Bæjarráð

Bæjarráð fer með fjármála- og framkvæmdastjórn sveitarfélagsins ásamt bæjarstjóra. Ráðið hefur yfirumsjón með rekstri allra stofnana á vegum sveitarfélagsins. Bæjarráð heyrir beint undir bæjarstjórn. Í bæjarráði eiga sæti þrír bæjarfulltrúar sem bæjarstjórn kýs og þrír til vara.

Bæjarstjórn getur heimilað flokki eða framboði, sem á fulltrúa í bæjarstjórn, að tilnefna áheyrnarfulltrúa til setu í bæjarráði með málfrelsi og tillögurétt. Framboðum sem eiga áheyrnarfulltrúa í bæjarráði er heimilt að tilnefna varamann í forföllum aðalmanns. Auk bæjarfulltrúa á bæjarstjóri rétt á að sitja fundi ráðsins með málfrelsi og tillögurétt.

Í bæjarráði sitja

  • Eyrún Fríða Árnadóttir (K)
  • Gauti Árnason (D)
  • Ásgerður K. Gylfadóttir (B)

Varamenn

  • Guðrún Stefanía Vopnfjörð Ingólfsdóttir (K)
  • Hjördís Edda Olgeirsdóttir (D)
  • Björgvin Óskar Sigurjónsson (B)