Útboð
Sveitarfélagið Hornafjörður óskar eftir tilboðum í verkið „Vöruhúsið, Hafnarbraut 30 miðstöð skapandi greina – mars 2020“ eins og því er lýst í útboðsgögnum.
Hér er um almennt útboð að ræða og lítur þeim reglum sem um það gilda.
Lauslegt yfirlit yfir verkið
Fyrirhugaðar eru heildar endurbætur á Vöruhúsinu sem verður gert í áföngum.
Búnir eru 3 áfangar í verkinu.
1. áfangi var endurbætur af hluta kjallara. Véla og málmsmíði og félagsmiðstöð
2. áfangi var endurbætur utanhúss ásamt byggingu nýrra anddyra
3. áfangi fólst að mestu í endurbótum innanhúss á allri miðhæðinni.
4. áfangi felst að mestu í endurbótum á efstu hæð ásamt frágangi loftræstiherbergi og salerni í kjallara.
Helstu verkþættir eru:
Flest allir innveggir og niðurhengd loft ásamt öllum lögnum er í þeim er, gólfefnum, ljósum og öðrum lögnum í loftum er rifið og fargað samkvæmt rifaplani.
Allt innandyra verður svo endurinnréttað á þessu svæði í húsinu samkvæmt viðeigandi teikningum/verklýsingum hönnuða.
Nýir léttir veggir, innréttingar, ný lofta og gólfefni samkvæmt teikningum. Nýjar lagnir þ.e. fráveita, hita og neysluvatn, loftræstilagnir og raflagnir. Viðgerðir/endurmálun
Formuð lyftugöng innandyra fyrir nýja hjólastólalyftu.
Vettvangskönnun á verkstað
Vettvangskönnun verður haldinn með tilboðsgjöfum eftir óskum. Nákvæm tímasetning og fyrirkomulag vettvangskönnunar verður skv. samkomulagi aðila. Bjóðendur eru hvattir til að mæta í vettvangskönnun og kynna sér aðstæður á verkstað.
Hægt er að fá útboðsgögnin send án endurgjalds með því að senda tölvupóst á bjorni@hornafjordur.is og óska eftir því að fá send útboðsgögn í verkið „Vöruhúsið, Hafnarbraut 30 miðstöð skapandi greina – mars 2020“. Þá verður sendur hlekkur til baka á þann stað sem hægt verður að sækja gögnin rafrænt. Vinsamlegast takið fram í viðfangsefni pósts „Vöruhús gögn“.
Tilboðsgjafar skulu vera búnir að skila inn tilboði eigi síðar en mánudaginn 20. apríl 2020 kl. 14:00. er þau verða opnuð samtímis í viðurvist þeirra bjóðenda sem óska eftir að vera viðstaddir.
Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
Tilboð eru bindandi í 5 vikur frá opnunardegi.
Nánari upplýsingar veitir:
Björn Imsland, bjorni@hornafjordur.is sími 470-8014 eða 894-8413
Brynja Dögg Ingólfsdóttir brynja@hornafjordur.is sími 470-8003