Fundargerð ritaði: Bryndís Bjarnarson, stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi
Dagskrá:
Fundargerð
1. 2311016F - Atvinnu- og menningarmálanefnd - 57
Bæjarráð óskar Menningarmiðstöð Hornafjarðar innilega til hamingju með menningarverðlaun Suðurlands árið 2023. Í rökstuðningi dómnefndar kemur fram að „Menningarmiðstöð Hornafjarðar hafi unnið glæsilegt starf í þágu menningar í Sveitarfélaginu Hornafirði og gefið einstaklega jákvæða mynd af Austur- Skaftafellssýslu, menningu og menningararfi sýslunnar. Fundargerðin samþykkt.
Fjórir sóttu um starf sviðsstjóra stjórnsýslusviðs.
Bæjarráð samþykkir að ráða Jónu Benný Kristjánsdóttur í starf sviðstjóra stjórnsýslusviðs.
7. 202305098 - Áhyggjur af fjölgun ferðamanna - Álag á innviðum
Erindi frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands þar sem kemur fram að HSU verður með bráðaviðbragð í Öræfum næsta sumar svipað því sem var s.l. sumar. Óskað er eftir að sveitarfélagið aðstoði með að finna aðstöðu fyrir starfsmenn HSU.
Bæjarráð fagnar því að HSU verður með bráðaviðbragð næsta sumar í Öræfum. Starfsmönnum falið að vinna að lausnum í samstarfi við HSU.
8. 202311155 - Sjávarútvegsfundur
Sjávarútvegsfundur verður haldinn 8. desember nk. Lagt fram til kynningar.
9. 202303059 - Fundargerðir - Samband íslenskra sveitarfélaga