Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Velferðarnefnd - 39

Haldinn í Miðgarði,
10.02.2025 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Sveinbjörg Jónsdóttir varaformaður,
Björgvin Hlíðar Erlendsson aðalmaður,
Íris Heiður Jóhannsdóttir aðalmaður,
Tinna Rut Sigurðardóttir formaður,
Guðjón Örn Magnússon 1. varamaður,
Skúli Ingibergur Þórarinsson .
Fundargerð ritaði: Skúli Ingibergur Þórarinsson, sviðsstjóri velferðarsviðs


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 202402030 - Sískráning barnaverndar 2024
Lögð fram tölfræði vegna ársins 2024 fyrir þjónustusvæði Sveitarfélagsins Hornafjarðar annarsvegar og Fjarðabyggðar hins vegar innan Barnaverndarþjónustu Fjarðabyggð og Sveitarfélagsins Hornafjarðar.

Farið yfir tölfræði hjá Barnaverndarþjónustu Fjarðabyggðar og Sveitarfélagsins Hornafjarðar fyrir árið 2024 og samanburð milli ára frá árinu 2020.

Nokkuð mikil fjölgun tilkynninga hefur verið fyrir þjónustusvæði Sveitarfélagsins Hornafjarðar en á sama tíma hefur tilkynningum fækkað sem fara í könnun. Ástæðan er talin nýtt verklag vegna laga um samþætta þjónustu.
 
Gestir
Aðalheiður Dögg Rúnarsdóttir
2. 202402003 - Starfsemi velferðarsviðs 2024
Fjárhagsuppgjör fyrir árið 2024 lagt fram til kynningar. Rekstur á sviðinu gekk vel á árinu og er heildarrekstur þess 7% undir áætlun sem unnin var fyrir árið.

Fjölskyldu- og félagsþjónusta var áætluð uppá 123.412.541 og var rekin á 118.813.117 kr. eða 4% undir áætlun.

Stuðnings og virkniþjónusta var áætluð uppá 255.098.691 kr. en var rekin á 234.158.862 kr. eða 8% undir meðaltali

Heildarrekstur velferðarsviðs var áætlaður uppá 378.511.232kr. en var rekið á 352.971.979 kr. eða 7% undir áætlun.


Fjárhagsuppgjör fyrir árið 2024 á velferðarsviði lagt fram til kynningar.
Velferðarsvið - uppgjör 2024.pdf
3. 202502023 - Félagslegt leiguhúsnæði - 2025
Velferðarnefnd skal taka til umfjöllunar í upphafði hvers árs hækkun á tekju- og eignamörkum vegna umsókna um félagslegt leiguhúsnæði.

Velferðarnefnd leggur til að tekju og eignamörk verði hækkuð samkvæmt launavísitölu í samræmi við það sem gert hefur verið síðustu ár.

Eftir vísitöluhækkun verða tekjumörk einstaklinga 6.949.741 kr. á ári. Auk þess leggur velferðarnefnd til að tekjumörk hjóna verði hækkuð umfram vísitöluhækkun upp í 8.930.417 kr. til að leiðrétta hlutfall milli einstaklinga og hjóna. Við tekjumörk bætast svo 1.368.269 kr. við vegna hvers barns undir 20 ára aldri og/eða 728.631 kr. vegna barns sem er í umgengni við foreldri.

Eignamörk verða 8.256.144 kr.

Málinu vísað til bæjarráðs til frekari umfjöllunar.
4. 202501083 - Félagsleg ráðgjöf
Trúnaðarmál

Bókað í trúnaðarmálabók
5. 202412123 - Fjárhagsaðstoð - Rafrænt Ísland
Stefnt er að því að færa umsóknarferli vegna fjárhagsaðstoðar úr málakerfi sveitarfélagsins yfir á samræmt kerfi sveitarfélaga í gegnum island.is. Margvíslegur ágóði hlýst af því t.d. með beinni tengingu við aðrar ríkisstofnanir svo sem skattinn sem auðveldar bæði starfsfólki og umsækjendum umsóknarferlið. Til að ferlið geti hafist þarf að tengja bakvinnslukerfi island.is, Veitur við bókhaldskerfi sveitarfélagsins sem rekið er að Wise.
Samningur Sveitarfélagsins Hornafjarðar við Wise vegna tengingar Veitna við Navition bókhaldskerfið lagður fram og óskað eftir viðbótarfjármagni vegna kostnaður sem hlýst af vinnu við uppsetningu og mánaðargjaldi.


Velferðarnefnd vísar málinu áfram til bæjarráðs til afgreiðslu.
6. 202409039 - Innleiðing á Dala Care í Stuðnings- og virkniþjónustu
Innleiðing á DalaCare inn í starfsemi Stuðnings- og virkniþjónustu velferðarsviðs hefur verið í fullum gangi í upphafi árs og gengið vonum framar. Næsta skref í innleiðingunni er að fá tengingu kerfisins við bókhaldskerfi sveitarfélagsins. Óskað er eftir heimild til að samþykkja tilboð frá Wise vegna vinnunar.

Velferðarnefnd vísar málinu áfram til bæjarráðs til afgreiðslu.
7. 202502025 - Gott Bakland - Fræðsla fyrir aðstandendur einstaklinga með geðrænar áskoranir
Jón Karl Stefánsson var fenginn til að vinna fræðsluefni undir heitinu Gott bakland. Fræðslan er fyrir aðstandendur einstaklinga með geðrænar áskoranir á víðum grundvelli, allt frá taugaþroskaröskunum, lyndisröskunum og til alvarlegri geðraskana.

Nú er fræðslupakkinn tilbúinn og búið að ákveða að haldið verður fræðslukvöld fimmtudaginn 27. febrúar 2025 í Miðgarð, Víkurbraut 24.


Velferðarnefnd fagnar því hversu vel tókst til við gerð þessa þarfa verkefnis. Nefndin hvetur öll til að mæta á fræðslukvöldið 27. febrúar n.k.
Gott bakland - Auglýsing (1).pdf
8. 202301036 - Hornafjörður náttúrulega
Heildarstefna Sveitarfélagsins Hornafjarðar - Hornafjörður Náttúrulega! gildir til ársins 2025. Nú er því komin tími til að endurskoða stefnuna og hefur sú vinna þegar hafist. Nýheimar Þekkingarsetur verður sem fyrr sveitarfélaginu innan handar við vinnuna og er stefnt að því að endurnýjuð stefna verði tilbúin fyrir lok árs.

Í vinnunni munu sviðsstjórar í þéttu samstarfi við starfsmenn greina verkefni sinna sviða og starfsstöðva ásamt því að greina hvaða markmið þarf að uppfylla, hvar þurfi að skerpa áherslur og hvar tækifærin liggja. Vinnan mun vera kynnt í nefndum jafn óðum og kjörnir fulltrúar fá tækifæri til að leggja sitt af mörkum við vinnuna. Þá mun afurðin vera kynnt íbúum og þeim gefið tækifæri til að koma með athugasemdir og ábendingar áður en vinnan verður full kláruð.

Eitt af megin markmiðum vinnunar sem nú fer í gang er að einfalda stefnuna, gera hana aðgengilegri og leggja áherslu á hlutverk sveitarfélagsins sem þjónustusaðila.


Sviðsstjóri kynnir fyrirliggjandi vinnu fyrir velferðarnefnd. Velferðarnefnd þakkar fyrir kynninguna og Náttúrulega! hlakkar til að taka þátt í vinnunni.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til baka Prenta