Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 1150

Haldinn í ráðhúsi,
05.11.2024 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Guðrún Stefanía Vopnfjörð Ingólfsdóttir varamaður,
Gauti Árnason varaformaður,
Ásgerður Kristín Gylfadóttir aðalmaður,
Sigurjón Andrésson bæjarstjóri, Jóna Benný Kristjánsdóttir Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs, Arndís Lára Kolbrúnardóttir stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi.
Fundargerð ritaði: Arndís Lára Kolbrúnardóttir, Stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi


Dagskrá: 
Fundargerðir til staðfestingar
1. 2410012F - Hafnarstjórn Hornafjarðar - 269
Fundargerð hafnarstjórnar Hornafjarðar númer 269 lögð fram til kynningar.

Bæjarráð tekur undir bókun Hafnarstjórnar og lýsir yfir þungum áhyggjum af áhrifum mögulegs loðnubrests enda vinnsla uppsjávarafla ein af meginstoðum atvinnulífsins í Hornafirði.

Ef ekki verður loðnuvertíð á næsta ári verður það annað árið í röð sem tekjutap af þeim völdum dynur yfir sveitarfélagið og samfélagið hér.

Haustmælingar á loðnu gáfu þó vísbendingar um að hægt verði að gefa út upphafskvóta og því leggur bæjarráð Hornafjarðar áherslu á að Hafrannsóknarstofnun verði fjárhagslega undir það búin að fara í öflugar bergmálsmælingar í byrjun næsta árs til að hægt sé að ganga úr skugga um hvort ekki sé hægt að heimila þessar þjóðhagslega mikilvægu veiðar.

Það er skýlaus krafa sjávarbyggða á Íslandi að ríkisvaldið sjái til þess að jafn mikilvæg stofnun og Hafrannsóknarstofnun sé fullfjármögnuð og gert kleift að halda úti öflugum rannsóknum á fiskistofnum þjóðarinnar til að hægt sé að tryggja sjálfbærar veiðar sem skipta sköpum fyrir sveitarfélögin og íslenskt efnahagslíf.

Samþykkt samhljóða.
Almenn mál
2. 202407009 - Endurskoðun reglna um sérstakan húsnæðisstuðning
Á 1148. Fundi bæjarráðs Sveitarfélagsins Hornafjarðar var mál 202407009 tekið fyrir þar sem beiðni um breytingu á 11. gr. á reglum Sveitarfélagsins Hornafjarðar um sérstakan húsnæðisstuðning var hafnað. Þann 24.10. 2024 var óskað eftir rökstuðningi vegna höfnunarinnar.

Lagður fram rökstuðningur vegna ákvörðunar í máli númer 202407009.
Samþykkt samhljóða.
Rökstuðningur -Ákvörðun bæjarráðs.pdf
3. 201101068 - Reglur um akstur foreldra í dreifbýli vegna þátttöku barna þeirra í íþrótta- og tómstundastarfi fjarri heimili
Á fundi fræðslu- og frístundarnefndar þann 17.04.2024 var lagt til við bæjarráð að reglur um akstur foreldra í dreifbýli vegna þátttöku barna þeirra í íþrótta- og tómstundastarfi fjarri heimili yrðu felldar úr gildi þar sem frístundarakstur hefur tekið við hlutverkinu.

Bæjarráð samþykkir að fella reglurnar úr gildi.
Samþykkt samhljóða.
 
Gestir
Þórgunnur Torfadóttir- sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs
4. 202410111 - Styrkir og framlög 2025
Áætlaðir styrkir og fjárframlög árið 2025 lagt fram.

Bæjarráð samþykkir styrki og fjárframlög fyrir árið 2025 og vísar til áframhaldandi vinnu.
 
Gestir
Þórgunnur Torfadóttir- sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs
5. 202410112 - Styrkbeiðni- Bók um Svavar Guðnason
Í undirbúningi er útgáfa á stórri listaverkabók um listamanninn Svavar Guðnason.
Bókin sem um ræðir verður ca. 250-300 síður og verður gefin út í tvennu lagi annars vegar á íslensku og hins vegar á ensku. Aðaltexta bókarinnar skrifar Anna Jóhannsdóttir listfræðingur en hún er jafnframt í hlutastarfi hjá Listasafni Íslands. Auk hennar ritar danski listfræðingurinn Jens Tang Kristensen grein í bókina sem fjallar um tengsl Svavars við alþjóðlega myndlist. Gert er ráð fyrir að bækurnar komi út á fyrri hluta ársins 2026. Bókin verður ríkulega myndskreytt með verkum Svavars. Í sambandi við útgáfu bókarinnar verður haldin stór yfirlitssýning á verkum Svavars í Listasafni Íslands og verður Anna Jóhannsdóttir sýningarstjóri sýningarinnar. Sýning verður einnig hengd upp í Copra safninu í Amstelveen í Hollandi og í stóru listasafni í Danmörku sem endanlega á eftir að ganga frá hvaða safn verður fyrir valinu. Einn tilgangur með útgáfu þessarar bókar er að tengja Svavar betur við alþjóðlegt listasvið, endurnýja tengsl hans í gegnum Copra-hreyfinguna.

Sótt er um styrk vegna útgáfukostnaðar við bókina.


Bæjarráð samþykkir að veita styrk upp á 1.000.000 krónur og vísar málinu til mats á fjárhagslegum áhrifum.
Samþykkt samhljóða.
6. 202410105 - Aðalfundur HAUST 2024
Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Austurlands bs. verður haldinn á Höfn í Hornafirði þann 6. nóvember nk. kl 14:00.

Sigurjón Andrésson bæjarstjóri fer með atkvæði sveitarfélagsins á fundinum.
7. 202410104 - Hjúkrunarheimiliði Skjólgarður 50 ára.
Hjúkrunarheimilið Skjólgarður fagnar 50 ára afmæli þann 8. nóvember næstkomandi og bíður bæjarstjórn í léttann afmælisfögnuð.

Lagt fram til kynningar
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00 

Til baka Prenta