Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Fræðslu- og frístundanefnd - 121

Haldinn í ráðhúsi,
15.01.2025 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Sigrún Sigurgeirsdóttir 1. varamaður,
Þóra Björg Gísladóttir varaformaður,
Steindór Sigurjónsson aðalmaður,
Kristján Örn Ebenezarson aðalmaður,
Gunnhildur Imsland aðalmaður,
Þórgunnur Torfadóttir .
Fundargerð ritaði: Þórgunnur Torfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs


Dagskrá: 
Fundargerðir til staðfestingar
1. 2501004F - Ungmennaráð Hornafjarðar - 97
Fundargerð ungmennaráðs lögð fram.

Ungmennaráð býður fræðslu- og frístundanefnd á næsta fund 3. febrúar. Nefndin fagnar boðinu og samþykkir fundargerðina.
 
Gestir
Emil Örn Morávek verkefnastjóri á fræðslu- og frístundasviði.
Almenn mál
2. 202410020 - Frístundastyrkir 2024
Nú liggur heildarnýting frístundastyrkja fyrir árið 2024 fyrir.

Heildarnýting frístundastyrkja hjá 5-18 ára börnum var 80% árið 2024. 93% barna á grunnskólaaldri nýttu frístundastyrkinn að einhverju eða öllu leyti en einungis 45% barna á framhaldsskólaaldri.
Nýting Frýstundastyrkja 2024 (nota2).pdf
 
Gestir
Emil Morávek verkefnastjóri á fræðslu- og frístundasviði.
3. 202412118 - Barnvænt sveitarfélag lokaskýrsla fyrstu aðgerðaráætlunar 2025
Unnið er að lokaskýrslu fyrir Barnvænt sveitarfélag og verður hún send til UNICEF á næstu dögum.


Þegar aðgerðaráætlun var lokið þá var formlegu starfi stýrihóps um Barnvænt sveitarfélag lokið. Starfsfólk á fræðslu- og frístundasviði óskar eftir því að fræðslu- og frístundanefnd taki að sér hlutverk stýrihóps og verði ábyrgðaraðili verkefnisins innan stjórnsýslunnar. Verkefnastjóri sviðsins mun áfram bera ábyrgð á framkvæmd og innleiðingu eins og verið hefur og vinna í nánu samstarfi með ungmennaráði og öðrum hagaðilum. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir það fyrir sitt leyti og óskar eftir samþykki bæjarráðs. Einnig þakkar nefndin stýrihópnum og verkefnastjórum í gegnum árin fyrir vel unnin störf og vonast eftir að starfið haldi áfram af sama krafti og verið hefur undanfarið.
 
Gestir
Emil Morávek verkefnastjóri á fræðslu- og frístundasviði.
4. 202501042 - FÍÆT ályktun um áfengissölu á íþróttaviðburðum
Ályktun frá Félagi íslenskra æskulýðs og tómstundafulltrúa FÍÆT vegna sölu áfengis á íþróttaviðburðum.

Fræðslu- og frístundanefnd tekur undir áhyggjur FÍÆT og styður bann við áfengissölu á íþróttaviðburðum. Í því sambandi skal m.a. bent á 5. grein í 5. kafla samnings sveitarfélagsins við Umf. Sindra frá 1. des. 2024. "Samningsaðilum er ljóst að allar reykingar, önnur tóbaksnotkun, nikótínpúðar, veip, neysla áfengis eða annarra vímuefna er óheimil í íþróttamannvirkjum í eigu Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Undantekningar eru þegar haldnir eru viðburðir á borð við þorrablót, sjómannadagshátíð eða aðra álíka stórviðburði.

Einnig vill nefndin hvetja til varfærinnar umgengni við áfengi og niktótínvörur almennt og minnir á að þær eiga aldrei samleið með íþróttum hvort sem þær eru seldar á íþróttaviðburðum eða ekki.
Ályktun FÍÆT um áfengissölu á íþróttaviðburðum.pdf
 
Gestir
Emil Morávek verkefnastjóri á fræðslu- og frístundasviði.
5. 202412117 - Íþrótta- og frístundaskóli
Eins og fram kemur í samningi Sveitarfélagsins Hornafjarðar við Umf. Sindra frá 1. des. 2024 er lögð áhersla á að vinna að samþættingu skóla, íþrótta, frístunda og lista á meðal grunnskólabarna sérstaklega yngri barnanna. Jafnramt kemur fram í samningnum að í samræmi við almenna stefnu um samfelldan skóladag barna eru samningsaðilar sammála um að Umf. Sindri komi að undirbúningi og skipulagningu heildstæðs grunnskóladags barna í 1.-4. bekk. Markmiðið með þessu er að tryggja að öll börn á þessum aldri fái að kynnast fjölbreyttu íþróttastarfi félagsins auk annars frístundastarfs enda er talið að það ýti það bæði undir heilbrigðan lífsstíl á fullorðinsárum og fjölgi í hópi afreksfólks.


Farin er af stað undirbúningsvinna með það að markmiði að breyta fyrirkomulagi við þjálfun yngstu barnanna svo þau geti kynnst öllum íþróttum án þess að þurfa að velja eina íþrótt umfram aðra. Lögð verður áhersla á að fá alla aðila að borðinu. Kynna vel hugmyndafræðina að baki þessa og fá alla aðila til að koma að mótun þess fyrirkomulags sem verður fyrir valinu.
 
Gestir
Emil Morávek verkefnastjóri á fræðslu- og frístundasviði.
6. 202201046 - Hönnun.Stækkun leikskóla á Hornafirði - Sjónarhóll
Nú styttist óðum í að viðbygging við Sjónarhól verði tekin í notkun en stefnt er að því að það verði í byrjun apríl. Á leikskólanum eru nú 115 börn og einungis 2 á biðlista en í byrjun apríl verða þau 8. Fljótlega eftir að viðbyggingin verður tekin í notkun ættu öll börn að komast að á leikskóla við 12 mánaða aldur.

Nú er eru starfsfólk og nemendur á Sjónarhóli farnir að sjá fyrir endann á framkvæmdum og eftirvænting komin í hópinn. Stefnt er að því að opna inn í eldra húsið á næstu dögum. Fræðslu- og frístundanefnd stefnir að því að skoða bygginguna á næsta fundi.
 
Gestir
Elínborg Hallbjörnsdóttir aðstoðarleikskólastjóri, Svava Kristín Þorsteinsdóttir fulltrúi starfsmanna og Sunna Jónsdóttir fulltrúi foreldra
7. 202412115 - Lykiltölur úr rekstri sveitafélagsins 2023 - leik og grunnskólar myndræn framsetning
Farið yfir lykiltölur í myndrænni framsetningu úr rekstri leik- og grunnskóla í sveitarfélaginu.

Rekstrarkostnaður leikskólanna breyttist lítið milli áranna 2022 og 2023. Rauntölurnar hækkuðu í samræmi við verðlagshækkanir en hlutfall leikskólagjalda af rekstrarkostnaði og rekstrarútgjöld sem hlutfall af skatttekjum var óbreytt. Fjöldi barna á stöðugildi lækkaði úr 3,4 í 3,1. Áhyggjuefni er hversu lágt hlutfall leikskólakennara er hjá okkur, einungis 17%.

Í Grunnskólunum fjölgaði hinsvegar réttindakennurum úr 67,6 í 71,9% á sama tíma og nemendum á stöðugildi kennara fækkaði úr 7,6 í 6,6. Sem hlutfall af skatttekjum lækkaði rekstrarkostnaður grunnskóla um 0,1%.

Athygli vekur tiltölulega lítill rekstrarkostnaður skólanna í samanburði við fjölda íbúa og markast það væntanlega af því hversu fá börn eru miðað við fjölda íbúa og hvað þeim hefur hlutfallslega fækkað síðustu ár. Árið 2007 þegar Grunnskóli Hornafjarðar var stofnaður voru 339 nemendur í honum en íbúar í kringum 2100 (voru 2086 árið 2010). Núna eru íbúar sveitarfélagsins 2732 en nemendum í Grunnskóla Hornafjarðar hefur fækkað um 101 og eru nú 238.

Leikskóli rekstrarkostnaður 2023 myndræn framsetning.pdf
Leikskóli rekstrarkostnaður 2022 myndræn framsetning.pdf
Grunnskólinn rekstrarkostnaður 2023 myndræn framsetning.pdf
Grunnskóli rekstrarkostnaður 2022 myndræn framsetning.pdf
 
Gestir
Þórdís Þórsdóttir skólastjóri Grunnskóla Hornafjarðar
Elínborg Hallbjörnsdóttir, Svava Kristín Þorsteinsdóttir fulltrúi starfsmanna og Sunna Jónsdóttir fulltrúi foreldra
8. 202412116 - Þarfagreining vegna Grunnskóla Hornafjarðar
Á síðasta fundi fræðslu og frístundanefndar 11. desember 2024 var óskað eftir því að fá starfsmenn af mannvirkjasviði á fund nefndarinnar til skrafs og ráðagerðar við að móta næstu skref í þarfagreiningu fyrir grunnskólann.

Fræðslu- frístundanefnd leggur áherslu á að tekið verði tillit til þarfa Grunnskóla Hornafjarðar við uppbyggingu íþróttahúss og ekki gengið á svæði sem gæti þurft að nota undir viðbyggingu við Heppuskóla og skólalóð.

Mikil umræða átti sér stað um húsnæði Grunnskóla Hornafjarðar og framtíðarsýn fólks varðandi húsnæði hans. Ljóst er að elsti hluti Hafnarskóla er í slæmu ástandi og það er mat starfsmanna að það borgi sig ekki að fara í endurbætu á þeim hluta. Fræðslu- og frístundanefnd minnir á að ákveðið var fyrir nokkrum árum að stefna að því að skólinn fari undir eitt þak við Heppuskóla. Því leggur nefndin til að stofnaður verði starfshópur um húsnæðismál Grunnskóla Hornafjarðar sem mannaður yrði á breiðum grunni hagaðila.
 
Gestir
Þórdís Þórsdóttir skólastjóri Grunnskóla Hornafjarðar
Bartek Andresson Kass og Björn Þór Imsland frá mannvirkjasviði
9. 202402127 - Íþróttahús - hönnun
Á fundi stýrihóps 12. desember sl. lýstu fulltrúar D og K lista stýrihópsins sig fylgjandi tillögu A, stakstæðri byggingu á malarvellinum og að fimleikarnir færu í núverandi íþróttahús. Fundargerð lögð fram til kynningar.

25. fundur í stýrihóp um nýtt íþróttahús 12. desember - (1).pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15 

Til baka Prenta