|
Fundargerð ritaði: Arndís Lára Kolbrúnardóttir, Stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi |
|
|
|
1. 2501017F - Hafnarstjórn Hornafjarðar - 271 |
Fundargerð Hafnarstjórnar Hornafjarðar númer 271 lögð fram.
|
Lagt fram til kynningar. |
|
|
|
|
|
2. 202412121 - Húsnæðisáætlun - Hornafjörður 2025 |
Húsnæðisáætlun fyrir 2025 lögð fram til samþykktar. Meginmarkmið sveitarfélagsins í húsnæðismálum er að skapa íbúum tækifæri til þess að búa í öruggu húsnæði. Áhersla er lögð á að íbúar sem þarfnast stuðnings með sín húsnæðismál hafi forgang. Við framkvæmd húsnæðisstefnu verður litið til þess að hún nái fram að ganga óháð eignarhaldi íbúða þ.e. íbúðanna sjálfra, leigufélaga, annarra samtaka eða sveitarfélagsins í samræmi við lög um húsnæðismál.
|
Bæjarráð samþykkir húsnæðisáætlun 2025 og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar. Samþykkt samhljóða. |
|
|
Gestir |
Bartek Andersson Kass- Sviðstjóri Mannvirkjasviðs |
Brynja Dögg Ingólfsdóttir- Umhverfis-og skipulagsstjóri |
|
|
3. 202501117 - Kaup á nýrri pressu fyrir flokkunarstöð sveitarfélagsins |
Þörfin fyrir nýja pressu í flokkunarstöð sveitarfélagsins var fyrst rædd í september 2023, þegar Hringrás tók yfir reksturinn. Árið 2024 varð ljóst að núverandi pressa uppfyllir ekki lengur rekstrarkröfur okkar né veitir starfsfólki öruggt og heilbrigt vinnuumhverfi. Tillaga um nýja pressu var lögð fyrir sveitarfélagið í lok árs 2024 og samþykkt með fjárveitingu upp á 40 milljónir ISK.
Lagt er til að kaupa UPAMAT 70 H4, sem er pressa framleidd af Unotech, rótgrónu þýsku fyrirtæki sem er þekkt fyrir hágæða búnað. Þessi tillaga byggir á jákvæðri reynslu Sorpu af Unotech-pressum í gegnum árin.
|
Bæjarráð samþykkir kaup á nýrri pressu fyrir flokkunarstöð. Sviðsstjóra umhverfis og skipulagssviðs falið að meta fjárhagsleg áhrif verkefnisins í heild sinnni. Samþykkt samhljóða. |
|
|
Gestir |
Brynja Dögg Ingólfsdóttir- Umhverfis-og skipulagsstjóri |
|
|
4. 202010156 - Reglur um úthlutun lóða |
Lögð fram tillaga um breytingu á úthlutunarreglum lóða í sveitarfélaginu. Unnið er að undirbúningi lóðaúthlutana í Hagahverfi og gert ráð fyrir að úthlutun geti farið fram áður en að lóðir verði byggingarhæfar. Gera þarf breytingar á 7. grein úthlutunarreglna. Breyta þarf neðstu línu greinarinnar þannig að þar standi: Séu önnur tímamörk ákveðin í deiliskipulagi eða í ákvörðun bæjarstjórnar eða bæjarráðs, þá gilda þau.
|
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við breytinguna og vísar málinu áfram til afgreiðslu bæjarstjórnar. Samþykkt samhljóða. |
|
|
Gestir |
Bartek Andersson Kass- Sviðstjóri Mannvirkjasviðs |
Brynja Dögg Ingólfsdóttir- Umhverfis-og skipulagsstjóri |
|
|
5. 202303123 - Endurskoðun aðalskipulags Sveitarfélagsins Hornafjarðar |
Lagt fram minnisblað um áætlun vegna vinnu við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins á árinu 2025.
|
|
|
Gestir |
Brynja Dögg Ingólfsdóttir- Umhverfis-og skipulagsstjóri |
|
|
6. 202402127 - Íþróttahús - hönnun |
Fundargerð stýrihóps ásamt erindi frá knattspyrnudeild Sindra um nýtt íþróttahús lagt fram.
|
Fulltrúi B lista Ásgerður Kristín Gylfadóttir óskar eftir því að tillaga C verði tekin til skoðunnar út frá sömu forsendum og verið er að vinna með tillögu A og óskar jafnframt eftir því að Sveitarfélagið haldi íbúafund um málið þegar frekari upplýsingar liggja fyrir. Lagt fram til kynningar. |
26.fundur í stýrihópp um nýtt íþróttahús 30.janúar 2025 --.pdf |
Erindi KND Sindra vegna byggingar nýs íþróttahús.pdf |
|
|
|
7. 202306046 - Framkvæmd byggingar hjúkrunarheimilis |
Hjálögð eru gögn er varðar ágreining vegna tafabóta í tengslum við byggingu hjúkrunarheimilis.
|
Bæjarráð ítrekar umboð bæjarstjóra sem fulltrúa Sveitarfélagsins sem annars verkkaupa um nýtt hjúkrunarheimili á Höfn. Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu í samstarfi við FSRE. Samþykkt samhljóða. |
|
|
Gestir |
Jóna Benný Kristjánsdóttir - Sviðstjóri stjórnsýslusviðs |
|
|
8. 202402092 - Krafa fjármála- og efnahagsráðuneytisins um þjóðlendur á svæði 12 |
Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs leggur fram til kynningar kröfulýsingar sveitarfélagsins vegna þjóðlendukröfu íslenska ríkisins í eyjar og sker. Um er að ræða kröfulýsingar vegna jarðarinnar Horns II og Suðurfjörutanga ásamt fylgigögnum.
|
Lagt fram til kynningar. |
|
|
Gestir |
Jóna Benný Kristjánsdóttir - Sviðstjóri stjórnsýslusviðs |
|
|
9. 202501116 - Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2025 |
Fundargerð samtaka orkusveitarfélaga númer 79 lögð fram
|
Lagt fram til kynningar |
stjórn Samtaka orkusveitarfélaga - 79.pdf |
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00 |