|
|
1. 2012007F - Bæjarráð Hornafjarðar - 972 |
Fundargerðin var samþykkt með sjö atkvæðum. |
|
|
|
2. 2012011F - Bæjarráð Hornafjarðar - 973 |
Sigrún Sigurgeirsdóttir tók til máls undir 9. lið heimsmarkmið og stefnumótun 2019. Ásgerður Kristín Gylfadóttir tók til máls undir 10. lið, Leigufélagið Bríet. Páll Róbert Matthíasson tók til máls undir 10. lið og 2. lið atvinnu- og menningarmálanefnd, styrkir nefndarinnar. Kristján Sigurður Guðnason tók einnig til máls undir 2. lið atvinnu- og menningarmálanefnd, styrkir nefndarinnar. Fundargerðin var samþykkt með sjö atkvæðum. |
|
|
|
3. 2101001F - Bæjarráð Hornafjarðar - 974 |
Sigrún Sigurgeirsdóttir tók til máls undir 1. lið, krafa um niðurfellingu gatnagerðagjalda - Hagaleira 11. Páll Róbert Matthíasson tók einnig til máls undir 1. lið. Til andsvars Ásgerður K. Gylfadóttir. Fundargerðin var samþykkt með sjö atkvæðum. |
|
|
|
4. 2101004F - Bæjarráð Hornafjarðar - 975 |
Páll Róbert Matthíasson tók til máls undir 4. lið, samningur um stafræna smiðju. Fundargerðin var samþykkt með sjö atkvæðum. |
|
|
|
5. 2012004F - Bæjarstjórn Hornafjarðar - 280 |
Fundargerðin lögð fram til kynningar. |
|
|
|
|
|
6. 201806069 - Rammasamningur milli SÍ og hjúkrunarheimila um þjónustu hjúkrunarheimila |
Samningur um rekstur hjúkrunarheimilisins rennur út 1. febrúar næstkomandi. Ráðgjafar á vegum SÍ og heilbrigðisráðuneytisins komu til Hornafjarðar 4. janúar s.l. til að greina rekstur stofnunarinnar. Nú liggur fyrir skýrsla frá ráðgjöfunum og fundargerð frá fundi sem haldinn var fyrr í dag með forstjóra SÍ og lögfræðingi SÍ.
|
Matthildur Ásmundardóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun. Þann 16. júní sl. sagði sveitarfélagið upp samningi við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) fyrir hönd Skjólgarðs um rekstur hjúkrunarheimilis á Hornafirði. Síðustu mánuði hafa fulltrúar sveitarfélagsins verið í sambandi við SÍ vegna málsins og þrýst á að unnið sé að undirbúningi yfirfærslu rekstrarins til nýs rekstraraðila. Sú vinna hefur enn ekki skilað árangri þó nokkrir dagar séu til mánaðarmóta en frá 1. febrúar tekur uppsögnin gildi. Eftir fund með SÍ sem haldinn var fyrr í dag liggur ekki enn fyrir hver mun taka við rekstri Skjólgarðs. Bæjarstjórn lýsir yfir óánægju með að ekki liggi fyrir áætlun um rekstur stofnunarinnar af hendi ríkisins. Óvissan bitnar einna helst á starfsfólki, íbúum og aðstandendum þeirra og er það ólíðandi. Nýr fundur hefur verið boðaður með SÍ á morgun kl. 15:00. Bæjarstjórn fer fram á að SÍ leggi fram ítarlega áætlun um yfirfærslu reksturs Skjólgarðs og upplýsi um nýjan rekstraraðila svo fljótt sem auðið er. Bæjarstjórn mun tryggja að starfsfólk og íbúar verði fyrir sem minnstri truflun í samræmi við ákvæði samnings.
|
|
|
|
7. 202011129 - Breyting á aðalskipulagi Hnappavellir 1 - Verslunar og þjónustusvæði |
Lýsing vegna breytinga á aðalskipulagi var í kynningu 15. desember 2020 til 4. janúar 2021. Umsagnir bárust frá landeigendum að Hnappavöllum 2 og 4, HAUST, Skipulagsstofnun, Vegagerðinni og Umhverfisstofnun. Vegna ábendingar um náttúruvá verður tillagan send til umsagnar hjá Veðurstofu Íslands. Markmið með breytingunni er að breyta fjárhúsi og hlöðu í húsnæði fyrir ferðaþjónustu m.a. veitingasölu, gistingu og tjaldsvæði. Kynningarfundur var haldinn á Teams meating 13. janúar. Lóð verður skipt úr jörðinni þar sem nú stendur fjárhús og hlaða. Nýtt heiti verður Hnappavellir 1 Mói, landnotkun verður breytt úr landbúnaðarsvæði í verslunar- og þjónustusvæði á 1.1 ha. Lagði til að bæjarstjórn samþykki að vísa aðalskipulagsbreytingunni í lögformlegt ferli skv. 30. og 31. gr. skiplagslaga nr. 123/2010.
|
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða. Samþykkt með sjö atkvæðum. |
Hnappavellir í Öræfum.pdf |
|
|
|
8. 201912005 - Aðalskipulagsbreyting Seljavellir III |
Lýsing vegna breytinga á aðalskipulagi fyrir Seljavelli III þar sem gert verður ráð fyrir 40 gistirýmum með allt að 80 gestum á 9 ha. svæði á reit VÞ 10.
|
Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykki lýsinguna og vísi henni í lögformlegt ferli skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Samþykkt með sjö atkvæðum. |
Seljavellir.pdf |
|
|
|
9. 202011122 - Breyting á aðalskipulagi - Borgarhöfn 2-3 Suðursveit |
Lýsing vegna breytingar á aðalskipulagi var í kynningu 15. desember 2020 til 4. janúar 2021. Markmið með aðalskipulagsbreytingunni er að breyta landnotkun á hluta lögbýlisins úr landbúnaðarsvæði í verslunar- og þjónustusvæði á um 5 ha. svæði. Kynningarfundur um aðalskipulagstillöguna var haldinn á Teams meating 13. janúar. Lagði til að bæjarstjórn samþykki lýsinguna og vísi henni í lögformlegt ferli skv. 30. og 31. gr. skipulagslaga.
|
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða. Samþykkt með sjö atkvæðum. |
breytingauppdtáttur-Borgarhöfn Neðribær.pdf |
|
|
|
10. 201908028 - Deiliskipulag Þorgeirsstaðir í Lóni |
Deiliskipulagstillagan var í kynningu frá 14. maí til og með 26. júní 2020. Umsagnir bárust frá HAUST, Umhverfisstofnun, Veðurstofunni, Ferðamálastofu, Minjastofnun og Vegagerðinni. Eftir athugasemdaferlið var unnið staðbundið hættumat og minjaskráning. Markmið með gerð deiliskipulagsins er uppbygging á ferðaþjónustustarfsemi m.a. að breyta fjárhúsum í gistingu og bjóða upp á gistingu fyrir allt að 60 gesti einnig eru fyrirhugaðar tvær nýjar virkjanir og tjaldsvæði vestan árinnar og göngubrú yfir ána. Lagði til að bæjarstjórn samþykki nýtt deiliskipulag skv. 41. gr. skipulagslaga fyrir Þorgeirsstaði og að bæjarstjórn geri svör umhverfis- og skipulagsnefndar að sínum.
|
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða. Samþykkt með sjö atkvæðum. |
Þorgeirsstaðir uppdráttur.pdf |
Þorgeirsstaðir Greinargerð.pdf |
Umsögn Veðurstofunnar - Stadbundi_mat_lon.pdf |
Þorgeirsstaðir-Fornleifaskraning.pdf |
|
|
|
11. 202010100 - Byggingarleyfisumsókn: Júllatún 9 - viðbygging |
Eigendur að Júllatúni 9 óska eftir heimild til að byggja framan og aftanvið húsið skv. meðfylgjandi teikningum og breyta notkun á bílskúr í íbúðarhúsnæði. Grenndarkynning hefur þegar farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga og engar athugasemdir bárust. Lagði til að bæjarstjórn samþykki grenndarkynninguna og að heimilt verði að byggja við húsið og breyta notkun á bílskúr í samræmi við framlagðar teikningar skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga.
|
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða. Samþykkt með sjö atkvæðum. |
|
|
|
12. 202101016 - Byggingarleyfisumsókn - Hagaleira 12, einbýlishús |
Óskað er heimildar um frávika frá deiliskipulagi. Sótt er um heimild til þess að hafa á húsinu flatt þak en deiliskipulag gerir ráð fyrir 10-35° halla. Einnig er óskað eftir heimild til að hafa útveggi á göflum hússins allt að 4,02m en deiliskipulag gerir ráð fyrir að hámarkshæð útveggja sé 3,6m. Hámarksmænishæð skv. deiliskipulagi er 4,6m. Lagði til að gefin verði heimild til að víkja frá kröfum deiliskipulags um hæð útveggja og þakgerð skv. framlögðum teikningum og að bæjarstjórn samþykki að gera óverulega breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga vegna Hagaleiru 12 þar sem heimilt er að hafa flatt þak og hámarkshæð útveggja verði allt að 4,02m á lóðinni. Grenndarkynning hefur þegar farið fram og samþykki nágranna í Hagaleiru 10 og 8 liggur fyrir. Lagði til að bæjarstjórn samþykki fyrirhugaðar breytingar og grenndarkynninguna.
|
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða. Samþykkt með sjö atkvæðum. |
|
|
|
13. 202012003 - Hafnarbraut 20 - breyting á húsnæði |
Ósk eigenda að Hafnarbraut 20 um breytingu á húsinu þar sem fyrirhugað er að skipta íbúðarhúsnæðinu í tvær íbúðir í stað einnar. Neðri íbúð verður hluti fyrstu hæðar og kjallara en hin íbúðin einnig að hluta til á fyrstu hæð og á 2 hæð. Nýjum svölum verður komið fyrir á 2 hæð. Báðar íbúðir verða með sérinngang. Ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu. Fyrirhuguð framkvæmd hefur verið grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga. Ein athugasemd barst frá Minjastofnun.
Lagði til að bæjarstjórn samþykki grenndarkynninguna og fyrirhugaðar breytingar á húsinu úr einbýlishúsi í tvíbýlishús skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga. Þau skilyrði verða sett að farið verði eftir tilmælum Minjastofnunar og svalir á efri hæð verði staðsettar á öðrum hvorum gaflinum eða yfir bakinngangi til þess að rýra ekki byggingarlist hússins eða götumynd Hafnarbrautar.
|
Forseti bar tillögurnar upp til atkvæða. Samþykkt með sjö atkvæðum. |
|
|
|
14. 202101017 - Fyrirspurn til skipulagsstjóra - Bílskúr við Hagaleiru 13 |
Lóðarhafi að Hagaleiru 13 óskar eftir samþykki fyrir breytingu á staðsetningu bílskúrs á lóðinni. Óskað er eftir að bílskúrinn standi vestan megin við húsið, breytingin skerðir ekki hagsmuni nágranna, þmt. landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Lagði til að bæjarstjórn samþykki að heimilt verði að breyta staðsetningu bílskúrs og aðkomu að húsinu án breytinga á deiliskipulagi skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
|
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða. Samþykkt með sjö atkvæðum. |
|
|
|
15. 202101050 - Ósk um tímabundið leyfi frá störfum sem bæjarfulltrúi |
Sæmundur Helgason óskar eftir því við bæjarstjórn að honum verði veitt lausn frá sveitarstjórn, frá og með 14. janúar til 1. maí 2021 með vísan til 2. mgr. 30. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Sigrún Sigurgeirsdóttir tekur sæti Sæmundar í forföllum hans, varamaður verður Sigurður Einar Sigurðsson.
|
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða. Samþykkt með sjö atkvæðum. |
|
|
|
16. 201806011 - Kosning í bæjarráð |
Sæmundur Helgason hefur óskað eftir tímabundnu leyfi frá störfum sem kjörinn fulltrúi. Sigrún Sigurgeirsdóttir verður áheyrnarfulltrúi (E). Varamaður, Sigurður Einar Sigurðsson (E)
|
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða. Samþykkt með sjö atkvæðum. |
|
|
|
17. 201806009 - Kosningar í nefndir 2018-2022 |
Samkvæmt nýjum samþykktum um stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins þarf að kjósa í nýja nefnd velferðarnefnd, í stað félagsmálanefndar og heilbrigðis- og öldrunarnefndar sem verða sameinaðar skv. nýju skipuriti.
|
Velferðarnefnd Gunnhildur Imsland, (B) formaður Erla Þórhallsdóttir, (B) varaformaður Sverrir Þórhallsson, (B) Stefanía Anna Sigurjónsdóttir, (D) Þórey Bjarnadóttir, (E)
Varamenn: Gunnar Stígur Reynisson, (B) Sólrún Sigurjónsdóttir, (B) Finnur Smári Torfason, (B) Ingólfur Guðni Einarsson, (D) Barði Barðason, (E) Forseti bar tillöguna upp til atkvæða. Samþykkt með sjö atkvæðum.
Umhverfis- og skipulagsnefnd Guðbjörg Guðlaugsdóttir, (B) verður varamaður í stað Gunnhildar Imsland. Forseti bar tillöguna upp til atkvæða. Samþykkt með sjö atkvæðum.
Öldungaráð. Páll Guðmundsson, (D) Forseti bar tillöguna upp til atkvæða. Samþykkt með sjö atkvæðum.
|
|
|
|
18. 202101042 - Skýrsla bæjarstjóra |
Bæjarstjóri greindi frá störfum sínum sl. mánuð. |
|
|
|