|
Fundargerð ritaði: Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri |
|
|
|
1. 2305010F - Umhverfis- og skipulagsnefnd - 58 |
Fundargerðin samþykkt. |
|
|
Gestir |
Brynja Dögg Ingólfsdóttir sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs sat fundinn einnig undir 7. 8. og 9. lið |
|
|
2. 2305002F - Fræðslu- og frístundanefnd - 101 |
Fundargerðin samþykkt. |
|
|
Gestir |
Þórgunnur Torfadóttir sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs sat fundinn einnig undir 10. lið |
|
|
|
|
3. 202305073 - Kjörskrá 2023 |
Kjörskrá fyrir íbúakosningu 19. júní til 10. júlí lögð fram. Kjörskráin verður til sýnis í afgreiðslu Ráðhúss á opnunartíma afgreiðslu og Svavarssafns. Bæjarráð samþykkir kjörskrána. |
|
|
|
4. 202211120 - Hverfisráð - Íbúaráð |
Bæjarráð auglýsti eftir áhugasömum til að taka þátt í að stofna íbúaráð í Öræfum, Suðursveit og Mýrum og Nesjum og Lóni. Sex íbúar hafa gefið kost á sér og tilnefndir í Öræfum. Tveir íbúar í Suðursveit og Mýrum hafa gefið kost á sér. Fjórir aðilar í Nesjum og Lóni hafa gefið kost á sér.
|
Bæjarráð felur starfsmanni að funda með þeim sem hafa gefið kost á sér og vinna málið áfram. |
|
|
|
5. 202304066 - Ársskýrsla slökkviliðsstóra fyrir árið 2021-2022 |
Árskýrsla slökkviliðsstjóra lögð fram til kynningar. |
|
|
|
6. 202302041 - Fundargerðir - Samtök orkusveitarfélaga 2023 |
Fundargerðin lögð fram til kynningar. |
Fundargerð Samtaka orkusveitarfélaga - nr 63.pdf |
|
|
|
7. 202304005 - Útboð.Stækkun leikskóla á Hornafirði - Sjónarhóll |
Brynja gerði grein fyrir ferli útboðsins. Engin tilboð bárust. Starfsmönnum falið að vinna áfram að málinu. |
|
|
|
8. 202305038 - Yfirlýsing sveitarfélagsins vegna 19.gr.eldri lóðarleigusamninga |
Til þess að flýta fyrir afgreiðslu á sölu fasteigna og minnka flækjustig er óskað eftir að bæjarráð felli úr gildi eftirfarandi málsgrein í 19. gr. eldri lóðarleigusamninga. „Nú vill leigutaki framselja öðrum leigurétt sinn til lóðarinnar, ásamt húsum og mannvirkjum, sem á lóðinni og er honum þá skylt að tilkynna það byggingarfulltrúa sveitarfélagsins til skráningar, og er framsal ógilt, nema bæjarverkfræðingur eða fulltrúi hans hafi ritað vottorð sitt á framsali um að eignaskiptin hafi verið tilkynnt og þar með staðfest, að framsalið brjóti eigi í bága við lóðarleigusamning þennan"
|
Bæjarráð samþykkir að fella út ofangreinda málsgrein í 19. gr. eldri lóðarleigusamninga sem eru í gildi.
|
|
|
|
9. 202108112 - Sorpútboð 2023 |
Útboðsgögn fyrir sorphirðu, rekstur söfnunarstöðvar og rekstur urðunarstaðar ásamt jarðgerð lögð fram til samþykktar ásamt kostnaðaráætlun.
|
Farið yfir drög að útboðsgögnum. Starfsmanni falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir fund næsta bæjarráðs. |
|
|
Gestir |
Stefán Aspar Stefánsson verkefnastjóri umhverfismála |
|
|
10. 202211018 - Málefni Sindra 2022 |
Forsvarsmenn Sindra komu fyrir fundinn og gerðu grein fyrir stöðunni, markmiðum og rekstri Ungmennafélagsins Sindra. Óskað er eftir frekari stuðningi og samtali um hvernig við getum náð okkar sameiginlegu markmiðum.
|
Málinu vísað til áframhaldandi vinnu bæjarstjóra og sviðsstjóra fræðslu- og frístundasviðs. |
|
|
Gestir |
Margrét Kristinsdóttir |
Hjalti Vignisson |
Gísli Vilhjálmsson |
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00 |