Leikvöllur Leirusvæðis -Verðfyrirspurn
Sveitarfélagið Hornafjörður óskar eftir tilboðum í verkið „Leikvöllur Leirusvæðis“
Heiti verksins: Leikvöllur Leirusvæðis
Sveitarfélagið Hornafjörður, hér eftir nefnt verkkaupi, óskar eftir tilboðum í verkið „Leikvöllur Leirusvæðis“ eins og því er lýst í þessum gögnum ásamt magnskrá.
Yfirlit yfir verkið
Verkið skiptist upp í tvo hluta, annars vegar leiksvæði og hins vegar göngu- og hjólastíg. Göngu- og hjólastígurinn er 3m breiður malbikaður stígur sem tengir saman leið á milli gatnanna Álaleira og Hagaleira. Meðfram stígnum er komið fyrir fallegum gróðurbeðum sem hafa að geyma tré og runnagróður. Leiksvæði liggur við stíginn um miðja leið og hefur að geyma fjölbreitt leiktæki, rólur, klifur, rennibraut, gormatæki og kastala. Á miðju leiksvæðinu er fallegur áningarstaður þar sem koma skal fyrir bekkjum og borðum. Undir leiktæki skal koma fyrir fallvararefni, gúmmíhellum, gúmmímottum og grasþökum. Stígurinn og leiksvæði skal upplýst með ljósastaurum við leiksvæði en ljósapollum við gönguleið. Auk þess er komin regnvatnslögn undir hluta leiksvæðis.
Verk þetta skal vinna skv. teikningum og verklýsingum frá þeim hönnuðum sem tilgreindir eru. Innifalið í tilboðinu er allt efni og öll vinna við full frágengið verk, einnig er innifalið að fjarlægja og farga öllu efni sem til fellur og ekki er hægt að endurnýta. Innifalið í einingaverðum skal einnig vera allur kostnaður við uppihald á mannskap svo og flutningur á mönnum, tækjum og efni til og frá staðnum.
Verkið skal vinna í samræmi við ákvæði gildandi reglugerða sem eiga við þessa framkvæmd og er verktaki að fullu ábyrgur fyrir því að þeim sé fylgt.
Með tilvitnun í gögn þessi innifelur þau fullnaðarfrágang á öllum verkþáttum.
Framkvæmdartími
Verklok eru 15. maí 2025.
Gögn
Gögn fást afhent rafrænt án endurgjalds með því að senda tölvupóst á utbod@hornafjordur.is og óska eftir því að fá send gögn í verkið „LEIKVÖLLUR LEIRUSVÆÐIS“. Þá verður fljótlega sendur hlekkur til baka á þann stað sem hægt verður að sækja gögnin. Vinsamlegast takið fram í viðfangsefni pósts „LEIKVÖLLUR LEIRUSVÆÐIS“.
Frekari fyrirspurnir skal senda á eftirfarandi netfang: utbod@hornafjordur.is og vignir@hornafjordur.is og skal þá merkja í “subject” reitinn: „LEIKVÖLLUR LEIRUSVÆÐIS - FYRIRSPURN“. Fyrirspurn skal berast í síðasta lagi 3 virkum dögum fyrir opnunardag tilboðs.
Skil og opnun tilboða
Tilboðsgjafar skulu vera búnir að skila inn tilboði eigi síðar en mánudaginn 16.12.2024 kl. 14:00 merktu: Leikvöllur Leirusvæðis - Tilboð.
Tilboðum skal skilað á skrifstofu Sveitarfélagsins Hornafjörður, Hafnarbraut 27, 780 Hornafirði og verða þau opnuð samtímis í fundarsal Sveitarfélagsins á 3. hæð í viðurvist þeirra bjóðenda sem óska eftir að vera viðstaddir.
Geti bjóðandi ekki komið útfylltum gögnum á opnunarstað til opnunar, er heimilt að senda undirritað tilboð ásamt fylgigögnum með tölvupósti á netfangið utbod@hornafjordur.is og skal það hafa borist áður en skilafrestur er runninn út en bjóðandi skal þá jafnframt hafa póstlagt með ábyrgðarpóstsendingu, a.m.k. degi áður en opnun tilboða fer fram, gögn sem fylgja eiga tilboðinu og skal staðfesting þess efnis fylgja með tölvupóstinum. Berist tölvupóstur ekki í tæka tíð fyrir opnun tilboða er það á ábyrgð bjóðanda og telst tilboðið þá ógilt.
Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Tilboð eru bindandi í 5 vikur frá opnunardegi.
Nánari upplýsingar veitir: Vignir Júlísson, vignir@hornafjordur.is sími 470-8000.