Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn Hornafjarðar - 331

Haldinn í ráðhúsi,
09.01.2025 og hófst hann kl. 15:00
Fundinn sátu: Gauti Árnason aðalmaður,
Hjördís Edda Olgeirsdóttir aðalmaður,
Skúli Ingólfsson aðalmaður,
Eyrún Fríða Árnadóttir aðalmaður,
Guðrún Stefanía Vopnfjörð Ingólfsdóttir aðalmaður,
Ásgerður Kristín Gylfadóttir aðalmaður,
Björgvin Óskar Sigurjónsson aðalmaður,
Sigurjón Andrésson bæjarstjóri, Jóna Benný Kristjánsdóttir Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs, Arndís Lára Kolbrúnardóttir stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi.
Fundargerð ritaði: Arndís Lára Kolbrúnardóttir, stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi


Dagskrá: 
Fundargerðir til staðfestingar
1. 2411018F - Bæjarstjórn Hornafjarðar - 330
Mál tekið fyrir á mínútu 1:00 í upptöku.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
2. 2412010F - Bæjarráð Hornafjarðar - 1156
Mál tekið fyrir á mínútu 1:15 í upptöku.

Forseti bar fundargerðina upp til atkvæða. Samþykkt með sjö atkvæðum.
3. 2412012F - Bæjarráð Hornafjarðar - 1157
Mál tekið fyrir á mínútu 1:55 í upptöku.

Forseti bar fundargerðina upp til atkvæða. Samþykkt með sjö atkvæðum.
Almenn mál
4. 202407038 - Kosning í nefndir
Lögð er til breyting á fulltrúum sveitarfélagsins á Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Kjörnir fulltrúar verða Eyrún Fríða Árnadóttir (K) og Ásgerður Kristín Gylfadóttir (B).
Varamenn verða Hjördís Edda Olgeirsdóttir (D) og Björgvin Óskar Sigurjónsson (B).

Einnig er lögð fram breyting á velferðarnefnd.
Ragnheiður Rafnsdóttir segir af sér sem formaður (D).
Tinna Rut Sigurðardóttir (D) tekur sæti hennar í nefndinni sem formaður.
Hjördís Edda Olgeirsdóttir (D) verður varamaður í hennar stað.

Mál tekið fyrir á mínútu 3:00 í upptöku.


Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykkti breytingu á fulltrúum sveitarfélagsins á Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga. Kjörnir fulltrúar verða Eyrún Fríða Árnadóttir (K) og Ásgerður Kristín Gylfadóttir (B) og til vara verða Hjördís Edda Olgeirsdóttir (D) og Björgvin Óskar Sigurjónsson (B).
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.

Forseti lagði einnig til að bæjarstjórn samþykkti breytingu á velferðarnefnd. Tinna Rut (D) Sigurðardóttir tekur formanns sæti í stað Ragnheiðar Rafnsdóttur (D) og Hjördís Edda Olgeirsdóttir (D) tekur við sæti varamanns.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
5. 202412027 - Landeignaskrá Smyrlabjargarvirkjun 3 - stofnun lóðar
Óskað er eftir staðfestingu á nýrri merkjalýsingu fyrir Smyrlabjörg sem gerir ráð fyrir stofnun nýrrar 150 fm lóðar - Smyrlabjargarvirkjun 3. Um er að ræða lóð fyrir spennuvirki RARIK. Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd vegna erindis.

Mál tekið fyrir á mínútu 4:20 í upptöku.


Forseti lagði til að bæjarstjórn Hornafjarðar gerði ekki athugasemd við stofnun landeignar og að stofnun lóðarinnar hafi ekki áhrif á búrekstrarskilyrði jarðarinnar, sbr. 6. gr. jarðalaga, sbr. einnig 48. gr. skipulagslaga.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
6. 202412080 - Landeignaskrá: Kálfafell 1 - stofnun landeignar
Óskað er eftir staðfestingu á stofnun nýrrar lóðar utan um íbúðarhús við Kálfafell 1. Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd vegna erindis.

Mál tekið fyrir á mínútu 5:20 í upptöku.


Forseti lagði til að bæjarstjórn Hornafjarðar gerði ekki athugasemd við stofnun landeignar og að stofnun lóðarinnar hafi ekki áhrif á búrekstrarskilyrði jarðarinnar, sbr. 6. gr. jarðalaga, sbr. einnig 48. gr. skipulagslaga.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
7. 202411097 - Landeignaskrá Skaftafell 3 - uppskipting 4 landeigna
Óskað er eftir skiptingu landeignar úr jörð Skaftafell III. Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd vegna erindis.

Mál tekið fyrir á mínútu 6:15 í upptöku.


Forseti lagði til að bæjarstjórn Hornafjarðar gerði ekki athugasemd við stofnun landeignar og að stofnun lóðanna hafi ekki áhrif á búrekstrarskilyrði jarðarinnar, sbr. 6. gr. jarðalaga, sbr. einnig 48. gr. skipulagslaga. Umsækjanda er bent á að uppbygging og framkvæmdir hafa ekki verið heimilaðar á svæðinu umfram það sem gert er ráð fyrir í deiliskipulagi.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
8. 202412060 - Hoffell - Breyting á aðalskipulagi
Lögð er fram beiðni um heimild til þess að breyta aðalskipulagi og vinna nýjar deiliskipulagsáætlanir fyrir Hoffell í Nesjum. Með skipulagsáætlununum verður mörkuð stefna um uppbyggingu ferðaþjónustu í Hoffelli. Stefnt er að uppbyggingu gestastofu með sýningu um jökla og sögu héraðsins, baðlóna og fjölbreyttrar gistingar. Lögð er fram skipulags- og matslýsing.

Mál tekið fyrir á mínútu 7:05 í upptöku.


Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykkti að skipulags- og matslýsing verði kynnt í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
HOFFELL 108999-LYS-001-V01-7.1.25.pdf
9. 202402127 - Íþróttahús - hönnun
Fundargerð stýrihóps um nýtt íþróttahús númer 25 lögð fram.

Eyrún Fríða Árnadóttir tók til máls.
Björgvin Óskar Sigurjónsson tók til máls og leggur fram greinargerð sem hann óskaði eftir að yrði birt og lagði fram meðfylgjandi bókun fyrir hönd bæjarfulltrúa Framsóknar. Eyrún Fríða Árnadóttir til andsvars. Björgvin Óskar Sigurjónsson til andsvars.
Sigurjón Andrésson tók til máls. Ásgerður Kristín Gylfadóttir til andsvars.

Mál tekið fyrir á mínútu 8:10 í upptöku.


Bæjarfulltrúar Framsóknar leggja fram eftirfarandi bókun:

Rökstuðningur bæjarfulltrúa Framsóknar í Sveitarfélaginu Hornafirði með viðbyggingu við núverandi íþróttahús á Höfn er eftirfarandi:

Með viðbyggingu fá íbúar sveitarfélagsins eina íþróttamiðstöð á einum stað og undir sama þaki og saman færu flest allar skipulagðar innanhússíþróttir ásamt fimleikum, sundi og líkamsrækt, hvort sem um væri að ræða líkamsrækt fyrir styrktarþjálfun íþróttadeildanna eða líkamsrækt fyrir almenning. Þannig hefði allt samfélagið betra aðgengi að íþróttamiðstöðinni en yrði ekki takmarkað við ákveðnar íþróttagreinar.

Með viðbyggingu teljum við mun meiri möguleika á samnýtingu rýma hússins með annari starfsemi heldur en þeirri sem snýr beint að íþróttaiðkun. Þá er verið að tala um samnýtingu með sundlaug, grunnskóla og líkamsrækt fyrir almenning. Íþróttahúsið þarf að nýtast starfsemi grunnskólans sem best enda er um að ræða aðalnotanda íþróttahússins og starfsemi grunnskólans eitt okkar helsta og stærsta lögbundna verkefni. Með samnýtingu ætti heildarfjöldi rýma hússins að geta verið færri. Samnýting verður einnig til þess að stofnkostnaður og rekstrarkostnaður verði minni.

Með viðbyggingu teljum við auðveldara og meiri möguleika á áfangaskiptingu á uppbyggingu hússins. Þannig væri hægt að nota ýmis rými núverandi húss einnig fyrir viðbygginguna til skemmri eða lengri tíma sem væri hluti af áðurnefndri samnýtingu rýma.

Með viðbyggingu væri ekki verið að fækka æfingavöllum fyrir knattspyrnu, þrengja að frjálsíþróttum né taka af keppnissvæði Unglingalandsmóts UMFÍ sem haldið er reglulega hér á Höfn.

Með viðbyggingu er verið að halda rekstrar- og viðhaldskostnaði í lágmarki. Þannig yrði t.d. umsjón og húsvarsla íþróttamannvirkja á einum stað í stað þriggja og starfsmenn gætu verið færri með tilheyrandi sparnaði. Einnig verður kyndingarkostnaður minni svo eitthvað sé nefnt.

Með viðbyggingu þykir okkur nokkuð skýr merki um að stofnkostnaður verði minni en með stakstæða byggingu m.a. vegna áðurnefndrar samnýtingu rýma.

Með viðbyggingu er mikilvægt að undirbúa áætlanir, framkvæmdir og öryggi kringum framkvæmdarsvæðið vel eins og mikilvægt er í öllum framkvæmdum, sérstaklega hjá opinberum aðilum. Einnig er nauðsynlegt að gera ríkar kröfur til þeirra sem vinna verkið. Þannig verður framkvæmdarleg og fjárhagsleg áhætta í lágmarki og öryggi kringum framkvæmdarsvæðið í hámarki.

Með viðbyggingu teljum við að verið sé að horfa til framtíðar í tengslum við íþróttamannvirki hér á Höfn enda er þá t.a.m. verið að þrefalda stærð íþróttasalanna okkar. Þá er verið að horfa til fólksfjölgunar á svæðinu undanfarin ár og spá þar um ásamt aldursdreifingar íbúa. Heppuskóli getur síðan einnig stækkað og þróast eins og þegar er gert ráð fyrir í skipulagsáætlunum.

Með viðbyggingu teljum við að heildarhagsmunum sveitarfélagsins sé best þjónað til framtíðar og sé jafnframt hagkvæm bæði í byggingu og rekstri til lengri tíma.

Bæjarfulltrúar Framsóknar í Sveitarfélaginu Hornafirði

Ásgerður Kristín Gylfadóttir og Björgvin Óskar Sigurjónsson

Lagt fram til kynningar.
25. fundur í stýrihóp um nýtt íþróttahús 12. desember - (1).pdf
Íþróttahús - bókun bæjarfulltrúa Framsóknar.pdf
Íþróttahús - rökstuðningur með viðbyggingu - greinargerð.pdf
10. 202406024 - Akstursþjónusta aldraðra
Lögð eru fram drög að reglum Sveitarfélagsins Hornafjarðar um akstursþjónustu fyrir aldraða ásamt gjaldskrá.

Mál tekið fyrir á mínútu 42:55 í upptöku.


Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykkti reglur og gjaldskrá um akstursþjónustu fyrir aldraða.

Forseti bar reglurnar upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum

Forseti bar gjaldskránna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Reglur um akstursþjónustu aldraðra í Sveitarfélaginu Hornafirði.pdf
Gjaldskrá - Akstursþjónusta aldraðra og fatlaðs fólks.pdf
11. 202406023 - Akstursþjónusta fatlaðra
Lögð eru fram drög að reglum Sveitarfélagsins Hornafjarðar um akstursþjónustu fyrir fatlaða ásamt gjaldskrá.

Mál tekið fyrir á mínútu 44:15 í upptöku.


Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykkti reglur og gjaldskrá um akstursþjónustu fyrir fatlaða.

Forseti bar reglurnar upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum

Forseti bar gjaldskránna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Gjaldskrá - Akstursþjónusta aldraðra og fatlaðs fólks.pdf
Reglur um akstursþ fatlaðra 18.10.2022.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00 

Til baka Prenta