|
|
1. 2410014F - Bæjarstjórn Hornafjarðar - 328 |
Mál tekið fyrir á mínútu 1:00 í upptöku.
|
Forseti bar fundargerðina upp til atkvæða. Samþykkt með sjö atkvæðum. |
|
|
|
2. 2411019F - Bæjarstjórn Hornafjarðar - 329 |
Mál tekið fyrir á mínútu 8:00 í upptöku.
|
Forseti bar fundargerðina upp til atkvæða. Samþykkt með sjö atkvæðum. |
|
|
|
3. 2411010F - Bæjarráð Hornafjarðar - 1152 |
Tinna Rut Sigurðardóttir tók til máls undir lið númer 1: Fundargerð Íbúaráðs - Suðursveitar og Mýra númer 6, lið númer 1: Félagsheimili sveitarfélagsins og undir lið númer 6: Málefni búfjár í sveitarfélaginu.
Mál tekið fyrir á mínútu 8:30 í upptöku.
|
Forseti bar fundargerðina upp til atkvæða. Samþykkt með sjö atkvæðum. |
|
|
|
4. 2411015F - Bæjarráð Hornafjarðar - 1153 |
Eyrún Fríða Árnadóttir tók til máls undir lið númer 7: Yfirtaka og uppbygging eigna - Félagslegt leiguhúsnæði. Ásgerður Kristín Gylfadóttir tók til máls undir sama lið. Sigurjón Andrésson til andsvars.
Mál tekið fyrir á mínútu 11:10 í upptöku.
|
Forseti bar fundargerðina upp til atkvæða. Samþykkt með sjö atkvæðum. |
|
|
|
5. 2411023F - Bæjarráð Hornafjarðar - 1154 |
Guðrún Stefanía Vopnfjörð Ingólfsdóttir tók til máls undir lið númer 7: Læknaskortur á Hornafirði.
Björgvin Óskar Sigurjónsson tók til máls undir lið númer 4: Framkvæmd - Hagahverfi (ÍB5), innviðauppbygging, undirbúningur.
Hjördís Edda Olgeirsdóttir tók til máls undir lið númer 1: Fundargerð atvinnu- og menningarmálanefndar, mál númer 6: Menningarstyrkir 2025.
Ásgerður Kristín Gylfadóttir tók til máls undir lið númer lið númer 1: Fundargerð atvinnu og menningarmálanefndar, lið númer 6: Menningarstyrkir 2025 og undir lið númer 7: Styrkir Atvinnu- og rannsóknasjóðs 2025, einnig tók hún til máls undir lið númer 4: Framkvæmd - Hagahverfi (ÍB5), innviðauppbygging, undirbúningur.
Tinna Rut Sigurðardóttir tók til máls undir lið númer 12: Vegur á milli Nesja og Hafnar - Hringtorg og leggur til að bæjarstjórn gerir bókun bæjarráðs að sinni.
Sigurjón Andrésson til andsvars undir lið númer 4: Framkvæmd - Hagahverfi (ÍB5), innviðauppbygging, undirbúningur. Björgvin Óskar Sigurjónsson til andsvars. Sigurjón Andrésson til andsvars.
Eyrún Fríða Árnadóttir tók til máls undir lið númer: Fundargerð atvinnu og menningarmálanefndar, lið númer 7: Styrkir Atvinnu- og rannsóknasjóðs 2025 og undir lið númer 4: Framkvæmd - Hagahverfi (ÍB5), innviðauppbygging, undirbúningur.
Mál tekið fyrir á mínútu 15:00 í upptöku.
|
Þann 4. október 2024 sendi Vegagerðin tilkynningu á Skipulagsstofnun vegna fyrirhugaðra breytinga á vegtengingum við hringveginn um Hornafjörð, samkvæmt 19. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana, sbr. lið 10.08 og 13.02 í 1. viðauka laganna.
Skipulagsstofnun leitaði umsagna Sveitarfélagsins Hornafjarðar, Heilbrigðiseftirlits Austurlands, Minjastofnunar Íslands, Náttúrufræðistofnunar og Umhverfisstofnunar. Fimmtudaginn 28. nóvember 2024 barst niðurstaða Skipulagsstofnunar að framkvæmdin, gerð hringtorgs, sé háð mati á umhverfisáhrifum.
Bæjarstjórn lýsir furðu sinni á niðurstöðu Skipulagsstofnunar.
Í ákvörðun stofnunarinnar kemur fram að samkvæmt lögum ber að forðast röskun vistkerfa sem njóta sérstakrar verndar nema brýna nauðsyn beri til og ljóst að aðrir kostir séu ekki fyrir hendi. Lögð er áhersla á að einungis mjög ríkir hagsmunir geti réttlætt röskun og þá fyrst og fremst brýnir almannahagsmunir. Það er augljóst í þessu tilfelli að um brýna almannahagsmuni er að ræða þegar umferðaröryggi er annars vegar.
Í svörum Vegagerðarinnar kemur fram að í matsskyldufyrirspurn sé farið yfir forsendur fyrir breytingum á framkvæmdinni. Fyrirséð er að umferð muni aukast á þessum kafla á næstu árum, umfram það sem gert hafi verið ráð fyrir í upphaflegu umhverfismati framkvæmdar. Miðað við fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu sé ljóst að norður/suður straumar mun verða enn meira ráðandi. Í T-gatnamótalausninni þurfa þessir straumar að þvera mjög hraða umferð (90 km/klst) hringvegarins, keyra stutta vegalengd og þvera svo aftur hringvegarumferðina. Með hringtorgi væri umferðarhraði mun hægari og öruggari og mun því draga verulega úr hættu á alvarlegum slysum.
Jafnframt er erfitt og mjög kostnaðarsamt að leysa umferð annarra vegfaranda (gangandi/hjólandi/ríðandi) í T-gatnamótalausninni, en í hringtorgslausn ætti að vera hægt að tryggja þessum vegfarendum nokkuð örugga leið.
Enn fremur er ljóst að ekki er hægt að gera gatnamót á þessu svæði án þess að skerða vistgerðir sem hafa hátt eða mjög hátt verndargildi. En því verður að halda til haga að framkvæmd tveggja T-gatnamóta skerða einnig samsvarandi vistgerðir á svæðum sem má vernda í staðinn.
Ekki verður séð að mat á umhverfisáhrifum bæti neinu við þær upplýsingar sem þegar liggja fyrir. Það er alveg ljóst að breyttu fyrirkomulagi vegtenginga verður ekki komið fyrir á öðrum stað.
Forseti bar bókun Tinnu Rutar Sigurðardóttur upp til atkvæða. Samþykkt með sjö atkvæðum.
Forseti bar fundargerðina upp til atkvæða. Samþykkt með sjö atkvæðum. |
|
|
|
6. 2412002F - Bæjarráð Hornafjarðar - 1155 |
Ásgerður Kristín Gylfadóttir tók til máls undir lið númer 1: Fundargerð almannavarnarnefndar númer 69: mál númer 4: Öryggisinnviðir í Hornafirði og einnig undir lið númer 6: Íþróttahús - hönnun. Eyrún Fríða Árnadóttir til andsvars. Sigurjón Andrésson til andsvars. Ásgerður Kristín Gylfadóttir til andsvars. Guðrún Stefanía Vopnfjörð Ingólfsdóttir til andsvars. Ásgerður Kristín Gylfadóttir til andsvars. Eyrún Fríða Árnadóttir til andsvars.
Mál tekið fyrir á mínútu 39:55 í upptöku.
|
Forseti bar fundargerðina upp til atkvæða. Samþykkt með sjö atkvæðum. |
|
|
|
|
|
7. 202408025 - Fjárhagsáætlun 2025 |
Bæjarstjóri gerði grein fyrir fjárhagsáætlun ársins 2025 ásamt langtímaáætlun til ársins 2028.
Helstu niðurstöður áætlunarinnar fyrir árið 2025 eru eftirfarandi: Ráðgert er að rekstrartekjur A hluta árið 2025 verði 4.006 m.kr. en þær eru áætlaðar 3.914 m.kr. í afkomuspá fyrir yfirstandandi ár og voru 3.704 m.kr. árið 2023.
Rekstrargjöld A hluta á næsta ári eru áætluð 3.409 m.kr. en eru áætluð 3.317 m.kr. í útkomuspá þessa árs.
Í áætlun ársins 2025 er rekstrarniðurstaða í A hluta jákvæð sem nemur 287 m.kr.
Í A og B hluta er ráðgert er að rekstrartekjur fyrir komandi ár verði samtals 4.411 m.kr. en þær eru áætlaðar 4.402 m.kr. í útkomuspá fyrir árið 2024.
Rekstrargjöld A og B hluta á næsta ári eru áætluð 3.586 m.kr. en eru áætluð 3.461 m.kr. í útkomuspá þessa árs.
Í áætlun ársins 2025 er rekstrarniðurstaða í A og B hluta því samtals jákvæð sem nemur 392 m.kr.
Gangi þessi áætlun eftir ráðgerum við að samantekið veltufé samstæðu frá rekstri í A og B hluta verði 826 m.kr. og að fjárfesting nemi 1.551 m.kr.
Þá er fyrirhugað að greiða langtímalán niður á árinu 2025 fyrir 133 m.kr. en samhliða verði tekin ný lán að upphæð 650 milljónir króna.
Eyrún Fríða Árnadóttir tók til máls. Ásgerður Kristín Gylfadóttir tók til máls. Sigurjón Andrésson til andsvars. Ásgerður Kristín Gylfadóttir til andsvars. Sigurjón Andrésson til andsvars.
Mál tekið fyrir á mínútu 1:05:00 í upptöku.
|
Forseti bar fjárhagsáætlun 2025 upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
|
Fjárhagsáætlun Hornafjarðar 2025-2028_Yfirlit_Samantekið - A og B hluti.pdf |
Fjárhagsáætlun Hornafjarðar 2025-2028_Yfirlit_Sveitarsjóður - A hluti.pdf |
Fjárhagsáætlun Hornafjarðar 2025-2028_Samantekt_2025.pdf |
Fjárhagsáætlun Hornafjarðar 2025-2028_kennitölur.pdf |
Fjárfestingaráætlun 2025 til 2028 - Sundurliðuð m.skýringum.pdf |
Bæjarstjórn 12. desember 2024 - mat á fjárhagslegum áhrifum af launahækkun kjörinna fulltrúa.pdf |
fhá 2025-2028 - vefur.pdf |
|
|
|
8. 202410067 - Gjaldskrá 2025 fyrir söfnunarstöð úrgangs á Höfn í Sveitarfélaginu Hornafirði |
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til 10% hækkun á alla gjaldflokka og að keypt verði vigt fyrir minni farm í móttökustöðina. Með þeim skrefum sem tekin hafa verið og þessari hækkun er sveitarfélagið langt komið með að uppfylla ákvæði laga um að málaflokkurinn standi undir sér. Gjaldskrá 2025 fyrir sorphirðu lögð fram.
Mál tekið fyrir á mínútu 1:49:30 í upptöku.
|
Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykkti gjaldskrá 2025 fyrir sorphirðu og sorpeyðingu.
Forseti bar gjaldskránna upp til atkvæða. Samþykkt með sjö atkvæðum. |
|
|
|
9. 202412030 - Samþykkt um kjör fulltrúa Sveitarfélagsins Hornafjarðar |
Samband íslenskra sveitarfélaga hefur á síðustu árum unnið að úrbótatillögum til að bæta starfsaðstæður kjörinna fulltrúa. Verkefnið er hluti af aðgerðaráætlun stjórnvalda á sviði sveitarstjórnarmála og er ætlað að sporna gegn óvenju mikilli endurnýjun kjörinna fulltrúa, með tilheyrandi áhrifum á sveitarstjórnir. Ein af lykilástæðum þess að mikil endurnýjun er á meðal kjörinna fulltrúa er að erfitt getur reynst að samþætta störf sín í bæjarstjórn við annað launað starf.
Ein af aðgerðunum sem sambandið hefur lagt til er viðmiðunartafla um laun kjörinna fulltrúa. Markmiðið með slíkri töflu er að tryggja að kjörnir fulltrúar hljóti laun í samræmi við álag og vinnustundir á mánuði og auðvelda þeim að minnka við sig í öðrum störfum til að sinna sveitarstjórn.
Samkvæmt viðmiðunartöflu sambandsins er lagt upp með að sveitarfélög með íbúa á bilinu 1501-3000 íbúa greiði sveitarstjórnarfulltrúum á bilinu 11,67% - 16,6% af þingfararkaupi. Bæjarstjóri leggur því fram endurskoðaða samþykkt um samþykkt kjörinna fulltrúa út frá þessum viðmiðum Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Eyrún Fríða Árnadóttir tók til máls. Björgvin Óskar Sigurjónsson tók til máls. Eyrún Fríða Árnadóttir til andsvars. Ásgerður Kristín Gylfadóttir tók til máls. Eyrún Fríða Árnadóttir til andsvars. Ásgerður Kristín Gylfadóttir til andsvars.
Mál tekið fyrir á mínútu 1:50:15 í upptöku.
|
Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykkti samþykkt um kjör kjörinna fulltrúa.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða. Samþykkt með fimm atkvæðum. Björgvin Óskar Sigurjónsson greiddi atkvæði gegn tillögunni. Ásgerður Kristín Gylfadóttir sat hjá.
|
|
|
|
10. 202309076 - Gjaldskrá Hornafjarðarhafnar |
Lögð er fram tillaga um 5% hækkun á gjaldskrá 2025 fyrir Hornafjarðarhöfn. Gjaldskráin er lögð fram til staðfestingar.
Mál tekið fyrir á mínútu 2:07:30 í upptöku.
|
Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykki 5% hækkun á gjaldskrá 2025 fyrir Hornafjarðarhöfn.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða. Samþykkt með sjö atkvæðum
|
|
|
|
11. 202409091 - Umsókn um byggingarheimild - Hagatún 14, garðhús |
Sótt er um byggingarheimild til að reisa garðhús á lóð Hagatún 14. Um er að ræða um það bil 30 fm stakstæða byggingu sem er um 2,65 m að hæð. Ekki er til gildandi deiliskipulag fyrir svæðið. Erindið var grenndarkynnt 9. október með athugasemdarfresti til 6. nóvember 2024. Engar athugasemdir bárust.
Mál tekið fyrir á mínútu 2:08:00 í upptöku.
|
Björgvin Óskar Sigurjónsson vék af fundi undir þessum lið.
Forseti lagði til að bæjarstjórn gerði ekki athugasemdir við að gefið verði út byggingarheimild á grunni framlagðrar tillögu í samræmi við 44. gr. skipulagslaga, þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða. Samþykkt með sex atkvæðum. |
Garden Room PREMIUM _Insulated, SIPS_, 7x4 m _23_x13__.pdf |
Hagatún 14 - afstöðumynd.pdf |
|
|
|
12. 202411057 - Ný merkjalýsing milli Bæjar og Reyðarár í Lóni |
Erindi dagsett 15. nóvember 2024 þar sem send er fyrirspurn vegna nýrrar landamerkjalýsingar milli Bæjar og Reyðarár í Lóni. Óskað er eftir áliti sveitarfélagsins hvort fyrirhuguð breyting landamerkja jarðanna samrýmist skipulagsáætlunum sveitarfélagsins, sbr. 1. mgr. 6. gr. jarðalaga nr. 81/2004. Svæðið er landbúnaðarland samkvæmt gildandi aðalskipulagi og ekkert deiliskipulag er í gildi.
Mál tekið fyrir á mínútu 2:09:00 í upptöku.
|
Björgvin Óskar Sigurjónsson vék af fundi undir þessum lið.
Bæjarstjórn gerði ekki athugasemdir við merkjalýsingu, enda samræmist hún skipulagsáætlunum og tekur undir með umhverfis- og skipulagsnefnd að stofnun lóðanna hafa ekki áhrif á búrekstrarskilyrði jarðarinnar, samanber 6. grein jarðalaga númer 81/2004.
Forseti bar erindið upp til atkvæða.
Samþykkt með sex atkvæðum. |
Fyrirspurn til Umhverfis- og skipulagsnefndar .pdf |
Merkjalýsing - Bær og Reyðará - undirritað eintak.pdf |
|
|
|
13. 202411060 - Hringvegur um Hornafjörð, aukin eftnistaka úr Fjarðará - beiðni um umsögn |
Beiðni frá Skipulagsstofnun dags. 18. nóvember 2024 um umsögn vegna fyrirspurnar um matsskyldu vegna áforma um að auka efnistöku úr Fjarðará vegna gerðar hringvegar um Hornafjörð. Framkvæmdin er í samræmi við aðalskipulag Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030.
Mál tekið fyrir á mínútu 2:10:10 í upptöku.
|
Bæjarstjórn taldi að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum og mótvægisaðgerðum og telur að framkvæmdin skuli ekki háð umhverfismati að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Framkvæmdin er framkvæmdaleyfisskyld.
Forseti bar erindið upp til atkvæða. Samþykkt með sjö atkvæðum. |
Greinargerð framkvæmdaraðila.pdf |
|
|
|
14. 202411064 - Aðalskipulag Litlahorn - Fyrirspurn til skipulagsstjóra |
Lagt er fram erindi frá Ómari Antonssyni á Horni dagsett 10. nóvember 2024 þar sem skorað er á sveitarfélagið um að fella niður skilyrði um deiliskipulag fyrir uppbyggingu gistirýma á einstaka jörðum samkvæmt aðalskipulagi Hornafjarðar.
Mál tekið fyrir á mínútu 2:11:10 í upptöku.
|
Forseti lagði til að bæjarstjórn hafni því að fella niður skilyrði um deiliskipulag fyrir uppbyggingu gistirýma á einstaka jörðum. Unnið er að endurskoðun aðalskipulags og skilmálum fyrir uppbyggingu í sveitarfélaginu. Meginreglan verður sú að krafist verður deiliskipulagsgerðar nema heildaruppbygging sé minniháttar.
Forseti lagði tillöguna upp til atkvæða Samþykkt með sjö atkvæðum.
|
Bréf til bæjarstjórnar vegna aðalskipulags_dags. 10. nóvember 2024.pdf |
|
|
|
15. 202412008 - Flateyjarbúið, kaup jarða - beiðni um umsögn |
Erindi dagsett 27. nóvember 2024 þar sem Matvælaráðuneytið óskar eftir umsögn sveitarstjórnar í samræmi við 10. grein jarðarlaga vegna óskar um að ráðuneytið samþykki kaup Flateyjarbúsins á jörðum í Hornafirði. Sérstaklega er óskað eftir sjónarmiðum sveitarfélagsins um það hvort fyrirhuguð ráðstöfun fasteignar og áformuð nýting hennar samrýmist skipulagsáætlunum sveitarfélagsins, landsskipulagsstefnu eða annarri stefnu um landnýtingu eftir því sem við á. Enn fremur hvort áformuð nýting fasteignar sé að mati sveitarfélagsins í samræmi við stærð, staðsetningu og ræktunarskilyrði hennar, sem og gæði og fasteignaréttindi sem fylgja henni og hvort ráðstöfunin styrki landbúnað og búsetu á viðkomandi svæði.
Mál tekið fyrir á mínútu 2:12:15 í upptöku.
|
Bæjarstjórn taldi að fyrirhuguð áform um nýtingu jarðanna séu í samræmi við aðalskipulag og gerir ekki athugasemd við kaup jarðanna einnig er bent á að á hluta landsins séu verðmæt vistkerfi sem huga þarf að við breytingu á landnotkun.
Forseti bar erindið upp til atkvæða. Samþykkt með sjö atkvæðum.
|
Fylgiskjal 2 Loftmynd kort af Eskey, Flatey 1, Flatey 2 og 3 og Odda Hornafirði.pdf |
|
|
|
16. 202411097 - Landeignaskrá Skaftafell 3 - uppskipting 3 landeigna |
Óskað er eftir skiptingu 3 landeigna úr jörð Skaftafell III.
Mál tekið fyrir á mínútu 2:13:40 í upptöku.
|
Forseti lagði til að bæjarstjórn geri ekki athugasemd við stofnun landeigna og að stofnun lóðanna hafi ekki áhrif á búrekstrarskilyrði jarðarinnar, sbr. 6. gr. jarðalaga, sbr. einnig 48.gr. skipulagslaga. Umsækjanda er bent á að uppbygging og framkvæmdir hafa ekki verið heimilaðar á svæðinu umfram það sem gert er ráð fyrir í deiliskipulagi.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða. Samþykkt með sjö atkvæðum |
Skaftafell_lóð-Skipting6.pdf |
|
|
|
17. 202411110 - Landeignaskrá Svínafell 1 Öræfum - útskipting 2 landeigna, breyting á lóðarmörkum |
Óskað er eftir staðfestingu sveitarfélagsins vegna landskipta þar sem tveimur nýjum spildum er skipt út frá jörðinni Svínafelli 1 í Öræfum. Breyting á afmörkun Nýjatúns F2218222 vegna aðkomuvegar.
Mál tekið fyrir á mínútu 2:14:25 í upptöku.
|
Forseti lagði til að bæjarstjórn geri ekki athugasemd við framlagða merkjalýsingu og að stofnun lóðanna hafi ekki áhrif á búrekstrarskilyrði jarðarinnar, sbr. 6. gr. jarðalaga, sbr. einnig 48.gr. skipulagslaga.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða. Samþykkt með sjö atkvæðum |
Svínafell 1 merkjalýsing undirrituð.pdf |
|
|
|
18. 202403001 - Hvalvörðugilslækur í landi Hofs - Deiliskipulag |
Deiliskipulag ferðaþjónustu við Hvalvörðugilslæk var auglýst í Lögbirtingablaðinu, skipulagsgátt mál nr. 870/2024 og á heimasíðu sveitarfélagsins frá 11. júlí til 30. ágúst 2024. Samhliða var auglýst breyting á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030. Umsagnir bárust frá RARIK, Veðurstofu Íslands og Minjastofnun Íslands. Umhverfis- og skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu málsins á fundi 4. september 2024 þar til staðbundið hættumat liggur fyrir. Lagt er fram staðbundið hættumat ásamt uppfærðum skipulagsgögnum.
Mál tekið fyrir á mínútu 2:15:25 í upptöku.
|
Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykki tillögu að deiliskipulagi Hvalvörðugilslækjar með þeim breytingum sem gerðar hafa verið frá auglýsingu skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða. Samþykkt með sjö atkvæðum. |
102932-GRG-V03-Hvalvörðugilslækur-í-Öræfum.pdf |
102932-DSK-V03-Hvalvörðugilslækur-í-Öræfum.pdf |
Stabundid_hmat_m_kortum.pdf |
Umsagnir dsk. Hof - Viðbrögð.pdf |
|
|
|
19. 202411098 - Umsókn um lóð - Hafnarbraut 60A |
Staðarfjall ehf. sækir um úthlutun lóðar á Hafnarbraut 60A þar sem gerður hafði verið samningur um lóðarvilyrði.
Mál tekið fyrir á mínútu 2:16:35 í upptöku.
|
Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykki úthlutun lóðar við Hafnarbraut 60A.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða. Samþykkt með sjö atkvæðum.
|
|
|
|
20. 202309012 - Yfirtaka og uppbygging eigna - Félagslegt leiguhúsnæði |
Í maí síðastliðnum undirrituðu Sveitarfélagið Hornafjörður og Leigufélagið Bríet undir viljayfirlýsingu þess efnis að Leigufélagið Bríet myndi yfirtaka 18 íbúðir úr eignasafni sveitarfélagsins og skuldbinda sig til að koma að uppbyggingarverkefnum á leigumarkaði í sveitarfélaginu. Síðan þá hefur verið unnið að frágangi samnings um yfirtöku eignanna og liggur hann nú fyrir.
Mál tekið fyrir á mínútu 2:17:05 í upptöku.
|
Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykki kaupsamning við leigufélagið Bríet.
Forseti bar samninginn upp til atkvæða. Samþykkt með sjö atkvæðum.
|
|
|
|
21. 202412013 - Samstarfssamningur við Nýheima Þekkingarsetur |
Drög að samning við Nýheima Þekkingarsetur lagður fram til samþykktar, um þau málefni sem setrið sinnir í samvinnu við og af hálfu sveitarfélagsins. Mikilvægt er að tryggja setrinu ákveðið fjármagn á ársgrundvelli til að sinna þeim verkefnum sem kveðið er á um í samningnum en í dag er staðan sú að fjármagn er háð fjárhagsáætlanagerð hvers árs og því er mikil óvissa í áætlanagerð setursins vegna komandi árs þar til fjárhagsáætlun sveitarfélagsins hefur verið samþykkt. Í samningum er kveðið á um samstarf um verkefnin Hornafjörður Náttúrulega, HeimaHöfn og byggðaþróunarmál, sem nema til samans einu stöðugildi.
Eyrún Fríða Árnadóttir tók til máls.
Mál tekið fyrir á mínútu 2:18:00 í upptöku.
|
Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykkti samning við Nýheima Þekkingarsetur sem er til þriggja ára.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða. Samþykkt með sjö atkvæðum.
|
|
|
|
22. 202410051 - Reglur Sveitarfélagsins Hornafjarðar um frístundaþjónustu fyrir fötluð börn og ungmenni |
Sveitarfélaginu er skylt að vera með reglur um frístundaþjónustu fyrir fötluð börn. Lögð eru fram drög að reglum Sveitarfélagsins Hornafjarðar um frístundaþjónustu fyrir fötluð börn og ungmenni.
Mál tekið fyrir á mínútu 2:20:05 í upptöku.
|
Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykkti reglur um frístundaþjónustu fyrir fötluð börn og ungmennni.
Forseti bar reglunar upp til samþykkta Samþykkt með sjö atkvæðum. |
Reglur um framkvæmd frístundaþjónustu við fötluð börn og ungmenni.pdf |
|
|
|
23. 202211120 - Hverfisráð - Íbúaráð |
Á fundi bæjarráðs 23.04.2024 var eftirfarandi bókun gerð: Bæjarráð lýsir yfir ánægju með það góða starf og mikilvæga samtal sem hefur átt sér stað við íbúaráðin og þakkar fulltrúum fyrir þeirra vinnu. Um leið óskar bæjarráð eftir að núverandi fulltrúar sitji annað ár eða út kjörtímabilið sé það vilji fulltrúanna.
Öll íbúaráð hafa samþykkt að sitja út kjörtímabil bæjarstjórnar.
Uppfært erindisbréf lagt fram til samþykktar.
Mál tekið fyrir á mínútu 2:20:45 í upptöku.
|
Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykkti uppfært erindisbréf íbúaráða.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða. Samþykkt með sjö atkvæðum.
|
Erindisbréf íbúaráða Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2024.pdf |
|
|
|