Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Ungmennaráð Hornafjarðar - 95

Haldinn í ráðhúsi,
06.11.2024 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Stefán Birgir Bjarnason ,
Smári Óliver Guðjónsson ,
Selma Ýr Ívarsdóttir ,
Adam Bjarni Jónsson ,
Sindri Sigurjón Einarsson ,
Sigurður Gunnlaugsson ,
Isold Andrea Andrésdóttir ,
Emil Örn Moravek Jóhannsson .
Fundargerð ritaði: Emil Morávek, verkefnistjóri á fræðslu- og frístundasviði


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 202408106 - Ungmennaráð 2024-2025
Brynja Dögg Ingólfsdóttir kynnir störf sín sem sviðstjóri á umhverfis- og skipulagssviði og helstu verkefni eru í gangi á sviðinu. Markmiðið með dagskrárliðnum er að undirbúa umræður um aðalskipulagið sem er í vinnslu en mikilvægt er að fá raddi ungs fólks inn í þá umræðu.


Ungmennaráð þakkar fyrir gott samtal og hlakkar til að fá að taka þátt í umræðum um aðalskipulag sem væntanlega verður fljótlega eftir áramót.
2. 202312025 - Aðgerðaráætlun 2023 Barnvænt sveitarfélag
Ungmennaráð hefur fengið styrk frá bæjarráði til að vinna myndbandi sem kynnir aðgerðir sveitarfélagsins í átt til þess að verða Barnvænt sveitarfélag. Myndbandið er hluti ungmennaráðs í lokaskýrslu sem skila þarf til UNICEFS.


Ungmennaráð skipuleggur myndbandið og á fundinum var farið yfir tökuplan og handrit. Starfsmaður nefndarinnar hefur það verkefni að halda utan um vinnuna og samskipti við fagmann. Markmiðið er að myndbandið verði ekki aðeins hluti af lokaskýrslu heldur nýtist sem kynning á Barnasáttmálanum og Barnvænu sveitarfélagi. Ungmennaráð þakkar það traust sem því er sýnt og mun leggja sig fram við að gera gott myndband.
3. 202410002 - 20.nóvember.- Fræðsludagur um Barnasáttmálann
Stefnt er að því að frumsýna myndbandið sem ungmennaráð er að gera í tenglsum við 35 ára afmæli Barnasáttmálans 20. nóvember.



Myndbandið verður sýnt í öllum stofnunum sveitarfélagsins og víðar með það að markmiði að kynna Barnasáttmálann en einnig stöðu sveitarfélagsins í verkefninu Barnvænt sveitarfélag. Draga fram það sem vel er gert en einnig hvar er hægt að gera betur. Verkefnisstjóri mun skipuleggja sýningu á myndbandinu með réttindafulltrúm og forstöðumönnum stofnana.
4. 202411001 - Skuggakosningar 2024 - Kosið á Alþingi.
Ungmennaráð hefur hug á því að kanna áhuga hornfirskra ungmenna á Alþingiskosningunum 2024.
Stefnt verður að því að krakkar fæddir á árunum 2006 - 2011 fái að kjósa í skuggakosningum.



Ungmennaráð ætlar að standa fyrir sögulegum skuggakosningum. Þær verða 28. og 29. nóvember. Kjörstaðir verða þrír og kosningastjórn eða kosningastjóri á hverjum stað. Fulltrúar ungmennaráðs sem eru í FAS munu sjá um kosningar í Nýheimum. Ísold, Stefán Birgir og Sindri munu sjá um kosningarnar í Heppuskóla og í Þrykkjunni. Þá ætlar Adam Bjarni að sjá um samfélagsmiðla og Selma Ýr og Dagmar Lilja munu sjá um að útbúa kynningarbæklinga. Verkefnisstjóri fær það verkefni að skipuleggja kynningarfund framboða 26. nóvember í samstarfi við skólana. Stöðufundur á verkefninu verður föstudaginn 15. nóvember.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til baka Prenta