|
Fundargerð ritaði: Skúli Ingibergur Þórarinsson, sviðstjóri velferðarsviðs |
|
|
|
1. 202311095 - Samþætt heimaþjónusta og heimahjúkrun |
Sigríður Helga Axelsdóttir og Kolbrún Rós Björgvinsdóttir kemur og gerir grein fyrir þjónustunni og segir frá vettvangsferð á Selfoss, Reykjavík, Hafnarfjörð og Reykjanesbæ.
|
Sigríður Helga forstöðumaður stuðnings- og virkniþjónustu og Kolbrún Rós verkefnastjóri heimahjúkrunar gerði grein fyrir starfseminni og ferð sinni á Selfoss, Reykjavík, Hafnarfjörð og Reykjanesbæ þar sem þær skoðuðu framkvæmd heimahjúkrunar og heimaþjónustu á þessum stöðum.
ljóst er að hér eru tækifæri í því að bæta þjónustuna t.d. með tækni eins og lyfjaskömmturum á heimili notenda, skjá heimsóknum og samræmdu matstæki eins og Rai mati.
Heimsóknin staðfesti einnig að hér er unnin mjög góð vinna og að samþætt þjónusta er að skila sér í bættri þjónustu til notenda.
Öldungaráð þakkar þeim fyrir góða og fræðandi framsögu. |
|
|
|
2. 201907018 - Endurnýjun Jafnréttisáætlunnar |
Jafnréttisáætlun Sveitarfélagsins Hornafjarðar fyrir árin 2022-2026 lögð fram til kynningar en hún var samþykkt í bæjarstjórn 12.10.2023.
|
Jafnréttisáætlun Sveitarfélagsins Hornafjarðar fyrir árin 2022-2026 lögð fram til kynningar. |
|
|
|
3. 202308039 - Gjaldskrár fræðslu- og frístundasviðs 2023 |
Breytingar á gjaldskrá Sundlaugar Hafnar árið 2024 lagðar fram til kynningar
|
Gjaldskrá Sundlaugar Hafnar fyrir árið 2024 lögð fram til kynningar. Frá og með áramótun verður tekinn upp sérstakur heilsueflingarstyrkur til sundiðkunnar fyrir eldri borgara 67 ára og eldri með lögheimili í Sveitarfélaginu Hornafirði. Styrkurinn jafngildir árskorti í sund. |
|
|
|
4. 202311012 - Gjaldskrár 2024 |
Breytingar á gjaldskrá velferðarsviðs fyrir árið 2024 lagðar fram til kynningar
|
Gjaldskrá velferðarsviðs fyrir árið 2024 lögð fram til kynningar. |
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00 |