Útboð - Hrollaugsstaðir

Sveitarfélagið Hornafjörður, hér eftir nefnt verkkaupi, óskar eftir tilboðum í verkið
„Hrollaugsstaðir – endurbætur - íbúðireins og því er lýst í meðfylgjandi útboðsgögnum.

Hér er um almennt útboð að ræða og lýtur þeim reglum sem um það gilda. Innifalið í tilboði skal vera allt það sem til þarf að ljúka verkinu eins og það er skilgreint í útboðsgögnum þessum.

Lauslegt yfirlit yfir verkið
Fyrirhugaðar eru alls herjar endurbætur á hluta félagsheimilisins á Hrollaugsstöðum í Suðursveit, Sveitarfélaginu Hornafirði, nánar til tekið á þeim hluta hússins sem upphaflega var byggður sem skóli og heimavist. Húsið er staðsett í u.þ.b. 55 km fjarlægð frá næsta þéttbýli sem er Höfn í Hornafirði. Endurbæturnar felast í að endurinnrétta þennan hluta hússins og breyta í fimm íbúðir.

Helstu verkþættir, sem eiga við þann hluta hússins sem endurbæturnar ná yfir, eru:

  • Rif og förgun á utanhússklæðningu, þakklæðningu, hluta af gluggum, milligólfi úr timbri, innréttingum, gólfefnum, ljósum og lögnum, einangrun og klæðning innan á útveggjum rifin, múrbrot á hluta innveggja, ílögn gólfa og botnplötu að hluta.
  • Allt innandyra verður svo endurinnréttað á þessum hluta hússins samkvæmt viðeigandi teikningum/verklýsingum hönnuða.
  • Þak verður endur einangrað og sett ný þakklæðning á húsið.
  • Ný utanhússklæðning verður sett á húsið en gert er ráð fyrir að undirkerfi og einangrun haldi sér.
  • Skipt verður um alla glugga og hurðir og einnig verður bætt við gluggum og hurðum á húsið og nýjar svalir verða settar utan á húsið.
  • Allir útveggir endur einangraðir að innan með plasteinangrun og múraðir.

Vettvangskönnun á verkstað
Vettvangskönnun verður haldinn með tilboðsgjöfum eftir óskum. Nákvæm tímasetning og fyrirkomulag vettvangskönnunar verður skv. samkomulagi aðila. Bjóðendur eru hvattir til að mæta í vettvangskönnun og kynna sér aðstæður á verkstað.

Útboðsgögn
Útboðsgögn bera nafnið: „Hrollaugsstaðir – endurbætur – íbúðir“ og sundurliðast eftirfarandi:

  • IST 30
  • Útboðslýsing gerð af ASK Arkitektum ehf. Verkhof ehf. og tæknideild Sveitarfélagsins Hornafjarðar
  • Teikningar og verklýsingar arkitekta, gerðar af ASK arkitektum ehf.
  • Teikningar og verklýsingar, gerðar af Verkhof ehf.
  • Teikningar og verklýsingar, gerðar af Vattará ehf.
  • Tilboðsblað ásamt tilboðsskrá
  • Form verksamnings
  • Form verktryggingar

Útboðsgögn fást afhent rafrænt án endurgjalds frá og með fimmtudeginum 25. febrúar 2021, eftir klukkan 13:00 með því að senda tölvupóst á bjorni@hornafjordur.is og óska eftir því að fá send útboðsgögn í verkið „Hrollaugsstaðir -Endurbætur – íbúðir“  Þá verður fljótlega sendur hlekkur til baka á þann stað sem hægt verður að sækja gögnin. Vinsamlegast takið fram í viðfangsefni pósts „Hrollaugsstaðir útboðsgögn“.

Tilboðsgjafar skulu vera búnir að skila inn tilboði merktu „Hrollaugsstaðir Endurbætur – íbúðir. Tilboð“ eigi síðar en fimmtudaginn 25. mars 2021 kl. 14:00. er þau verða opnuð samtímis í viðurvist þeirra bjóðenda er þess óska.

Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. 

Tilboð eru bindandi í 5 vikur frá opnunardegi.

Nánari upplýsingar veita:

Björn Imsland, bjorni@hornafjordur.is sími 470-8014 eða 894-8413.

Brynja Dögg Ingólfsdóttir brynja@hornafjordur.is sími 470-8003.