Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd - 88

Haldinn í ráðhúsi,
06.11.2024 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu: Gunnlaugur Róbertsson formaður,
Eyrún Fríða Árnadóttir varaformaður,
Þröstur Jóhannsson aðalmaður,
Helga Árnadóttir aðalmaður,
Ásgerður Kristín Gylfadóttir aðalmaður,
Brynja Dögg Ingólfsdóttir umhverfis- og skipulagstjóri , Bartek Andresson Kass , Xiaoling Yo .
Fundargerð ritaði: Brynja Dögg Ingólfsdóttir, umhverfis- og skipulagsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 202411003 - Kæra á ákvörðun bæjarstjórnar frá 02.10.2024 vegna mænisstefnu á lóð Stafafellsfjöll 1D
Lögð er fram kæra vegna ákvörðun bæjarstjórnar frá 2. október þar sem vikið er frá kröfum í deiliskipulagi fyrir frístundasvæði Stafafells Lóni, um mænisstefnu og ásýnd hússins á lóðs nr. 1d. Unnið er að greinargerð vegna þessa.

Gunnlaugur Róbertsson vék af fundi undir þessum lið.
Starfsmanni er falið að afhenda úrskurðarnefndinni gögn er varðar málið.
2. 202410067 - Gjaldskrá 2025 fyrir söfnunarstöð úrgangs á Höfn í Sveitarfélaginu Hornafirði
Lagt fram minnisblað um gjaldskrá fyrir 2025. Einnig er lagt til að sett verði brettavigt í flokkunarstöðina.

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til 10% hækkun á alla gjaldflokka og að keypt verði vigt fyrir minni farm í móttökustöðina. Með þeim skrefum sem tekin hafa verið og þessari hækkun er sveitarfélagið langt komið með að uppfylla ákvæði laga um að málaflokkurinn standi undir sér.
3. 202410093 - Aðalskipulag - efnislosunarsvæði í þéttbýli Hafnar
Lagt fram minnisblað um möguleg efnislosunarsvæði í nágrenni við uppbyggingarsvæði á Höfn þar sem framkvæmdir eru fyrirhugaðar á næstu árum.

Sviðsstjóra mannvirkjasviðs falið að sækja um framkvæmdaleyfi fyrir efnislosun á gömlu krossarabraut.
4. 202410087 - Hoffell - Deiliskipulag
Lagðar eru fram hugmyndir lagfæringu og tilkfærslu á pottasvæði við Hoffell. Verið er að vinna skipulags- og matslýsingu fyrir heildaruppbyggingu en óskað eftir heimild til að færa núverandi potta á hentugri stað.


Umhverfis- og skipulagsnefnd óskar eftir gögnum til grenndarkynningar.
5. 202409086 - Stafafell, vegagerð - óleyfisframkvæmdir
Umhverfis- og skipulagsnefnd fól starfsmanni að óska skýringa og stöðva framkvæmdir við vegagerð yfir óskipt land Stafafells og án deiliskipulags eða framkvæmdarleyfis. Skýringar framkvæmdaraðila liggja nú fyrir og um er að ræða stígagerð.

Umhverfis- og skipulagsnefnd telur að meta þurfi hvort um framkvædmaleyfisskylda framkvæmd er að ræða. Fyrir þarf að liggja umsögn Minjastofnunar ásamt lýsingu á framkvæmd og teikningu.
Nefndin bendir einnig á að framkvæmdir í óskiptu landi krefjast leyfis allra landeigenda.
6. 202408074 - Múlagljúfur, bílastæði - Deiliskipulag
Lögð voru fyrir framkvæmdaraðila fyrirspurn vegna fyrirkomulagsins, borist hafa svör.

Gunnlaugur Róbertsson vék af fundi undir þessum lið.
Umhverfis- og skipulagsstjóra falið að ræða við landeigendur.
7. 202407010 - Framkvæmd - Hagahverfi (ÍB5), innviðauppbygging, undirbúningur
Bartek fór yfir hvernig unnið er að undirbúningi fyrir lóðarúthlutanir í Hagahverfi.
Rósaberg mun gera frekari boranir í þessari viku.
Verkís er að vinna kostnaðaráætlun fyrir grundun á öllu svæði og von er á niðurstöðum seinna í vikunni.
Jarðtækniskýrslan er í vinnslu. Eins og er er gert ráð fyrir að fergja fyrir gatnagerð.
Forhönnun á lögnum hefur farið fram. Hönnun á götum lögnum og ofanvatnslausnum er að hefjast.
Unnið er að gerð lóðablaða.
Unnið er að hæðarsetningum og skilmálum um gólfkóta húsa.
Það eru engar einbýlishúsalóðir í áfanga 1a og 1b sem hægt er að grunda með jarðvegsskiptum. Klöpp er þar 3-4 metrum neðan við sjávarmál.
Það er mikilvægt að undirbúa vel úthlutun þannig að væntanlegir húsbyggjendur viti að hverju þeir gangi.


Lagt fram til kynningar.
8. 202411005 - Umsókn um lóð - Hafnarbraut 38
Vegna mikillar eftirspurnar eftir hleðsluinnviðum innan sveitarfélagsins er óskað eftir samstarfi að aðstöðu frá sveitarfélaginu til að koma upp hleðsluinnviðum fyrir rafbíla.
ON leitar að hentugum svæðum í sveitarfélaginu, hvort sem er á lóð eða á bílastæði í eigu sveitarfélagsins, til að koma fyrir hleðsluinnviðum fyrir íbúa og viðskiptavini sveitarfélagsins.
Fyrir hönd ON þá óskum við eftir aðstöðu á lóðinni, Hafnarbraut 38 þar sem við kappkostum alltaf við að hafa okkar þjónustu nálægt afþreyingu eða þjónustu. Að okkar mati er þarna kjör aðstaða til að byggja upp „hleðslugarð“ ON með að minnsta kosti 2 „drive through“ stöðvum (4 hraðhleðslutengi) þar sem er nægt pláss fyrir bíla með tengivagna að komast að og einnig rútur í framtíðinni. Myndum einnig hafa pláss til að stækka í 4 stöðvar eða 8 hraðhleðslutengi samtals í framtíðinni.


Umhverfis- og skipulagsnefnd telur að fyrirhuguð uppbygging falli ekki að gildandi deiliskipulagi. Starfsmanni falið að ræða við umsækjanda um aðrar mögulegar staðsetningar. málinu vísað til bæjarráðs.
9. 202302082 - Hönnun og útboð, fráveita áfangi 4
Sveitarfélagið Hornafjörður sækir hér með um framkvæmdarleyfi fyir 4. áfanga uppbyggingu fráveitukerfis Hafnar. Framkvæmd felur í sér að koma fyrir skólplögn frá núverandi brunni úr 2. áfanga sem staðsettur er austan við Ásgarð (Ránarslóð 3), vestur með Ránarslóð að Sandbakkavegi og enda sunnan við Sandbakka 1. Skólplögn meðfram Ránarslóð munu koma til með að liggja undir núverandi gangstétt/göngustíg fyrstu 80 metrana og síðan liggur hún út í Höfðavík og liggur þar sunnan við núverandi göngustíg meðfram Ránarslóð og Sandbakkavegi og liggur síðan að lokum við hlið gangstéttar/göngustíg meðfram Sandbakkavegi. Einnig er um að ræða að tengja fráveitulagnir frá Bogaslóð við nýja skólplögn. Um er að ræða að grafa fyrir lögnum, þ.e. skólplögnum og brunnum ásamt rofvörn meðfram Ránarslóð, útvega lagnaefni, leggja lagnirnar, sanda kringum þær og fylla í lagnaskurð og jafna út fyllingu og ganga frá yfirborði. Hluti af lagnaleiðinni er undir gangstétt/göngustíg sem þegar er búið að leggja og eru klæddar með malbiki en að mestum hluta til liggja lagnir við hlið göngustígs og utan í malar- og grjótbakka meðfram Ránarslóð. Verkið inniheldur einnig rofvarnir utan á núverandi fyllingu undir götu og gangstíg meðfram Ránarslóð. Um er að ræða að koma fyrir burðarhæfri fyllingu, utan á hana kjarna og þar utan á grjótvörn skv. teikningum og verklýsingum. Verkið inniheldur einnig sögun, rifi og förgun á malbiki sem getið er til í magnskrá.

Gunnlaugur Róbertsson vék af fundi undir þessum lið.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að veita framkvæmdaleyfi skv. 13. gr. skipulagslaga. Engar líkur eru á fornminjum á svæðinu og því ekki þörf á umsögn Minjastofnunar. Málinu vísað til bæjarstjórnar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30 

Til baka Prenta