er afmarkað á uppdrætti og nánari skilmálar eru settir í
greinargerð. Heimilt verður að byggja upp ferðaþjónustu með
gistingu/hóteli sem hýst getur allt að 203 gesti. Einnig er gert ráð fyrir
aðstöðu fyrir starfsfólk í sér húsi og 20 heilsárshúsum, þar sem dvalið yrði
aðeins hluta árs. Áform eru einnig uppi um skógrækt á jörðinni í samræmi við
samning við Skógræktina um nytjaskógrækt.
Tillögurnar verða til sýnis frá og með miðvikudeginum 25. mars 2020 til þriðjudagsins 5. maí 2020 Nýheimum í glugga bókasafnsins að Litlubrú 2 780 Höfn og hjá Skipulagsstofnun að Borgartúni 7b 105 Reykjavík.
Aðalskipulagsbreyting uppdráttur með greinargerð
Tillaga að deiliskipulagi
greinargerð og uppdráttur 1 - uppdráttur 2 - uppdráttur 3.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögur til 5. maí 2020. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Hornafjarðar, Hafnarbraut 27 eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is.
Brynja Dögg Ingólfsdóttir, umhverfis- og skipulagsstjóri