|
|
1. 2501003F - Atvinnu- og menningarmálanefnd - 72 |
Fundargerð atvinnu- og menningarmálanefndar lögð fram til kynningar.
|
|
|
Gestir |
Kristín Vala Þrastardóttir, forstöðumaður menningarmiðstöðvar |
|
|
2. 2501001F - Umhverfis- og skipulagsnefnd - 92 |
Fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar lögð fram til kynningar.
|
|
|
|
|
|
3. 202501013 - Reglur um þjónustu við fötluð börn og fjölskyldur þeirra |
Í samræmi við úrbótaáætlun í kjölfar frumkvæðisathugunar Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála eru lagðar fram reglur um þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra í Sveitarfélaginu Hornafirði.
|
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Samþykkt samhljóða. |
Reglur um þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra.pdf |
|
|
Gestir |
Skúli Ingibergur Þórarinsson, sviðsstjóri velferðarsviðs |
|
|
4. 202412042 - Reglur um stuðningsfjölskyldur |
Í samræmi við úrbótaáætlun í kjölfar frumkvæðisathugunar Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála eru lagðar fram reglur um stuðningsfjölskyldur í Sveitarfélaginu Hornafirði.
|
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Samþykkt samhljóða. |
Reglur um stuðningsfjölskyldur.pdf |
|
|
Gestir |
Skúli Ingibergur Þórarinsson, sviðsstjóri velferðarsviðs |
|
|
5. 202412061 - Gjaldskrár velferðarsviðs 2025 |
Tillögur að breytingum á gjaldskrám velferðarsviðs Sveitarfélagsins Hornafjarðar árið 2025 lagðar fram. Um er að ræða nýja gjaldskrá akstursþjónustu sem þegar hefur verið samþykkt í bæjarstjórn 9.1.2025, gjaldskrá félagslegrar heimaþjónustu og gjaldskrá vegna greiðslna til stuðningsfjölskyldna.
|
Bæjarráð leggur til að hækkun við kaffi og kökur verði tekin í skrefum og hækki því núna um 75 kr. í stað 150 kr.
Að öðru leyti eru ekki gerðar athugasemdir við framlagðar reglur og þeim vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Samþykkt samhljóða. |
Gjaldskrá vegna akstursþjónustu aldraðra og fatlaðs fólks.pdf |
Gjaldskrá - Greiðslur til stuðningsforeldra.pdf |
|
|
Gestir |
Skúli Ingibergur Þórarinsson, sviðsstjóri velferðarsviðs |
|
|
6. 202501079 - Yfirlýsing Miðstöðvar sjúkraflugs á Íslandi vegna lokunar flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli |
Yfirlýsing Miðstöðvar sjúkraflugs á Íslandi vegna lokunar flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli lögð fram.
|
Bæjarráð ítrekar mikilvægi þess að flugöryggi sé tryggt á Reykjavíkurflugvelli. |
Yfirlýsing Miðstöðvar sjúkraflugs á Íslandi.pdf |
|
|
|
7. 202501071 - Verkfallsboðun LSS |
Dagana 17. janúar til 20. janúar 2025 var haldin atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sem starfa hjá slökkviliðum sveitarfélaganna um boðun verkfalls. Félagsmenn samþykktu verkfallsboðun og hefjast verkfallsaðgerðir kl. 08:00 mánudaginn 10. febrúar 2025.
|
Lagt fram til kynningar. |
|
|
|
8. 202301036 - Hornafjörður náttúrulega |
Uppfæra þarf stefnuna Hornafjörður Náttúrulega. Sú vinna er að hefjast og er hér lögð fram tímalína um framvindu verkefnisins. Stefnt er að breytingum á stefnunni og samhliða því breytingum á stefnuumhverfi sveitarfélagsins í þeim tilgangi að einfalda það með Hornafjörður Náttúrulega sem yfirstefnu. Hugmyndin er að fækka stoðum yfirstefnunnar úr fjórum stoðum í þrjár, umhverfið - fólkið - þjónustan. Lögð er fram tímalína um verkefnið.
|
Lagt fram til kynningar. |
|
|
|
9. 202501087 - Viðaukar við fjárhagsáætlun 2025 |
Bæjarstjóri gerði grein fyrir viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2025, vegna útlagðs kostnaðar og kaupa á Hafnarbraut 58 að fjárhæð 3.500.000 kr. og styrk til atvinnu- og rannsóknarsjóðs að fjárhæð 3.000.000 kr.
|
Bæjarráð samþykkir viðauka númer 1. Viðauka er mætt með handbæru fé að fjárhæð 6,5 millj. kr. Handbært fé lækkar úr 109.042 þús. kr. í 102.542 þús. kr. Viðauka 1 er vísað til samþykktar bæjarstjórnar.
Samþykkt samhljóða. |
Áætlun 2025 með viðaukum - viðauki 1 (3 millj. kr. styrkur).pdf |
Áhrif viðauka 1 á fjárhagsáætlun 2025 (3 millj. kr.).pdf |
|
|
|
10. 202409078 - Atvinnu- og rannsóknasjóður. Staða sjóðsins og styrkverkefna. |
Bæjarráð lagði til að höfuðstóll atvinnu- og rannsóknarsjóðs yrði hækkaður um 3.000.000 kr. Fjárhagsleg áhrif hafa verið metin samanber viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2025.
|
Bæjarráð samþykkir samhljóða að höfuðstóll atvinnu- og rannsóknarsjóðs verði hækkaður um 3.000.000 kr. Sjá dagskrárlið númer 9, viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2025. |
|
|
|
11. 202409012 - Kaup á húsnæði - Hafnarbraut 58 |
Bæjarráð veitti samhljóða samþykki fyrir því að gert verði formlegt tilboð í eignina að Hafnarbraut 58 í samræmi við verðmat fasteignasala á fundi sínum þann 07.01.2025. Fjárhagsleg áhrif hafa verið metin samanber viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2025.
|
Bæjarráð samþykkir að gert verði formlegt tilboð í Hafnarbraut 58 að fjárhæð 2.910.000 kr. Sjá dagskrárlið númer 9, viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2025. |
|
|
|
12. 202501088 - Dælubrunnar í Hólmslindum |
Sveitarfélaginu barst ábending um að grunur væri um mengun í neysluvatni. Ákveðið var að gæta ítrustu varúðar og beina þeim tilmælum til íbúa að sjóða neysluvatn. Heilbrigðiseftirlitið tók í kjölfarið sýni og var niðurstaðan sú að vatnið uppfyllti öll gæðaviðmið.
Á fund bæjarráðs mættu fulltrúar HAUST ásamt fagfólki sveitarfélagsins þar sem farið yfir málið frá öllum hliðum.
|
Heilbrigðiseftirlitið sinnir reglubundnu eftirliti með vatnsbólinu samkvæmt reglugerð um neysluvatn nr. 536/2001. Jafnframt sinnir sveitarfélagið reglubundnu eftirliti með vatnsbólinu í Hólmslindum.
Sýnataka HAUST undanfarin ár hefur verið í samræmi við öll viðmiðunargildi í neysluvatnsreglugerð og sýni sem tekin voru í síðustu viku sýna enn og aftur að neysluvatnið stenst öll gæðaviðmið.
|
|
|
Gestir |
Lára Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Austurlands |
Borgþór Freysteinsson, heilbrigðisfulltrúi |
Vignir Júlíusson, forstöðumaður Hornafjarðarhafnar |
Sigfinnur Mar Þrúðmarsson, forstöðumaður áhaldahúss |
|
|