Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 1108

Haldinn í Hofgarði,
28.11.2023 og hófst hann kl. 11:00
Fundinn sátu: Eyrún Fríða Árnadóttir formaður,
Gauti Árnason varaformaður,
Ásgerður Kristín Gylfadóttir aðalmaður,
Sigurjón Andrésson bæjarstjóri, Bryndís Bjarnarson .
Fundargerð ritaði: Bryndís Bjarnarson, stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 2311016F - Atvinnu- og menningarmálanefnd - 57
Bæjarráð óskar Menningarmiðstöð Hornafjarðar innilega til hamingju með menningarverðlaun Suðurlands árið 2023.
Í rökstuðningi dómnefndar kemur fram að „Menningarmiðstöð Hornafjarðar hafi unnið glæsilegt starf í þágu menningar í Sveitarfélaginu Hornafirði og gefið einstaklega jákvæða mynd af Austur- Skaftafellssýslu, menningu og menningararfi sýslunnar.
Fundargerðin samþykkt.
 
Gestir
Eyrún Helga Ævarsdóttir forstöðumaður Menningarmiðstöðvar
Almenn mál
2. 202310090 - Úthlutunarreglur menningarstyrkja 2023
Bæjarráð samþykkir úthlutunarreglur menningarstyrkja.
 
Gestir
Eyrún Helga Ævarsdóttir
3. 202308073 - Fjárhagsáætlun 2024-2027
Farið var yfir fjárhagsáætlun 2023 og henni vísað til áframhaldandi vinnu starfsmanna.
 
Gestir
Anna Lilja Henrýsdóttir fjármálastjóri
4. 202301007 - Mannréttindastefna
Starfshópur um mannréttindastefnu vísaði stefnunni til bæjarráðs.

Bæjarráð vísar mannréttindastefnunni til umsagnar í nefndum og ráðum sveitarfélagsins með áorðunum breytingum.
5. 202311162 - Ósk um bein fjárframlög - Blús og rokklúbbur Hornafjarðar
Erindi frá Blús og rokkklúbbi Hornafjarðar þar sem óskað er eftir að félagið fái föst fjárframlög á hverju ári.

Bæjarráð vísar erindinu til styrkjaumræðu bæjarráðs.
6. 202311163 - Ráðning sviðsstjóra stjórnsýslusviðs
Fjórir sóttu um starf sviðsstjóra stjórnsýslusviðs.


Bæjarráð samþykkir að ráða Jónu Benný Kristjánsdóttur í starf sviðstjóra stjórnsýslusviðs.
7. 202305098 - Áhyggjur af fjölgun ferðamanna - Álag á innviðum
Erindi frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands þar sem kemur fram að HSU verður með bráðaviðbragð í Öræfum næsta sumar svipað því sem var s.l. sumar.
Óskað er eftir að sveitarfélagið aðstoði með að finna aðstöðu fyrir starfsmenn HSU.


Bæjarráð fagnar því að HSU verður með bráðaviðbragð næsta sumar í Öræfum.
Starfsmönnum falið að vinna að lausnum í samstarfi við HSU.
8. 202311155 - Sjávarútvegsfundur
Sjávarútvegsfundur verður haldinn 8. desember nk.
Lagt fram til kynningar.
9. 202303059 - Fundargerðir - Samband íslenskra sveitarfélaga
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 937.pdf
10. 202311139 - Umsókn um tækifærisleyfi til áfengisveitinga - Þorrablót í Mánagarði
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn við tækifærisleyfi fyrir áfengisvetingar á Þorrablóti í Mánagarði.

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:00 

Til baka Prenta