Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Hafnarstjórn Hornafjarðar - 269

Haldinn í ráðhúsi,
28.10.2024 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Skúli Ingólfsson formaður,
Halldór Tjörvi Einarsson varaformaður,
Bryndís Hólmarsdóttir aðalmaður,
Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir aðalmaður,
Björgvin Óskar Sigurjónsson aðalmaður,
Isold Andrea Andrésdóttir Fulltrúi ungmennaráðs,
Sigurjón Andrésson bæjarstjóri, Vignir Júlíusson forstöðumaður Hornafjarðarhafnar.
Fundargerð ritaði: Sigurjón Andrésson, hafnarstjóri / bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 202309076 - Gjaldskrá Hornafjarðarhafnar
Farið yfir tillögur að gjaldskrárbreytingum fyrir árið 2025.

Samþykkt að gjaldskrárliðir Hornafjarðarhafnar verði hækkaðir að jafnaði um 5% fyrir næsta ár en forstöðumannni og hafnarstjóra falið að skoða nánar hvern lið í gjaldskrá og leggja fyrir næsta fund hafnarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.
2. 202410095 - Loðnuveiðar fiskveiðiárið 2024 til 2025.
Hafrannsóknastofnun leggur til að engar loðnuveiðar verði leyfðar fiskveiðiárið 2024/2025.

Þessi ráðgjöf er samhljóma fyrirliggjandi upphafsráðgjöf sem byggði á mælingum á ungloðnu haustið 2023. Ráðgjöfin verður endurmetin þegar niðurstöður bergmálsmælinga á stærð veiðistofnsins liggja fyrir í byrjun árs 2025.


Hafnarstjórn lýsir yfir þungum áhyggjum af áhrifum mögulegs loðnubrests enda vinnsla uppsjávarafla ein af meginstoðum atvinnulífsins í Hornafirði.

Ef ekki verður loðnuvertíð á næsta ári verður það annað árið í röð sem tekjutap af þeim völdum dynur yfir sveitarfélagið og samfélagið hér.

Haustmælingar á loðnu gáfu þó vísbendingar um að hægt verði að gefa út upphafskvóta og því leggur Hafnarstjórn Hornafjarðar áherslu á að Hafrannsóknarstofnun verði fjárhagslega undir það búin að fara í öflugar bergmálsmælingar í byrjun næsta árs til að hægt sé að ganga úr skugga um hvort ekki sé hægt að heimila þessar þjóðhagslega mikilvægu veiðar.

Það er skýlaus krafa sjávarbyggða á Íslandi að ríkisvaldið sjái til þess að jafn mikilvæg stofnun og Hafrannsóknarstofnun sé fullfjármögnuð og gert kleift að halda úti öflugum rannsóknum á fiskistofnum þjóðarinnar til að hægt sé að tryggja sjálfbærar veiðar sem skipta sköpum fyrir sveitarfélögin og íslenskt efnahagslíf.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00 

Til baka Prenta