Haldinn í Hofgarði, 04.11.2024 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Matthildur U Þorsteinsdóttir aðalmaður, Jolanta Maria Biel , Jón Ágúst Guðmundsson formaður, Laurent Philippe Joseph Jegu varamaður, Arndís Lára Kolbrúnardóttir .
Fundargerð ritaði: Arndís Lára Kolbrúnardóttir, stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi
Dagskrá:
Almenn mál
1. 202310043 - Félagsheimili sveitarfélagsins
Hafin er vinna við að gera úttekt á netkerfi og tæknibúnaði í öllum félagsheimilum sveitarfélagsins. Keyptur verður sá búnaður sem þarfnast í hvert félagsheimili og nettengingar lagaðar þar sem við á.
Íbúaráð lýsir yfir ánægju með að þessi vinna sé farin af stað og óskar eftir því að gefin verði út áætluð verklok með áherslu á að því ljúki sem fyrst. Íbúaráð hefur í hyggju að hitta skólastjóra grunnskólans í Hofgarði og ræða við hana um hvernig nýta megi húsnæðið meira í þágu samfélagsins.
2. 202211120 - Hverfisráð - Íbúaráð
Íbúaráð óskar eftir að gera breytingu á formanni ráðsins. Lagt er til að Jón Ágúst Guðjónsson taki sæti formanns og Sunneva B. Helgadóttir taki í stað hans sæti sem varamaður.
Íbúaráð Öræfa er viljugt til þess að sitja út kjörtímabilið og samþykkja samhljóma að Jón Ágúst Guðjónsson taki sæti formanns í stað Sunnevu Helgadóttur.
3. 202410106 - Frístundastarf í Öræfum
Íbúaráð í Öræfum óskar eftir stuðningi frá sveitarfélaginu til þess að efla frístundarstarf í Öræfum.
Í grunnskólanum í Hofgarði eru fá börn í hverjum árgangi og hafa skapast umræður um hverjir kostar og gallar eru við það og hvernig megi styðja við og nýta þá. Eitt sem virðist augljóst er að börnin hafa ekki félaga til að leika við og umgangast utan skóla. Til að bæta úr því hefur komið upp sú hugmynd bjóða upp á frístundastarf eftir skóla, þar sem boðið er upp á samveru og aðstæður til að bæta úr því.
Íbúaráð þakkar sviðstjóra fræðslu- og frístundasviðs fyrir gott spjall og óskar eftir því að hafið verði samtal við skólastjóra grunnskóla Hofgarði um hvernig best væri að útfæra hugmyndina.
Gestir
Þórgunnur Torfadóttir- sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs
4. 202411006 - Læknis og hjúkrunarþjónsuta í Öræfum
Íbúar í Öræfum þurfa að keyra langar vegalengdir til þess að sækja sér heilbrigðisþjónustu á Höfn, áður hafa hjúkrunarfræðingar verið með fastar ferðir á svæðið en hefur ekki verið í nokkurn tíma.
Íbúaráð telur að regluleg koma hjúkrunarfræðings til þess að sinna reglubundinni heilbrigðisþjónustu geti bætt þjónustustigið til muna og óskar því eftir að sveitarfélagið hefji samtal við heilbrigðisstofnun suðurlands til þess að kanna möguleikann á reglulegum heimsóknum hjúkrunarfræðings eða læknis á svæðið.