Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 1136

Haldinn í ráðhúsi,
16.07.2024 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Eyrún Fríða Árnadóttir formaður,
Gauti Árnason varaformaður,
Ásgerður Kristín Gylfadóttir aðalmaður,
Sigurjón Andrésson bæjarstjóri, Arndís Lára Kolbrúnardóttir stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi.
Fundargerð ritaði: Arndís Lára Kolbrúnardóttir, Stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 202407034 - Sameining stofnanna
Alþingi samþykkti í júní lög um nýja Umhverfis- og orkustofnun og Náttúruverndarstofnun. Umhverfis- og orkustofnun tekur við starfsemi Orkustofnunar og hluta af starfsemi Umhverfisstofnunar, en Náttúruverndarstofnun tekur við Vatnajökulsþjóðgarði og starfsemi náttúruverndarsviðs.
Ingibjörg Halldórsdóttir framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs og Gísli Halldór Halldórsson fjármálastjóri koma til okkar og grein fyrir sameiningunni frá sjónarhóli þjóðgarðsins og svara spurningum sem kunna að vakna.
Meðfylgjandi grein lögð fram til upplýsinga.


Bæjarráð þakkar fyrir góða kynningu og yfirferð á málinu. Bæjarráð ítrekar áherslu sína um að uppbygging innviða í starfsemi þjóðgarðsins á suðursvæði haldist í hendur við hlutdeild svæðisins í heildarstarfsemi þjóðgarðsins.
 
Gestir
Gísli Halldór Halldórsson fjármálastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs
Ingibjörg Halldórsdóttir framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs
2. 202407035 - Aukafjárheimild vegna kaupa á nýjum ærslabelg
Óskað er eftir auka fjárveitingu vegna kaupa á nýjum ærslabelg. Núverandi ærslablegur er götóttur og vegna stærðar á götum er erfitt að halda honum í lagi.

Bæjarráð vísar kaupum á nýjum og stærri ærslabelg sem og uppsetningu á grindverki til mats á fjárhagslegum áhrifum. Samþykkt samhljóða.
 
Gestir
Þórgunnur Torfadóttir - Sviðstjóri fræðslu- og frístundarsviðs
3. 202407020 - Leikskólamál 2024
Bæjarráð óskaði eftir upplýsingum um stöðu leikskólans. Umbeðnar upplýsingar lagðar fram í minnisblaði sviðstjóra fræðslu- og frístundarsviðs en þar er upplýst um þær aðgerðir sem gripið hefur verið til á leikskólanum síðastliðið ásamt því að fara yfir núverandi stöðu.

Bæjarráð fagnar því að mönnun á leikskólanum gengur vel og að það sé búið að manna allar deildir. Bæjarráð vonar að þær víðtæku aðgerðir sem sveitarfélagið hefur farið í til þess að bæta starfsaðstæður og starfsanda séu að skila sér í betri og eftirsóknarverðari vinnustað.
 
Gestir
Þórgunnur Torfadóttir - Sviðstjóri fræðslu- og frístundarsviðs
4. 202402127 - Íþróttahús - hönnun
Fundargerðir 13., 14. og 15. fundar stýrihóps um nýtt íþróttahús ásamt minnisblaði hönnuða og tveimur staðsetningum og útfærslum lagðar fram til kynningar.

Lagt fram til kynningar.
14.fundur í stýrihóp um nýtt íþróttahús 9.júlí - .pdf
15.fundur í stýrihóp um nýtt íþróttahús 11.júlí -.pdf
13.fundur í stýrihóp um nýtt íþróttahús 4.júlí -.pdf
Minnisblað 8 júlí 2024; Íþróttahús á Höfn. Skoðun á staðsetningu íþróttamannvirkja við Heppuskóla. Tillaga A og C, yfirlit..pdf
2229-TILLAGA C-.pdf
2229-TILLAGA A-.pdf
 
Gestir
Þórgunnur Torfadóttir - Sviðstjóri fræðslu- og frístundarsviðs
5. 202405100 - Endurskoðun á samning við S.S.Sport ehf
Sviðstjóri fræðslu- og frístundasviðs leggur fram minnisblað um tillögu að samning varðandi framlengingu á leigusamning og þjónustukaupum við S.S. Sport. Óskað er eftir afstöðu bæjarráðs.



Bæjarráð samþykkir þær forsendur sem lagt er upp með og fela sviðstjóra fræðslu- og frístundasviðs og sviðstjóra stjórnsýslusviðs að gera drög að samningi við S.S. Sport.
 
Gestir
Þórgunnur Torfadóttir - Sviðstjóri fræðslu- og frístundarsviðs
6. 202405008 - Erindi varðandi dýrahræ í Öræfum
Erindi frá Búnaðarfélagi Hofshrepps þar sem þess er krafist að sveitarfélagið útvegi gáma fyrir dýrahræ í hvert bæjarfélag í Öræfum. Einn gám að Hnappavöllum, einn að Hofi og einn að Svínafelli.



Bæjarráð telur að miðað við þau gjöld sem innheimt eru fyrir förgun dýrarhræja sé ekki mögulegt að koma til móts við ósk um fjölgun gáma. Bæjarráð felur umhverfisfulltrúa að leita annara lausna í samráði við sorphirðuaðila og Búnaðarfélag Hofshrepps.
 
Gestir
Xiaoling Yu - Umhverfisfulltrúi
7. 202304055 - Samningur um samræmda móttöku flóttafólks
Endurnýjaður samningur um samræmda móttöku flóttafólks var samþykktur á 323. fundi bæjarráðs þann 8.5.2024. í 5. mgr. 10 gr. samningsins kemur fram að komið yrði á fót starfshóp með það að markmiði að endurskoða samninginn og koma með tillögu að nýjum samning til framtíðar. Jafnframt kom fram í 14. gr. samningsins að samningurinn gildi til 30.6.2024 með heimild til framlengingar um sex mánuði til viðbótar, þ.e. til 31. desember 2024, svo framarlega sem starfshópur skv. 5. mgr. 10. gr. hafi verið starfræktur um endurskoðun samningsins.

Starfshópurinn hefur tekið til starfa en ekki lokið störfum. Vinnunni miðar vel áfram og stefnt að því að klára vinnuna á haust dögum. Með það fyrir augum var óskað eftir því að stjórnendur þeirra stofnenda sem koma að framkvæmd samningsins myndu samþykkja framlengingu hans til áramóta. Sviðsstjóri velferðarsviðs samþykkti framlenginguna 27.6.2024 og er viðauki um þjónustusamnings milli félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins, Vinnumálastofnunar og Sveitarfélagsins Hornafjarðar um samræmda móttöku flóttafólks því hér með lagður fram til kynningar.


Lagt fram til kynningar.
8. 202407036 - Samstarfstillaga við Sveitarfélag Hornafjarðar fyrir kvikmynd Hlyns Pálmasonar
Kvikmyndaframleiðslufyrirtækið STILL VIVID óskar eftir samstarfi við Sveitarfélag Hornafjarðar gagnvart næsta kvikmyndaverkefni Hlyns Pálmasonar. Óskað er eftir aðstoð í formi fjárframlags að upphæð 6.000.000 kr., sem færu í að greiða hluta þess kostnaðar sem fellur til á svæðinu í tengslum við kvikmyndina Ástin sem eftir er.

Bæjarráð er jákvætt fyrir styrkveitingu og felur bæjarstjóra að láta vinna mat á fjárhagslegum áhrifum á þremur mismunandi útfærslum á styrk til verkefnisins.
 
Gestir
Anton Máni Svansson
Hlynur Pálmason
9. 202208036 - Breyting á aðalskipulagi - stækkun miðsvæðis á Höfn
Lögð fram tillaga eftir auglýsingu að breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030 þar sem miðsvæði Hafnar er stækkað. Byggingarheimildir eru auknar á miðsvæðinu úr þriggja hæða byggingum í fjögurra hæða byggingar. Lega þjóðvegar færist einnig til vesturs. Tillagan var auglýst frá 22. maí með athugasemdarfresti til 3. júlí 2024. Umsagnir bárust frá RARIK og Minjastofnun Íslands. Tillagan lögð fram til samþykktar.

Bæjarráð samþykkir samhljóða breytingu á aðalskipulagi skv. 32. gr skipulagslaga.*
Umsögn - MÍ.pdf
Umsögn - RARIK.pdf
 
Gestir
Bartek Andersson Kass- Sviðstjóri Mannvirkjasviðs
10. 202406031 - Umsögn um útgáfu rekstrarleyfis í gistingu í flokk II, B stærra gistiheimili að Dilksnesi II fnr 236-0560
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn vegna rekstrarleyfis fyrir gististað í flokki II gististað í flokki II (gististaður án veitinga), tegund: stærra gistiheimili, sótt er um leyfi fyrir 17 manns.
Umsagnir byggingarfulltrúa og slökkviliðsstjóra lagðar fram.


Bæjarráð veitti samhljóða jákvæða umsögn.
 
Gestir
Bartek Andersson Kass- Sviðstjóri Mannvirkjasviðs
11. 202406060 - Útbær - Breyting á deiliskipulagi
Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Útbæjar. Breytingin nær til lóða C-F. Með breytingunni er m.a. heimilað að byggingin verði 4 hæðir í stað þriggja og hámarkshæð hækkar úr 12 m í 13 m. Hámarks byggingarmagn 4 hæðar er 300 m2.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að vikið sé frá kröfum 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga varðandi hækkun og byggingarmagn hússins þar sem um svo óveruleg frávik er að ræða að hagsmunir nágranna skerðast í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn sbr. 3. mgr. 43. gr. sömu laga. Breyting á deiliskipulagi samþykkt samhljóða.*
 
Gestir
Bartek Andersson Kass- Sviðstjóri Mannvirkjasviðs
12. 202402096 - Byggingarleyfisumsókn - Seljavellir 2A, breyting á notkun íbúðarhús í minna gistiheimili
Fyrir hönd Gistihússins Seljavellir ehf. er sótt um leyfi til að breyta núverandi íbúðarhúsi byggða 1982 í minna gistiheimili með 5 herbergjum fyrir allt að 10 gesti. Ekki er til gildandi deiliskipulag fyrir reitinn. Í aðalskipulagi sveitarfélagsins kemur fram um svæðið - "Seljavellir. Ferðaþjónusta, gisting og greiðasala. Uppbygging vegna hennar skal heimil, skv. deiliskipulagi. Allt að 30 gistirými". Það kemur einnig fram "Svæðið er þegar byggt og með þeim innviðum sem þurfa til að þjónusta fleiri gistirými". Ekki er sótt um leyfi til uppbyggingu eða annarra byggingarframkvæmda, heldur eingöngu fyrir breytingu á notkun núverandi húss.

Bæjarráð heimilar að veita megi leyfi fyrir breytingu á notkun umrædds húss án deiliskipulagsgerðar þar sem hún samræmist ákvæði 1.mgr. 44.gr. skipulagslaga 123/2010 þar sem ekki er um viðbótarbyggingu að ræða. Fallið er frá grenndarkynningu skv. 3.mgr. 44.gr. laganna þar sem framkvæmd varði ekki hagsmuni annarra en umsækjanda.* Samþykkt samhljóða.
 
Gestir
Bartek Andersson Kass- Sviðstjóri Mannvirkjasviðs
13. 202407007 - Leyfi til stækkunar á lóð við Austurbraut 19.
Óskað er eftir leyfi til stækkunar á lóð við Austurbraut 19 í átt að Dalbraut um 5 metra. Fyrirspyrjandi hyggst nota stækkunina undir bílastæði.

Bæjarráð getur ekki fallist á að samþykkja stækkun lóðarinnar um 5m undir bílastæði. Sviðstjóra mannvirkjasviðs falið að vinna áfram að málinu í samtali við umsækjanda.

 
Gestir
Bartek Andersson Kass- Sviðstjóri Mannvirkjasviðs
14. 202407016 - Leyfi til stækkunar á lóð við Hlíðartún 17
Óskað er eftir leyfi til stækkunar á bílastæði við Hlíðartún 17 um 1,5 metra til norðausturs. Fyrirspyrjandi hyggst nota stækkunina undir bílastæði.

Bæjarráð samþykkir ósk um framkvæmdaleyfi til stækkunar á lóð.*
Samþykkt samhljóða.
15. 202406084 - Umsókn um byggingarheimild - Grænahraun 4, alifuglabú
Grænahraun ehf. óskar eftir heimild til að koma fyrir 9 gámaeiningum sem í heild mynda ungahús fyrir alifuglarækt samkvæmt framlögdum teikningum. Ekki er til gildandi deiliskipulag, en samkvæmt aðalskipulagi er svæðið á landbúnaðarsvæði.

Bæjarráð telur að framkvæmdin er í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar og að fullnægjandi grenndarkynning hefur þegar farið fram samkvæmt 2. og 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga 123/2010. Bæjarráð heimilar að veita megi leyfi til framkvæmda án deiliskipulagsgerðar samkvæmt. 1.mgr. 44.gr skipulagslaga 123/2010.* Samþykkt samhljóða.
 
Gestir
Bartek Andersson Kass- Sviðstjóri Mannvirkjasviðs
16. 202406080 - Umsögn um útgáfu rekstrarleyfis - Gististaður í flokki IV- A Hótel - Hótel Jökulsárlón á Reynivöllum - 2524121
Erindi frá sýslumanninum á Suðurlandi það sem óskað er eftir umsögn um útgáfu rekstrarleyfis fyrir gististað í flokki IV, Hótel Jökulsárlón Á Reynivöllum. Umsögn byggingarfulltrúa lögð fram.

Bæjarráð staðfestir að athugasemdum hefur verið bætt úr og gerir enga fyrirvara að leyfi gildir skv. óskum umsækjenda. Samþykkt samhljóða.
 
Gestir
Bartek Andersson Kass- Sviðstjóri Mannvirkjasviðs
17. 202308017 - Breyting á aðalskipulagi - Nýtt verslunar- og þjónustusvæði á Höfn
Þann 11.04.2024 samþykkti bæjarstjórn breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins fyrir nýtt verslunar- og þjónustusvæði á Höfn og í kjölfari var óskað eftir staðfestingu Skipulagsstofnunar á breytingunni skv. 32.gr. skipulagslaga. Skipulagsstofnun sendi sveitarfélaginu ábendingar og athugasemdir með bréfum og tölvupóstum dags. 13.5., 4.7. og 5.7. Hjálagt er minnisblað skipulagsráðgjafa vegna athugasemda Skipulagsstofnunar ásamt uppfærðri útgáfu af skipulagsgögnum til staðfestingar.

Bæjarráð samþykkir samhljóða framlögð gögn og felur starfsmönnum að senda þau til Skipulagsstofnunar.*
 
Gestir
Bartek Andersson Kass- Sviðstjóri Mannvirkjasviðs
18. 202407028 - Endurskoðun aðalskipulags Skaftárhrepps 2023-2043
Skaftárhreppur hefur óskað umsagnar sveitarfélagsins Hornafjarðar vegna heildarendurskoðunar á Aðalskipulagi Skaftárhrepps með gildistímann 2023-2043. Þann 05.09.2022 bókaði Umhverfis- og skipulagsnefnd að hún gerir ekki athugasemdir við auglýst skipulag en benti á að deilt hefur verið um sveitarfélagamörk.
Skaftárhreppur óskar aftur umsagnar sveitarfélagsins Hornafjarðar vegna endurauglýsingu á tillögu sem var síðast auglýst árið 2022 en hefur tekið nokkrum breytingum síðan þá. Breytingar fela í sér m.a. breytingu á veglínu um Austursíðu sem færð hefur verið í samráði við landeigendur og Vegagerðina til að auka umferðaröryggi og færa þjóðveginn af hlaði bæja.
Hægt er að kynna sér gögn er varða endurskoðun aðalskipulags Skaftárhrepps á skipulagsgáttinni, mál nr. 873/2024.


Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við auglýst skipulag en bendir á að deilt hefur verið um sveitarfélagamörk.* Samþykkt samhjóða.
 
Gestir
Bartek Andersson Kass- Sviðstjóri Mannvirkjasviðs
19. 202108114 - Umsókn um lóð - Borgartún 3 og 5
Lóðarhafi lóðar að Borgartúni 5 hefur ekki framfylgt tímaáætlun sinni vegna framkvæmda á lóðinni og óskar eftir frest til janúar 2025.


Bæjarráð getur ekki samþykkt frekari fresti á framkvæmdum og fellir úr gildi úthlutun lóðarinnar að Borgartúni 5 á grundvelli 7.gr reglna Sveitarfélagsins Hornafjarðar um úthlutun lóða. Samþykkt samhljóða.
 
Gestir
Bartek Andersson Kass- Sviðstjóri Mannvirkjasviðs
20. 202407026 - Fyrirspurn um framkvæmdarleyfisskyldu - Strenglagning Haukafelli
Fyrirspurn frá RARIK vegna framkvæmda við strenglagningu frá Rauðabergi að Hoffelli.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við framkvæmd.* Samþykkt samhljóða.
 
Gestir
Bartek Andersson Kass- Sviðstjóri Mannvirkjasviðs
21. 202405073 - Byggingarleyfisumsókn - Horn 1 159500, viðbygging við veitingahús, ný gistiálma
Litlahorn ehf sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við veitingahús á Horn 1. Um er að ræða 63,6 fm viðbyggingu með 15,3 fm vindfangi fyrir matsal og anddyri. Fyrirhugað er einnig að stækka tæknirými um 9,6 fm. Ennfremur er sótt um byggingarleyfi fyrir 141 fm gistiálmu með 6 herbergjum. Samkvæmt aðalskipulagi er umrætt svæði á reitt VÞ 36 þar sem gert er ráð m.a. fyrir ferðaþjónustu, gistingu, tjaldsvæði, þjónustuhús með veitingum. Í skilmálum fyrir reitt kemur fram að uppbygging skal heimil skv. deiliskipulagi. Gert er ráð fyrir allt að 120 gesti. Ekki er til gildandi deiliskipulag fyrir svæðið.

Erindi hefur verið tekið fyrir fund umhverfis- og skipulagsnefndar þann 05.06.2024 þar sem nefndin tók afstöðu til málsins á grundvelli 1.mgr. 44.gr. skipulagslaga. Samkvæmt orðalagi í ákvæðinu er það bæjarstjórn eða sá aðili sem heimild hefur til fullnaðarafgreiðslu mála sbr. 6. gr. laganna sem geta tekið ákvörðun á grundvelli þessarar greinar. Í samþykkt um stjórn- og fundarsköp sveitarfélagsins Hornafjarðar hefur valdi til fullnaðarafgreiðslu mála er varða þessa grein, ekki verið afsalað til umhverfis- og skipulagsnefndar. Það er því bæjarstjórn, eða meðan hún er í sumarleyfi, bæjarráð sem taka skulu endanlegar ákvarðanir á grundvelli 1.mgr. 44.gr. skipulagslaga.

Umsækjandi upplýsti sveitarfélagið um að deiliskipulag er í vinnslu og um að EFLA verkfræðistofa sér um gerð þess.


Bæjarráð heimilar að veita megi byggingarleyfi á grundvelli 1.mgr. 44.gr. skipulagslaga enda hefur landeigandi hafið vinnu við deiliskipulag á svæðinu. Bæjarráð samþykkir að fallið verði frá grenndarkynningu skv. 3. mgr. 44 gr. skipulagslaga enda varðar breytingin ekki hagsmuni annarra en umsækjanda.* Samþykkt samhljóða.
 
Gestir
Bartek Andersson Kass- Sviðstjóri Mannvirkjasviðs
22. 202407014 - Kæra á ákvörðun byggingarfulltrúa, dags.5.júní 2024, um að synja umsókn Litlahorns ehf. um byggingarleyfi.
Kæra á ákvörðun byggingarfulltrúa um að synja umsókn Litlahorns ehf. um byggingarleyfi fyrir framkvæmdir á Horni.


Lagt fram til kynningar.
 
Gestir
Bartek Andersson Kass- Sviðstjóri Mannvirkjasviðs
23. 202407033 - Kjarasamningar sveitarfélagsins við starfsgreinafélagið AFL
Minnisblað bæjarstjóra um tillögu að lausn kjaradeilu við AFL starfsgreinafélag lagt fram.

Bæjarráð vonar að framlögð tillaga samninganefndar Sambands íslenskra sveitafélaga fyrir hönd Sveitarfélagsins Hornafjarðar að kjaradeilu sé til þess fallin að liðka fyrir samningum við AFL starfsgreinafélag.
24. 202406043 - 6M uppgjör sveitarfélagsins 2024
6 mánaða uppgjör sveitarfélagsins lagt fram til kynningar. Rekstur sveitarfélagsins er í jafnvægi. Útsvarstekjur eru þó nokkuð undir áætlun og skýrist það að mestu leyti af því að ekki varð loðnuvertíð síðastliðin vetur.

Lagt fram til kynningar.
25. 202405059 - Vegur á milli Nesja og Hafnar - Hringtorg
Komnar eru tvær tillögur um útfærslu frá Vegagerðinni, á hringtorgi á gatnamót á nýjum þjóðveg eitt um Höfn og Nesjahverfi. Samtal við landeigendur er í gangi milli sveitarfélagsins og landeigenda í Dilksnesi um mögulegar lausnir. Einnig eru komnar athugasemdir Minjastofnunar Íslands við þessar tvær tillögur. Ljóst er að ef farið verður í hringtorg þarf að kanna með fornminjar á svæðinu.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu í samráði við Vegagerðina og landeigendur. Ljóst er að hafa þarf hraðar hendur enda er framkvæmdin á veginum um Hornafjarðarfljót í fullum gangi.
26. 201809035 - Mikligarður
Bæjarráð óskaði eftir uppfærðri kostnaðaráætlun vegna framkvæmda sem þyrfti að ráðast í við Miklagarð ásamt kvöðum sem á húsnæðinu eru vegna styrkja frá Minjastofnun. Umbeðnar upplýsingar lagðar fram.

Lagt fram til kynningar
27. 202407008 - Breyting á prókúruhafa
Skráning sviðstjóra stjórnsýslusviðs sem prókúruhafa sveitarfélagsins lögð fram til samþykktar.*

Bæjarráð samþykkir breytinguna samhljóða.*
*skv. 32. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Hornafjarðar kemur fram að, "meðan bæjarstjórn er í sumarleyfi fer bæjarráð með sömu heimildir og bæjarstjórn hefur ella" og fer með fullnaðarákvörðun bæjarstjórnar skv. 324 fundi bæjarstjórnar.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:00 

Til baka Prenta