Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn Hornafjarðar - 332

Haldinn í ráðhúsi,
13.02.2025 og hófst hann kl. 15:00
Fundinn sátu: Gauti Árnason aðalmaður,
Tinna Rut Sigurðardóttir 2. varamaður,
Skúli Ingólfsson aðalmaður,
Eyrún Fríða Árnadóttir aðalmaður,
Guðrún Stefanía Vopnfjörð Ingólfsdóttir aðalmaður,
Gunnhildur Imsland 2. varamaður,
Björgvin Óskar Sigurjónsson aðalmaður,
Sigurjón Andrésson bæjarstjóri, Jóna Benný Kristjánsdóttir Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs, Arndís Lára Kolbrúnardóttir stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi.
Fundargerð ritaði: Arndís Lára Kolbrúnardóttir, stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi


Dagskrá: 
Fundargerðir til staðfestingar
2. 2501006F - Bæjarráð Hornafjarðar - 1158
Mál tekið fyrir á mínútu 5:30 í upptöku.

Lagt fram til umræðu og kynningar.
3. 2501011F - Bæjarráð Hornafjarðar - 1159
Guðrún Stefanía Vopnfjörð Ingólfsdóttir tók til máls undir lið númer:4 Fræðslu- og frístundanefnd - 121: Mál númer 1: Ungmennaráð Hornafjarðar - 97, máli númer 6: Hönnun. Stækkun leikskóla á Hornafirði - Sjónarhóll og einnig undir lið númer 8: Þarfagreining vegna Grunnskóla Hornafjarðar.

Sigurjón Andrésson tók til máls undir lið númer 1: Grunur um e.coli í neysluvatni.

Mál tekið fyrir á mínútu 6:20 í upptöku.


Lagt fram til umræðu og kynningar.
4. 2501015F - Bæjarráð Hornafjarðar - 1160
Tinna Rut Sigurðardóttir tók til máls undir lið númer: Atvinnu- og menningarmálanefnd - 72: Lið númer 4:Styrkir Atvinnu- og rannsóknarsjóðs 2025 og lið númer 5:Menningarstyrkir 2025.

Mál tekið fyrir á mínútu 12:30 í upptöku.


Lagt fram til umræðu og kynningar.
5. 2501023F - Bæjarráð Hornafjarðar - 1161
Gunnhildur Imsland tók til máls undir lið númer 6: Íþróttahús - hönnun. Eyrún Fríða Árnadóttir til andsvars.

Mál tekið fyrir á mínútu 14:00 í upptöku.


Lagt fram til umræðu og kynningar.
6. 2502002F - Bæjarráð Hornafjarðar - 1162
Sigurjón Andrésson tók til máls undir lið númer 2: Störf í Gömlu búð, lið númer 9: Mercedes Benz Sprinter 519 4X4 slökkvibifreið og undir lið númer 14: Vegur á milli Nesja og Hafnar - Hringtorg.
Tinna Rut Sigurðardóttir tók til máls undir sama lið, númer 14: Vegur á milli Nesja og Hafnar - Hringtorg.
Björgvin Óskar Sigurjónsson tók til máls undir lið númer 2: Störf í Gömlu búð, lið númer 9: Mercedes Benz Sprinter 519 4X4 slökkvibifreið

Mál tekið fyrir á mínútu 17:30 í upptöku.


Lagt fram til umræðu og kynningar.
Almenn mál
Guðrún Stefanía Vopnfjörð Ingólfsdóttir vék af fundi undir þessum lið.
7. 202412122 - Umsögn vegna umsóknar um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað.(HFN Brugghús)
Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi , dagsett 23. desember 2024, vegna umsóknar frá HFN brugghús um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað að Heppuvegi 6. Um er að ræða umsókn um leyfi til að selja áfengi sem er að rúmmáli meira en 12% af hreinum vínanda. Með vísan til 6. gr. a. áfengislaga nr. 75/1998, sbr. 35/2022, og 5. gr. reglugerðar nr. 800/2022 um sölu áfengis á framleiðslustað er óskað eftir umsögn sveitarstjórnar um ofangreinda umsókn.

Mál tekið fyrir á mínútu 29:20 í upptöku.




Forseti lagði til eftirfarandi umsögn:
Á grundvelli áfengislaga nr.75/1998, sbr. 35/2022 og reglugerðar nr. 800/2022 um sölu áfengis á framleiðslustað veitir bæjarstjórn Hornafjarðar jákvæða umsögn um sölu áfengis á framleiðslustað að Heppuvegi 6, Höfn F2211531 sem er að rúmmáli meira en 12% af hreinum vínanda. Salan er heimil milli kl. 12.00 og 23.00 en skal að öðru leiti fara fram í samræmi við reglugerð nr. 800/2022.
Bæjarstjórn staðfestir að starfsemin er í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála og að lokaúttekt hafi farið fram, sbr. umsögn byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa. Jafnframt staðfestir bæjarstjórn að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að er innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um. Þá staðfestir bæjarstjórn að kröfum um brunavarnir er fullnægt, sbr. umsögn Brunavarna á Austurlandi og að starfsemin er í samræmi við ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir og laga um matvæli, sbr. umsögn Heilbrigðiseftirlits Austurlands.

Sveitarfélagið hefur ekki sett neinar sérreglur um afgreiðslutíma en vísar til 2. gr. reglugerðar nr. 800/2022 þar sem segir að afgreiðslutími áfengis í smásölu á framleiðslustað skal aldrei vera lengri en frá klukkan 8.00 til klukkan 23.00.

Forseti bar umsögnina upp til atkvæða.
Samþykkt með sex atkvæðum.
8. 202306094 - Byggingarleyfisumsókn - Sæbraut 5, björgunarmiðstöð
Uppfærðir uppdrættir hafa borist fyrir björgunarmiðstöð sem reist verður við Sæbraut 5. Örlitlar breytingar áttu sér stað og með þeim stækkar grunnflötur hússins um u.þ.b. 17 fm. Ekki er til gildandi deiliskipulag fyrir svæðið. Árið 2023 fór fram grenndarkynning vegna áforma félagsins þar sem engar athugasemdir bárust.

Mál tekið fyrir á mínútu 32:40 í upptöku.


Forseti telur að framkvæmdin sé í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar og leggur til að bæjarstjórn samþykki að falla frá grenndarkynningu nýrra teikninga þar sem breyting varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda, samkvæmt 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga 123/2010.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Sæbraut_5_aðalteikningar jan 2025.pdf
Björgvin Óskar Sigurjónsson vék af fundi undir þessum lið.
9. 202412119 - Landeignaskrá: Seljavellir - Seljavellir 2D, stofnun landeignar
Óskað er eftir staðfestingu á merkjalýsingu sem gerir ráð fyrir stofnun nýrrar lóðar í landi Seljavalla. Um er að ræða 1.050 fm lóð utan um íbúðarhús.

Mál tekið fyrir á mínútu 34:10 í upptöku.


Forseti lagði til að bæjarstjórn gerði ekki athugasemd við framlagða merkjalýsingu og að stofnun lóðar hafi ekki áhrif á búrekstrarskilyrði jarðarinnar, sbr. 6. gr. jarðalaga, sbr. einnig 48.gr. skipulagslaga.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sex atkvæðum.
Merkjalýsing - Seljavellir 2D - undirrituð.pdf
10. 202411097 - Landeignaskrá Skaftafell 3 - Skipting landeignar
Óskað er eftir skiptingu landeignar úr jörð Skaftafell III.

Mál tekið fyrir á mínútu 35:00 í upptöku.


Forseti lagði til að bæjarstjórn gerði ekki athugasemd við framlagða merkjalýsingu og að stofnun lóðanna hafi ekki áhrif á búrekstrarskilyrði jarðarinnar, sbr. 6. gr. jarðalaga, sbr. einnig 48.gr. skipulagslaga.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
11. 202411056 - Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs í Sveitarfélaginu Hornafirði 2025-2036
Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs í Sveitarfélaginu Hornafirði 2025-2036 er tilbúin til yfirferðar hjá bæjarstjórn áður en hún fer í 6 vikna kynningu fyrir almenning.

Mál tekið fyrir á mínútu 35:50 í upptöku.


Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykki að auglýsa áætlunina fyrir almenningi.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
12. 202501060 - Umsögn vegna umsóknar um lögbýlisrétt - Nýbýli á 280 ha land í Skaftafelli 3 til skógræktar og ferðaþjónustu
Tekið fyrir erindi þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins um lögbýlisskráningu Skaftafells 3 L222633. Skv. gildandi aðalskipulagi er svæðið landbúnaðarsvæði.

Mál tekið fyrir á mínútu 36:40 í upptöku.


Forseti lagði til að bæjarstjórn gerði ekki athugasemd við að Skaftafell 3 verði að lögbýli en bendir á að á staðnum er enginn íbúi né starfsemi og bendir einnig á að áður en landbúnaður hefst, svo sem skógrækt, þarf að sækja um framkvæmdaleyfi. Bæjarstjórn fól starfsmanni að skila inn umsögn sveitarfélagsins til ráðuneytisins.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
13. 202501043 - Landeignaskrá - Breiðabólsstaður 5 - merkjalýsing
Óskað hefur verið eftir staðfestingu á merkjalýsingu fyrir Breiðabólsstað 5. Í merkjalýsingunni er lóðin uppmæld og afmörkuð.


Mál tekið fyrir á mínútu 37:50 í upptöku.


Forseti lagði til að bæjarstjórn gerði ekki athugasemd við framlagða merkjalýsingu og að hún hafi ekki áhrif á búrekstrarskilyrði jarðarinnar, sbr. 6. gr. jarðalaga, sbr. einnig 48.gr. skipulagslaga.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Breiðabólsstaður 5 - Merkjalýsing.pdf
14. 202412121 - Húsnæðisáætlun - Hornafjörður 2025
Húsnæðisáætlun fyrir 2025 lögð fram til samþykktar. Meginmarkmið sveitarfélagsins í húsnæðismálum er að skapa íbúum tækifæri til þess að búa í öruggu húsnæði. Áhersla er lögð á að íbúar sem þarfnast stuðnings með sín húsnæðismál hafi forgang. Við framkvæmd húsnæðisstefnu verður litið til þess að hún nái fram að ganga óháð eignarhaldi íbúða þ.e. íbúðanna sjálfra, leigufélaga, annarra samtaka eða sveitarfélagsins í samræmi við lög um húsnæðismál.

Björgvin Óskar Sigurjónsson tók til máls.

Mál tekið fyrir á mínútu 38:40 í upptöku.


Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykkti húsnæðisáætlun 2025 með fyrirvara um að leiðréttingar verði gerðar.

Forseti bar húsnæðisáætlun 2025 upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
15. 202501074 - Umsókn um lóð - Júllatún 8
Umsókn frá Stálgrindarhús ehf. um lóð á Júllatúni 8.

Mál tekið fyrir á mínútu 41:10 í upptöku.


Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykkti lóðaúthlutunina.
Tillagan borin upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
16. 202501073 - Umsókn um lóð - Júllatún 10
Umsókn frá Stálgrindarhús ehf. um lóð á Júllatúni 10.

Mál tekið fyrir á mínútu 41:45 í upptöku.


Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykkti lóðaúthlutunina.
Tillagan borin upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
17. 202010156 - Reglur um úthlutun lóða
Lögð fram tillaga um breytingu á úthlutunarreglum lóða í sveitarfélaginu. Unnið er að undirbúningi lóðaúthlutana í Hagahverfi og gert ráð fyrir að úthlutun geti farið fram áður en að lóðir verði byggingarhæfar. Gera þarf breytingar á 7. grein úthlutunarreglna. Breyta þarf neðstu línu greinarinnar þannig að þar standi:
Séu önnur tímamörk ákveðin í deiliskipulagi eða í ákvörðun bæjarstjórnar eða bæjarráðs, þá gilda þau.

Mál tekið fyrir á mínútu 42:10 í upptöku.


Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykkti breytinguna á úthlutunarreglum lóða í sveitarfélaginu.

Tillagan borin upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
18. 202501058 - Umsókn um framkvæmdarleyfi -
Rarik sækir um framkvæmdaleyfi til að plægja og leggja háspennustreng frá Hofi að Hvalvörðugilslæk í Öræfum. Strengurinn er ætlaður til uppbyggingar aðstöðu fyrir starfsmenn og ferðamenn við Hvalvörðugilslæk.

Mál tekið fyrir á mínútu 43:10 í upptöku.


Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykkti að veita framkvæmdaleyfi í samræmi við 13. gr. skipulagslaga, með fyrirvara um jákvæðar umsagnir Fiskistofu og Minjastofnunar.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Skúli Ingólfsson vék af fundinum undir þessum lið.
19. 202501021 - Horn - Deiliskipulag
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir ferðaþjónustu á Horni. Með deiliskipulagi er settur rammi utan um núverandi byggð og starfsemi ásamt því að heimila uppbyggingu í samræmi við skilmála aðalskipulags til að efla ferðaþjónustu á svæðinu. Skilgreindar eru lóðir utan um verslunar- og þjónustustarfsemi og byggingarreitir skilgreindir fyrir frekari uppbyggingu sem tekur mið af útbreiðslu vistgerða og náttúruverndargildis svæðisins. Áhersla er lögð á að takmarka rask og að mannvirki falli vel inn í landslag og umhverfi jarðarinnar.

Mál tekið fyrir á mínútu 43:50 í upptöku.


Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykkti að auglýsa tillögu að deiliskipulagi, með þeim breytingum sem fram komu á fundinum, í samræmi við 41. gr. skipulagslaga. Breyta þarf grein nr. 3.1.5 svo að hún samræmist lögum um mannvirki og að fallið verði frá gerð lýsingar og forkynningar í samræmi við 40. gr. skipulagslaga þar sem allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi.

Tillagan var borin upp til atkvæða.
Samþykkt með sex atkvæðum.
20. 202411076 - Borgarhöfn 2-3 Neðrabæ - endurnýjun á framkvæmdaleyfi vegar
Sótt er um endurútgáfu framkvæmdaleyfis vegna breytingar á vegi að Borgarhöfn 2-3 Neðribæ. Bæjarstjórn Hornafjarðar samþykkti að veita framkvæmdarleyfi til vegarins þann 12. nóvember 2020 með þeim skilmálum sem fram koma í umsögn Minjastofnunar Íslands frá 27. október 2020. Endurnýja þarf framkvæmdarleyfið þar sem ekki var byrjað á framkvæmdum innan árs frá því það var samþykkt.

Mál tekið fyrir á mínútu 45:40 í upptöku.


Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykkti að endurnýja framkvæmdaleyfi vegna vegarins með þeim skilmálum sem fram koma í umsögn Minjastofnunar.

Tillagan borin upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
21. 202501013 - Reglur um þjónustu við fötluð börn og fjölskyldur þeirra
Í samræmi við úrbótaáætlun í kjölfar frumkvæðisathugunar Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála eru lagðar fram reglur um þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra í Sveitarfélaginu Hornafirði.

Mál tekið fyrir á mínútu 46:40 í upptöku.


Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykkti reglur um þjónustu við fötluð börn og fjölskyldur þeirra.

Forseti bar reglurnar upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum
Reglur um þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra.pdf
22. 202412042 - Reglur um stuðningsfjölskyldur
Í samræmi við úrbótaáætlun í kjölfar frumkvæðisathugunar Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála eru lagðar fram reglur um stuðningsfjölskyldur í Sveitarfélaginu Hornafirði.


Mál tekið fyrir á mínútu 47:30 í upptöku.


Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykkti reglur um stuðningsfjölskyldur.

Forseti bar reglurnar upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum
Reglur um stuðningsfjölskyldur.pdf
23. 202412061 - Gjaldskrár velferðarsviðs 2025
Tillögur að breytingum á gjaldskrám velferðarsviðs Sveitarfélagsins Hornafjarðar árið 2025 lagðar fram. Um er að ræða nýja gjaldskrá akstursþjónustu sem þegar hefur verið samþykkt í bæjarstjórn 9.1.2025, gjaldskrá félagslegrar heimaþjónustu og gjaldskrá vegna greiðslna til stuðningsfjölskyldna.

Mál tekið fyrir á mínútu 48:00 í upptöku.


Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykkti gjaldskrár velferðarsviðs 2025.

Forseti bar gjaldskrárnar upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum

Gjaldskrá velferðarsviðs 2025.pdf
Gjaldskrá félagsleg heimaþjónusta_2025.pdf
Gjaldskrá - Greiðslur til stuðningsforeldra.pdf
Gjaldskrá vegna akstursþjónustu aldraðra og fatlaðs fólks.pdf
24. 202411087 - Gjaldskrá Slökkviliðs Hornafjarðar 2025
Gjaldskrá Slökkviliðs Hornafjarðar var samþykkt 09.04.2014. Í nýrri útgáfu eru breytingar á upphæðum í samræmi við þróun vísitölu.

Mál tekið fyrir á mínútu 48:40 í upptöku.


Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykkti gjaldskrár Slökkviliðs Hornafjarðar 2025.

Forseti bar gjaldskránna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum
Gjaldskrá 2025.pdf
25. 202501087 - Viðaukar við fjárhagsáætlun 2025
Bæjarstjóri gerði grein fyrir viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2025, vegna útlagðs kostnaðar og kaupa á Hafnarbraut 58 að fjárhæð 3.500.000 kr. og styrk til atvinnu- og rannsóknasjóðs að fjárhæð 3.000.000 kr. Viðauka er mætt með handbæru fé að fjárhæð 6.500.000. kr. Handbært fé lækkar úr 109.042.000. kr. í 102.542.000.

Mál tekið fyrir á mínútu 50:20 í upptöku.


Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykkti viðauka 1 og bar hann upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Áætlun 2025 með viðaukum - viðauki 1 (3 millj. kr. styrkur).pdf
Áhrif viðauka 1 á fjárhagsáætlun 2025 (3 millj. kr.).pdf
26. 202501087 - Viðaukar við fjárhagsáætlun 2025
Sviðsstjóri velferðarsviðs óskar eftir viðbótarfjármagni vegna fjárhagsaðstoðar. Lagður er fram viðauki númer 2 við fjárhagsáætlun 2025, að upphæð 3.062.000 kr. Viðauka er mætt með handbæru fé að fjárhæð 3.1000.000 kr. Handbært fé lækkar úr 99.542.000 kr. í 96.480.000 kr.

Mál tekið fyrir á mínútu 49:20 í upptöku.


Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykkti viðauka 2 og bar hann upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.

Áætlun 2025 með viðaukum - Viðauki 2 (3,1 m.kr. fjárhagsaðstoð).pdf
Áhrif viðauka 2 á fjárhagsáætlun 2025.pdf
27. 202409078 - Atvinnu- og rannsóknasjóður.Staða sjóðsins og styrkverkefna.
Bæjarráð lagði til að höfuðstóll atvinnu- og rannsóknasjóðs yrði hækkaður um 3.000.000 kr. Fjárhagsleg áhrif hafa verið metin samanber viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2025.

Mál tekið fyrir á mínútu 50:20 í upptöku.


Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykkti að höfuðstóll atvinnu- og rannsóknasjóðs verði hækkaður um 3.000.000 kr.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
28. 202409012 - Kaup á húsnæði - Hafnarbraut 58
Bæjarráð veitti samhljóða samþykki fyrir því að gert verði formlegt tilboð í eignina að Hafnarbraut 58 í samræmi við verðmat fasteignasala á fundi sínum þann 07.01.2025. Fjárhagsleg áhrif hafa verið metin samanber viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2025.

Mál tekið fyrir á mínútu 52:00 í upptöku.




Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykki að gert verði formlegt tilboð í Hafnarbraut 58 að fjárhæð 2.910.000 kr.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
29. 202502026 - Tímabundin ráðning fjármálastjóra
Tillaga um tímabundna ráðningu Valdísar Óskar Sigurðardóttur sem fjármálastjóra sveitarfélagsins lögð fram í minnisblaði bæjarstjóra.

Mál tekið fyrir á mínútu 52:50 í upptöku.


Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykkti tímabundna ráðningu fjármálastjóra til eins árs.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
30. 202501079 - Lokun flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli
Staða mála er varða framtíð Reykjavíkurflugvallar til umfjöllunar.

Mál tekið fyrir á mínútu 55:40 í upptöku.


Forseti lagði til að málinu yrði bætt við dagskránna.
Tillagan borin upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum

Forseti leggur til eftirfarandi bókun:
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar vill minna á á að óheft aðgengi að flugvellinum í Reykjavík er lífsnauðsynlegt fyrir sjúkraflug líkt og Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi hefur bent á og óásættanlegt að öryggi og aðgengi landsbyggðarinnar að innanlandsflugvellinum í Reykjavík sé stefnt í voða. Bæjarstjórn skorar á Samgöngustofu, ásamt Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, að fullnýta allar lagaheimildir til að tryggja varanlega opnun á flugbrautinni.

Forseti bar bókunina upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.

Forseti bar málið upp til samþykktar.
Samþykkt með sjö atkvæðum.

Fundargerðir til kynningar
1. 2412013F - Bæjarstjórn Hornafjarðar - 331
Mál tekið fyrir á mínútu 5:10 í upptöku.

Lagt fram til umræðu og kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00 

Til baka Prenta