Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Velferðarnefnd - 37

Haldinn í Miðgarði,
18.11.2024 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Ragnheiður Rafnsdóttir formaður,
Sveinbjörg Jónsdóttir varaformaður,
Gunnar Stígur Reynisson aðalmaður,
Íris Heiður Jóhannsdóttir aðalmaður,
Dagmar Lilja Óskarsdóttir Fulltrúi ungmennaráðs,
Tinna Rut Sigurðardóttir 2. varamaður,
Skúli Ingibergur Þórarinsson .
Fundargerð ritaði: Skúli Ingibergur Þórarinsson, sviðsstjóri velferðarsviðs


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 202410051 - Reglur Sveitarfélagsins Hornafjarðar um frístundasþjónustu fyrir fötluð börn og ungmenni
Sveitarfélaginu er skylt að vera með reglur um frístundaþjónustu fyrir fötluð börn. Lögð eru fram drög að reglum Sveitarfélagsins Hornafjarðar um frístundaþjónustu fyrir fötluð börn og ungmenni.

Velferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við drög að reglum um frístundaþjónustu fyrir fötluð börn. Málinu vísað áfram til afgreiðslu í bæjarráði.
Reglur um framkvæmd frístundaþjónustu við fötluð börn og ungmenni.pdf
2. 202309012 - Yfirtaka og uppbygging eigna - Félagslegt leiguhúsnæði
Í maí síðastliðnum undirrituðu Sveitarfélagið Hornafjörður og Leigufélagið Bríet undir viljayfirlýsingu þess efnis að Leigufélagið Bríet myndi yfirtaka 18 íbúðir úr eignasafni sveitarfélagsins og skuldbinda sig til að koma að uppbyggingarverkefnum á leigumarkaði í sveitarfélaginu. Síðan þá hefur verið unnið að frágangi samnings um yfirtöku eignanna og liggur hann nú fyrir.

Málið lagt fram til kynningar. Velferðarnefnd gerir ekki athugasemd við kaupsamning og vísar málinu áfram til afgreiðslu í bæjarráði.
3. 202402003 - Starfsemi velferðarsviðs 2024
Sviðsstjóri velferðarsviðs leggur 9 mánaða uppgjör hjá velferðarsviði fram til kynningar.

Farið yfir 9 mánaða uppgjör á rekstri velferðarsviðs. Reksturinn lítur vel út og áætlað að sviðið verði undir áæltun í lok árs.

Velferðarnefnd þakkar fyrir yfirferðina
4. 202411048 - Umsögn um tillögu til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum.
Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar mál nr. 75, tillaga til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum.

Velferðarnefnd telur ekki þörf á umsögn vegna málsins og vísar því áfram til umsagnar í bæjarráði.
0075.pdf
5. 202411052 - Skýrsa um stöðu og þróun jafnréttismála 2020-2024
Skýrsla jafnréttisráðherra um stöðu og þróun jafnréttismála 2020-2024 lögð fram til kynningar.

Skýrsla um stöðu og þróun jafnréttismála 2020-2024 lögð fram til kynningar.
Skyrsla_radherra_um_stodu_og_throun_jafnrettismala_2020-2024.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:10 

Til baka Prenta