Útboð jarðvinna og lagnir Hagaleiru
Verkið felst í því að grafa fyrir lögnum þ.e. skólplögnum, regnvatnslögnum og neysluvatnslögnum, útvega lagnaefni, leggja lagnirnar, sanda í kringum þær, koma fyrir lögnum að niðurföllum, koma fyrir heimæðum og fylla í lagnaskurð og jafna út fyllingu í Hagaleiru skv. teikningum, í samráði við verkkaupa og eftirlitsmann og einnig samkvæmt verklýsingum.
Helstu magntölur eru:
Gröftur 400 m skurðir.
Fylling og söndun1200 m³.
Fráveitulagnir 500 m.
Neysluvatnslagnir 450 m.
Og fleira.
Útboðsgögn má nálgast þann 30. ágúst eftir kl. 12:00 með því að senda póst á utboð@hornafjordur.is og óska eftir gögnum fyrir verkið. Ath. Taka skal fram hvaða verk þetta er.
Tilboðsgjafar skulu vera búnir að skila inn tilboði í afgreiðslu Sveitarfélagsins Hornafjarðar eigi síðar en fimmtudaginn 25. september 2018 kl. 14:00, merkt ”Hagaleira – Jarðvinna og lagnir 2018” er þau verða opnuð samtímis í viðurvist þeirra bjóðenda sem óska eftir að vera viðstaddir .
Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
Tilboð eru bindandi í 5 vikur frá opnunardegi.
Nánari upplýsingar veitir: Björn Imsland, bjorni@hornafjordur.is sími 470-8000 eða 894-8413