Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 1158

Haldinn í ráðhúsi,
14.01.2025 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Eyrún Fríða Árnadóttir formaður,
Gauti Árnason varaformaður,
Ásgerður Kristín Gylfadóttir aðalmaður,
Sigurjón Andrésson bæjarstjóri, Jóna Benný Kristjánsdóttir Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs, Arndís Lára Kolbrúnardóttir stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi.
Fundargerð ritaði: Arndís Lára Kolbrúnardóttir, Stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 202408066 - Áhaldahús - Ecoraster
Óskað er heimildar bæjarráðs til að auglýsa og selja plastgrindur ECORASTER sem keyptar voru fyrir um það bil 6 árum.

Bæjarráð telur að efnið geti nýst Sveitarfélaginu ekki síst þar sem óskir hafa komið frá íbúaráðum um lagfæringar á bílastæðum og aðgengi við félagsheimili. Sviðsstjóra mannvirkjasviðs er falið að meta þörfina með tilliti til viðhaldsáætlunar á fasteignum Sveitarfélagsins og umhverfi þeirra.
Samþykkt samhljóða.
 
Gestir
Bartek Andersson Kass- Sviðstjóri Mannvirkjasviðs
2. 202501019 - Breytingartillaga um starfssvæði Brákar
Tillaga um að breyta starfssvæði Brákar íbúðafélags hses. liggur fyrir ársfundi félagsins sem haldinn verður 15. janúar nk. Þannig er gert ráð fyrir að starfssvæðið einskorðist ekki aðeins við landsbyggðina eins og verið hefur heldur einnig við höfuðborgarsvæðið.

Fram kemur í svari formanns stjórnar við fyrirspurn bæjarstjóra að þegar hafi verið teknar yfir íbúðir á höfuðborgarsvæðinu til að tryggja rekstrarhæfi félagsins.




Lagt fram til kynningar.
3. 202412135 - Styrkumsóknir nefnda
Leikfélag Hornafjarðar og Blús og rokkklúbbur Hornafjarðar fá framlag til næstu tveggja ára frá bæjarráði, hvor um sig fá 500.000 krónur á ári.

Rekstrarstyrkir til Leikfélags Hornafjarðar og Blús og rokkklúbbs Hornafjarðar eru samþykktir til næstu tveggja ára. Fjármagnið er tekið af styrkjaramma bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða.
4. 202409078 - Atvinnu- og rannsóknasjóður. Staða sjóðsins og styrkverkefna.
Fjármálasvið er búið að yfirfara stöðu sjóðsins. Í sjóðnum eru 6.720.324 kr. þar af eru 20% ætluð til úthlutunnar í ár.

Bæjarráð óskar eftir mati á fjárhagslegum áhrifum þess að sjóðurinn stækki um annars vegar 3.000.000 kr. og hins vegar 6.000.000 kr.
Samþykkt samhljóða.
5. 202412113 - Umsagnarbeiðni- Tækifærisleyfi til áfengisveitinga - Góuhóf 2025
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn við tækifærisleyfi, tímabundið áfengisleyfi vegna Góuhófs.

Bæjarráð veitir samhljóða jákvæða umsögn.
6. 202501014 - Umsagnarbeiðni- Tækifærisleyfi til áfengisveitinga - Þorrablót Hafnar
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn við tækifærisleyfi, tímabundið áfengisleyfi vegna þorrablóts Hafnar

Bæjarráð veitir samhljóða jákvæða umsögn.
7. 202501015 - Umsagnarbeiðni- Tækifærisleyfi til áfengisveitinga - Þorrablót Nesja- og Lónmanna
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn við tækifærisleyfi, tímabundið áfengisleyfi vegna þorrablóts Nesja og Lónmanna

Bæjarráð veitir samhljóða jákvæða umsögn.
8. 202501016 - Umsagnarbeiðni- Tækifærisleyfi til áfengisveitinga - Þorrablót Suðursveita og Mýra
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn við tækifærisleyfi, tímabundið áfengisleyfi vegna Þorrablóts Suðursveita og Mýra

Bæjarráð veitir samhljóða jákvæða umsögn.
9. 202205127 - Umsókn um lóðir - Sandeyri 2-7
Lóðarhafa var send tilkynning um fyrirhugaða afturköllun lóðar 17. desember. Bréf barst frá lögmanni fyrir hönd lóðarhafa þann 2. janúar 2025 auk frekari gagna frá lóðarhafa.

Sviðsstjóra mannvirkjasviðs var falið að svara andmælabréfi og upplýsa lóðarhafa um að greiða þurfi tengd gjöld samkvæmt 7. grein reglna um úthlutun lóða frá 10. desember 2020 svo úthlutun lóðar falli ekki úr gildi.
Afgreiðslu málsins var frestað um eina viku.


Bæjarráð samþykkir að veita lóðarhafa frest til 1. apríl 2025 til þess að afla sér byggingaleyfis. Lóðarhafi skal skila inn uppfærðri tímaáætlun fyrir 1. febrúar 2025.
Samþykkt samhljóða.
 
Gestir
Bartek Andersson Kass- Sviðstjóri Mannvirkjasviðs
10. 202311075 - Beiðni um tilnefningar í svæðisráð suðursvæðis í Vatnajökulsþjóðgarði
Erindi frá umhverfis-,orku- og loftlagsráðherra þar sem óskað er eftir að Sveitarfélagið Hornafjörður tilnefni þrjá aðalfulltrúa og þrjá varafulltrúa í svæðisráð suðursvæðis í Vatnajökulsþjóðgarði.

Fulltrúar sveitarfélagsins Hornafjarðar eru Sigurjón Andrésson, Eyrún Fríða Árnadóttir og Friðrik Jónas Friðriksson. Varafulltrúar eru Gauti Árnason, Íris Ragnarsdóttir Pedersen og Lars Jóhann Andrésson Imsland.
Samþykkt samhljóða.
11. 202501001 - Undanþágulisti v.verkfalls
Samkvæmt lögum nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna og lögum um skrá yfir störf hjá sveitarfélögum sem heimild til verkfalls nær ekki til nr. 129/2020 er lagður fram listi yfir þá starfsmenn sveitarfélagsins sem ekki hafa verkfallsheimild.

Bæjarráð samþykkir framlagðan lista og vísar málinu í lögformlegt ferli.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00 

Til baka Prenta