|
Fundargerð ritaði: Arndís Lára Kolbrúnardóttir, Stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi |
|
|
|
1. 202502006 - Rekstur flokkunarstöðvar- vog |
Varðandi gjaldtöku fyrir úrgang í flokkunarstöðinni hefur náðst samkomulag um að nota blandað kerfi. Til að koma til móts við þetta kerfi, sem felur í sér áætlað gjald eftir rúmmáli, þarf að gera breytingar á gjaldskránni. Nánari upplýsingar má finna í minnisblaðinu. Samþykki bæjarráðs nauðsynlegt fyrir breytinguna.
|
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu að breyttri gjaldtöku og vísar málinu til staðfestingar bæjarstjórnar.
|
|
|
|
2. 202502024 - Tillaga um samþættingu Áhaldahúss og Hafnarinnar |
Bæjarráð óskaði eftir skipuriti sem sýnir hlutverkaskiptingu starfsmanna eftir samþættingu áhaldahúss og hafnarinnar. Umbeðnar upplýsingar ásamt minnisblaði sviðsstjóra mannvirkjasviðs lagt fram.
|
Lagt fram til kynningar. |
|
|
Gestir |
Bartek Andersson Kass- Sviðstjóri Mannvirkjasviðs |
|
|
3. 202504046 - Fjallamennskunám í Öræfum |
Til stendur að stofna nýja stofnun utan um fjallamennskunám sem áður var kennt í FAS. Óskað er eftir að fjallamennskunámið fái lögheimili í Grunnskólanum í Hofgarði. Einnig óska stofnendur eftir framlagi frá Sveitarfélaginu til stofnfés sem þarf til þess að stofna sjálfseignarstofnun með staðfesta skipulagsskrá.
|
Bæjarráð samþykkir samhljóða að fjallamennskunámið fái lögheimili í grunnskólanum í Hofgarði. Ef af stofnun skólans verður samþykkir bæjarráð að veita styrk upp í stofnfé námsins, allt að krónur 800.000 kr. |
|
|
|
4. 202412108 - Íþróttavöllur á Hrollaugsstöðum |
Minnisblað bæjarstjóra um stöðu máls um uppbyggingu á fjölnota íþróttaaðstöðu á íþróttavellinum við Hrollaugsstaði lagt fram. Lagt er til að gerður verði samstarfssamningur við Ungmennafélagið Vísi sem stendur að baki uppbyggingarinnar ásamt því að veita verkefninu styrk. Sjá viðauka 4.
|
Bæjarráð samþykkir framlagðann samning við ungmennafélagið Vísi um uppbyggingu á fjölnota íþróttavelli við Hrollaugsstaði og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn. Bæjarráð samþykkir að veita ungmennafélaginu Vísi styrk að upphæð 22 milljónir króna.
Samþykkt samhljóða. |
|
|
Gestir |
Bjarni Malmquist |
|
|
5. 202501087 - Viðaukar við fjárhagsáætlun 2025 |
Í viðauka 4 er gert ráð fyrir auknum kostnaði í sameiginlegum lið að fjárhæð 7 millj. kr. vegna hækkunar á styrkjum til Ungmennafélagsins Vísis. Viðaukin mun hafa áhrif til hækkunar á öðrum rekstrarkostnaði.
Viðauka er mætt með handbæru fé að fjárhæð 7 millj. kr. Handbært fé lækkar úr 30 millj. kr. í 23 millj. kr
|
Bæjarráð samþykkir viðauka 4 og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar. Samþykkt samhljóða. |
|
|
|
6. 202504048 - Fyrirspurn um fasteignagjöld |
Í ljós hefur komið að mistök hafa verið gerð í rukkun fasteignagjalda á nokkrum eignum.
|
Bæjarráð óskar eftir ítarlegri greiningu á hversu margar eignir þetta snertir og umfangi málsins. Þeir þættir sem vitað er að féllu út á nokkrum fasteignum voru lóðaleiga, fráveitugjald og vatnsgjald. Vitað er að framangreind gjöld vantaði á 5 eignir og að á 13 eignir vantaði lóðarleguna. Bæjarráð bendir íbúum á að hægt sé að nálgast álagningarseðla á island.is til að skoða hvort ósamræmi er í innheimtu gjalda á þeirra fasteign. |
|
|
Gestir |
Hafdís Hafsteinsdóttir - aðalbókari |
Valdís Ósk Sigurðardóttir- fjármálastjóri |
|
|
7. 202504047 - Umsögn um mál - Stefnur og aðgerðaáætlanir á sviði húsnæðis- og skipulagsmála, samgöngu og byggðamála (stefnumörkun). 271 |
Lögð fram tilkynning frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis dagsett 10. apríl 2025, Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar mál nr. 271 - Stefnur og aðgerðaáætlanir á sviði húsnæðis- og skipulagsmála, samgöngu og byggðamála (stefnumörkun).
|
Lagt fram til kynningar. |
|
|
|
8. 202402127 - Íþróttahús - hönnun |
Fundargerð stýrihóps um nýtt íþróttahús númer 34 lögð fram.
|
Lagt fram til kynningar. |
34.fundur í stýrihóp - .pdf |
|
|
|
|
10. 202502055 - Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2025 |
Fundargerð samtaka orkusveitarfélaga númer 81 lögð fram.
|
Lagt fram til kynningar. |
stjórn Samtaka orkusveitarfélaga - 81.pdf |
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:45 |