Útboð Hof endurbætur á leikskóla

Sveitarfélagið Hornafjörður, hér eftir nefnt verkkaupi, óskar eftir tilboðum í verkið „Hof- endurbætur á leikskóla“ eins og því er lýst í meðfylgjandi útboðsgögnum.

Hér er um almennt útboð að ræða og lýtur þeim reglum sem um það gilda. Innifalið í tilboð skal vera allt það sem til þarf að ljúka verkinu eins og það er skilgreint í útboðsgögnum.

Lauslegt yfirlit yfir verkið
Endurbæturnar taka aðallega til leikskóla hluta hússins sem upphaflega var íbúð. Einnig er Þó um að ræða nauðsynlegar aðlaganir lagnakerfa sem óhjákvæmilegt er þar sem byggingunni er nú skipt upp í minni sjálfstæðar einingar.

Helstu verkþættir, sem eiga við þann hluta hússins sem endurbæturnar ná yfir, eru;

  • Rif og förgun á mörgum milliveggjum öllum innréttingum, gólfefnum, ljósum og lögnum á þessu svæði, sagað fyrir frárennslislögnum í botnplötu.
  • Flest allt innandyra verður svo endurinnréttað á þessum hluta hússins. samkvæmt viðeigandi teikningum/verklýsingum hönnuða.
  • Stækkun/endurnýjun á 2 gluggum.
  • Settur verður gólfhiti í húsið.
  • Endurnýjuð aðal salernisálma.
  • Sett upp vélrænt loftræsikerfi.

Vettvangskönnun á verkstað
Vettvangskönnun verður haldinn með tilboðsgjöfum eftir óskum. Nákvæm tímasetning og fyrirkomulag vettvangskönnunar verður skv. samkomulagi aðila. Bjóðendur eru hvattir til að mæta í vettvangskönnun og kynna sér aðstæður á verkstað.

Útboðsgögn
Útboðsgögn, dagsett í janúar 2022, og bera nafnið: Hof- endurbætur á leikskóla og sundurliðast eftirfarandi:

  • IST 30
  • Útboðslýsing gerð af ASK Arkitektum ehf. Verkhof ehf. og tæknideild sveitarfélagsins Hornafjarðar.
  • Teikningar og verklýsingar arkitekta, gerðar af ASK arkitektum ehf.
  • Teikningar og verklýsingar, gerðar af Verkhof ehf.
  • Teikningar og verklýsingar, gerðar af Vattará ehf.
  • Tilboðsblað ásamt tilboðsskrá.
  • Form verksamnings.
  • Form verktryggingar.

Útboðsgögn fást afhent rafrænt án endurgjalds frá miðvikudeginum 12 janúar 2022 með því að senda tölvupóst á bjorni@hornafjordur.is og óska eftir því að fá send útboðsgögn í verkið „Hof- endurbætur á leikskóla“ Þá verður fljótlega sendur hlekkur til baka á þann stað sem hægt verður að sækja gögnin. Vinsamlegast takið fram í viðfangsefni pósts „Hof- endurbætur á leikskóla“

Tilboðsgjafar skulu vera búnir að skila inn tilboði merktu „Hof- endurbætur á leikskóla Tilboð“ eigi síðar en miðvikudaginn 2. febrúar 2022 kl. 14:00. er þau verða opnuð samtímis í viðurvist þeirra bjóðenda er þess óska.

Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.

Tilboð eru bindandi í 5 vikur frá opnunardegi.

Nánari upplýsingar veita:

Björn Imsland, bjorni@hornafjordur.is sími 470-8014 eða 894-8413

Brynja Dögg Ingólfsdóttir brynja@hornafjordur.is