Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 1170

Haldinn í ráðhúsi,
08.04.2025 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Eyrún Fríða Árnadóttir formaður,
Gauti Árnason varaformaður,
Ásgerður Kristín Gylfadóttir aðalmaður,
Sigurjón Andrésson bæjarstjóri, Arndís Lára Kolbrúnardóttir stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi.
Fundargerð ritaði: Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Fundargerðir til staðfestingar
1. 2503006F - Umhverfis- og skipulagsnefnd - 96
Fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar númer 96 lögð fram.

Lagt fram til kynningar.
 
Gestir
Brynja Dögg Ingólfsdóttir- Umhverfis-og skipulagsstjóri
Almenn mál
2. 202502024 - Tillaga um samþættingu Áhaldahúss og Hafnarinnar
Á fundi bæjarráðs þann 04.03.2025 óskaði bæjarráð eftir minnisblaði um fyrirhugaða samþættingu áhaldahússins og hafnarinnar. Umbeðnar upplýsingar lagðar fram.

Bæjarráð samþykkir tímabundna samþættingu hafnarinnar og áhaldahúss til eins árs.
Samþykkt samhljóða.
3. 202202048 - Úrskurður - Kæra vegna gatnagerðagjalda Hagaleiru 11
Krafa sveitarfélagsins um viðurkenningu á bótaskyldu íslenska ríkisins lögð fram til kynningar.

Lagt fram til kynningar.
4. 202504001 - Stjórnsýsluskoðun KPMG
Niðurstaða stjórnsýsluskoðunar KPMG á Sveitarfélaginu Hornafirði liggur fyrir og er lögð fram til kynningar.

Lagt fram til kynningar.
Skýrsla um stjórnsýsluskoðun 2024 Svf Hornafjörður.pdf
5. 202503101 - Tækniævintýri fyrir unga forritara- ósk um styrk
Óskað er eftir framlagi bæjarráðs til þess að halda námskeið fyrir börn á aldrinum 6-14 ára, þar sem þau fá að kynnast grunnatriðum forritunar á leikrænan og uppbyggilegan hátt.

Sviðsstjóra fræðslu og frístundasviðs falið að hafa samband við málsaðila og óska eftir frekari upplýsingum.
 
Gestir
Þórgunnur Torfadóttir- sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs
6. 202502079 - Lántaka 2025
Óskað er eftir heimild fyrir viðbótar lántöku sem hljóðar upp á 400.000.000 kr.

Bæjarráð samþykkir heimild til fyrri lántöku uppá 250 milljónir og viðbótarlántöku upp á 400 milljónir og vísar málinu til staðfestingar bæjarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.
7. 202504006 - Þjónustukönnun
Bæjarráð óskaði eftir að framkvæmd yrði þjónustukönnun á mannvirkjasviði og umhverfis- og skipulagssviði. Til mun falla kostnaður vegna uppfærslu á onesystems kerfinu, óskað er eftir heimild til þess að fara í þá vinnu.


Bæjarráð óskar eftir kostnaðargreiningu og vísar henni til mats á fjárhagslegum áhrifum.
Samþykkt samhljóða.
8. 202412046 - Framkvæmd - Gáran, Sæbraut 1 - viðbygging fyrir baler og starfsmannaaðstöðu
Lagt fram minnisblað vegna kostnaðaráætlunar fyrir viðbyggingu við Gáruna.

Bæjarráð samþykkir að fela sviðsstjóra mannvirkjasviðs að setja framkvæmdina í verðfyrirspurnarferli.
Samþykkt samhljóða.
 
Gestir
Brynja Dögg Ingólfsdóttir- Umhverfis-og skipulagsstjóri
9. 202504021 - Umsögn um Verndar og orkunýtingaráætlun
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar 268. mál - Verndar- og orkunýtingaráætlun.

Lagt fram til kynningar
10. 202402100 - Fundartími bæjarstjórnar
Lagt er til að settur verði aukafundur hjá bæjarstjórn þar sem aðeins er tekin fyrir fyrri umræða um ársreikning sveitarfélagsins þann 2. maí nk. Maífundur bæjarstjórnar færist aftur um eina viku til 15. maí þar sem síðari umræða um ársreikning fari fram. Þá er einnig lagt til að reglubundinn fundur bæjarráðs þann 22. apríl falli niður.

Samþykkt samhljóða og vísað til samþykktar bæjarstjórnar.
 
Gestir
Hafdís
11. 202503095 - Hækkun veiðigjalda 2025
Umsögn og samantekt SSÚS ásamt bókun ráðherra um hækkun veiðigjalda lagðar fram.

Lagt fram til kynningar.
Umsögn_hækkun veiðigjalda m.fylgiskjölum.pdf
12. 202402127 - Íþróttahús - hönnun
Fundargerð stýrihóps um nýtt íþróttahús númer 33 lögð fram.

Fulltrúi B-lista Ásgerður Kristín Gylfadóttir ítrekar að bæjarfulltrúar hafi aðgang að kynningu sem fulltrúi mannvirkjasviðs var með á kynningarfundunum eins og hún var kynnt.

Lagt fram til kynningar.
33.fundur í stýrihóp -.pdf
29.fundur í stýrihóp um nýtt íþróttahús 5.mars 2025.pdf
 
Gestir
Þórgunnur Torfadóttir- sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00 

Til baka Prenta