Útboð- Sindrabær endurbætur Hljóð-Ljósa og Myndkerfa

Sveitarfélagið Hornafjörður, hér eftir nefnt verkkaupi, óskar eftir tilboðum í útvegun og uppsetningu Hljóð-Ljós og Myndkerfa vegna endurbóta á Sindrabæ eins og því er lýst í útboðsgögnum. 

 Hér er um almennt útboð að ræða og lýtur þeim reglum sem um það gilda. Innifalið í tilboði skal vera allt það sem til þarf að ljúka verkinu eins og það er skilgreint í útboðsgögnum þessum

Verk þetta nefnist: Sindrabær endurbætur Hljóð-Ljósa og Myndkerfa“.

Verkið skal vinna samkvæmt útboðs- og verklýsingu, ásamt þeim gögnum sem þar er vísað til.

Lauslegt yfirlit yfir verkið

Endurbætur standa núna yfir í Sindrabæ og á þetta verkefni að vera unnið samhliða því verkefn sem verður að hluta til enn í gangi

Í þessum hluta framkvæmdarinnar er um að ræða útvegun búnaðar og uppsetningu á ljósa-, mynd- og hljóðkerfi fyrir fjölnota sal, með svölum sem hægt er að nýta sem sér rými, ásamt anddyri. Fyrir svið í salnum verður ljósa- og hljóðkerfi fyrir lifandi uppákomur, þ.m.t. ljósaborði og hljóðmixer, rásarkerfi, myndvarpi og fjarfundarbúnaður. Svalir verður hægt að stúka af og nota sem aðskilinn sal, með aðskildri stýringu fyrir hljóð, ljós, myndvarpa, fjarfundarbúnað og annað sem við á. Anddyri verður með aðskildu hljóðkerfi og lýsingu.

Þessum kerfum og öðru, eftir sem við á, skal vera hægt að stýra miðlægt með IP tengingum og forritanlegum stjórnskjám. Þar með talið ljósaborði og hljóðmixer fyrir svið.

Drög hafa þegar verið lögð að kerfinu með tilliti til stærðar, gæða, virkni og staðsetninga/fjölda á þeim búnaði/tækjum er óskað er eftir. Bjóðandi þarf að uppfylla þær kröfur.

Einnig er búið er að hanna og setja upp burðarkerfi miðað við áætlaðar þyngdir/stærðir á þá staði sem á að setja upp og festa tækin/kerfið við. Bjóðandi þarf að geta nýtt þann búnað.

Bjóðandi skal vera viðurkenndur dreifingaraðili framleiðanda boðins búnaðs og starfrækja viðurkennt verkstæði þar sem hægt er að þjónusta búnað og halda varahluti á lager.

Verkið nær í aðalatriðum til eftirtalinna verkþátta:

  • Leggja nauðsynlegar lagnir til og frá öllum búnaði sem eru í útboðsgögnum.
  • Uppsetningu, tengingu og frágangi á öllum sama búnaði. Búið er að leggja Cat 6 strengi og 2,5q strengi Bjóðandi útvegar og leggur alla aðra kapla/strengi
  • Forritun þeirra búnaðar er við á
  • Kennslu á viðkomandi kerfi

Framkvæmdatími

Verklok eru 1. september 2025.

Útboðsgögn

Útboðsgögn, dagsett í febrúar 2025, og bera nafnið: Sindrabær endurbætur Hljóð-Ljósa og Myndkerfaog sundurliðast svo:

  • Útboðslýsing og Verklýsing ásamt fylgiskjölum sjá lið 0.28
  • Verkteikningar nr. 161713b og 161723b gerðar af Tækniþjónustunni sf.
  • Teikningar (sjá teikningaskrá) arkitekta, gerðar af Gláma kím arkitektar.
  • Teikningar (sjá teikningaskrá) vegna lagna og loftræsingar gerðar af Verkhof ehf.
  • Teikningar (sjá teikningaskrá) vegna raflagna gerðar af Tækniþjónustunni sf.
  • Tilboðsskrá og Tilboðseyðublað.

Útboðsgögn fást afhent rafrænt án endurgjalds með því að senda tölvupóst á utbod@hornafjordur.is og óska eftir því að fá send útboðsgögn í verkið „Sindrabær endurbætur Hljóð-Ljósa og Myndkerfa“ Þá verður fljótlega sendur hlekkur til baka á þann stað sem hægt verður að sækja gögnin. Vinsamlegast takið fram í viðfangsefni pósts „Sindrabær endurbætur Hljóð-Ljósa og Myndkerfa

Frekari fyrirspurnir skal senda á eftirfarandi netfang: utbod@hornafjordur.is og bjorni@hornafjordur.is og skal þá merkja í “subject” reitinn: Sindrabær endurbætur Hljóð-Ljósa og Myndkerfa. Fyrirspurn skal berast í síðasta lagi 3 virkum dögum fyrir opnunardag tilboðs.

Skil og opnun tilboðs.

Tilboðsgjafar skulu vera búnir að skila inn tilboði eigi síðar en miðvikudaginn 02.04.2025 kl. 14:00. merktu: Sindrabær endurbætur Hljóð-Ljósa og Myndkerfa - Tilboð.

Tilboðum skal skilað á skrifstofu Sveitarfélagsins Hornafjörður, Hafnarbraut 27, 780 Hornafirði og verða þau opnuð samtímis í fundarsal Sveitarfélagsins á 3. hæð í viðurvist þeirra bjóðenda sem óska eftir að vera viðstaddir.

Geti bjóðandi ekki komið útfylltum útboðsgögnum á opnunarstað til opnunar, er heimilt að senda undirritað tilboð ásamt fylgigögnum með tölvupósti á netfangið utbod@hornafjordur.is og skal það hafa borist áður en skilafrestur er runninn út en bjóðandi skal þá jafnframt hafa póstlagt með ábyrgðarpóstsendingu, a.m.k. degi áður en opnun tilboða fer fram, gögn sem fylgja eiga tilboðinu og skal staðfesting þess efnis fylgja með tölvupóstinum. Berist tölvupóstur ekki í tæka tíð fyrir opnun tilboða er það á ábyrgð bjóðanda og telst tilboðið þá ógilt.

Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Tilboð eru bindandi í 5 vikur frá opnunardegi.
Nánari upplýsingar veitir: Björn Imsland, bjorni@hornafjordur.is sími 470-8014 eða 894-8413