Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 1160

Haldinn í ráðhúsi,
28.01.2025 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Eyrún Fríða Árnadóttir formaður,
Gauti Árnason varaformaður,
Ásgerður Kristín Gylfadóttir aðalmaður,
Sigurjón Andrésson bæjarstjóri, Jóna Benný Kristjánsdóttir Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.
Fundargerð ritaði: Jóna Benný Kristjánsdóttir, Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs


Dagskrá: 
Fundargerðir til staðfestingar
1. 2501003F - Atvinnu- og menningarmálanefnd - 72
Fundargerð atvinnu- og menningarmálanefndar lögð fram til kynningar.

 
Gestir
Kristín Vala Þrastardóttir, forstöðumaður menningarmiðstöðvar
2. 2501001F - Umhverfis- og skipulagsnefnd - 92
Fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar lögð fram til kynningar.

Almenn mál
3. 202501013 - Reglur um þjónustu við fötluð börn og fjölskyldur þeirra
Í samræmi við úrbótaáætlun í kjölfar frumkvæðisathugunar Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála eru lagðar fram reglur um þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra í Sveitarfélaginu Hornafirði.


Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.
Reglur um þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra.pdf
 
Gestir
Skúli Ingibergur Þórarinsson, sviðsstjóri velferðarsviðs
4. 202412042 - Reglur um stuðningsfjölskyldur
Í samræmi við úrbótaáætlun í kjölfar frumkvæðisathugunar Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála eru lagðar fram reglur um stuðningsfjölskyldur í Sveitarfélaginu Hornafirði.



Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.
Reglur um stuðningsfjölskyldur.pdf
 
Gestir
Skúli Ingibergur Þórarinsson, sviðsstjóri velferðarsviðs
5. 202412061 - Gjaldskrár velferðarsviðs 2025
Tillögur að breytingum á gjaldskrám velferðarsviðs Sveitarfélagsins Hornafjarðar árið 2025 lagðar fram. Um er að ræða nýja gjaldskrá akstursþjónustu sem þegar hefur verið samþykkt í bæjarstjórn 9.1.2025, gjaldskrá félagslegrar heimaþjónustu og gjaldskrá vegna greiðslna til stuðningsfjölskyldna.



Bæjarráð leggur til að hækkun við kaffi og kökur verði tekin í skrefum og hækki því núna um 75 kr. í stað 150 kr.

Að öðru leyti eru ekki gerðar athugasemdir við framlagðar reglur og þeim vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.
Gjaldskrá vegna akstursþjónustu aldraðra og fatlaðs fólks.pdf
Gjaldskrá - Greiðslur til stuðningsforeldra.pdf
 
Gestir
Skúli Ingibergur Þórarinsson, sviðsstjóri velferðarsviðs
6. 202501079 - Yfirlýsing Miðstöðvar sjúkraflugs á Íslandi vegna lokunar flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli
Yfirlýsing Miðstöðvar sjúkraflugs á Íslandi vegna lokunar flugbrauta á
Reykjavíkurflugvelli lögð fram.


Bæjarráð ítrekar mikilvægi þess að flugöryggi sé tryggt á Reykjavíkurflugvelli.
Yfirlýsing Miðstöðvar sjúkraflugs á Íslandi.pdf
7. 202501071 - Verkfallsboðun LSS
Dagana 17. janúar til 20. janúar 2025 var haldin atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sem starfa hjá slökkviliðum sveitarfélaganna um boðun verkfalls. Félagsmenn samþykktu verkfallsboðun og hefjast verkfallsaðgerðir kl. 08:00 mánudaginn 10. febrúar 2025.



Lagt fram til kynningar.
8. 202301036 - Hornafjörður náttúrulega
Uppfæra þarf stefnuna Hornafjörður Náttúrulega. Sú vinna er að hefjast og er hér lögð fram tímalína um framvindu verkefnisins. Stefnt er að breytingum á stefnunni og samhliða því breytingum á stefnuumhverfi sveitarfélagsins í þeim tilgangi að einfalda það með Hornafjörður Náttúrulega sem yfirstefnu. Hugmyndin er að fækka stoðum yfirstefnunnar úr fjórum stoðum í þrjár, umhverfið - fólkið - þjónustan. Lögð er fram tímalína um verkefnið.

Lagt fram til kynningar.
9. 202501087 - Viðaukar við fjárhagsáætlun 2025
Bæjarstjóri gerði grein fyrir viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2025, vegna útlagðs kostnaðar og kaupa á Hafnarbraut 58 að fjárhæð 3.500.000 kr. og styrk til atvinnu- og rannsóknarsjóðs að fjárhæð 3.000.000 kr.

Bæjarráð samþykkir viðauka númer 1. Viðauka er mætt með handbæru fé að fjárhæð 6,5 millj. kr. Handbært fé lækkar úr 109.042 þús. kr. í 102.542 þús. kr. Viðauka 1 er vísað til samþykktar bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.
Áætlun 2025 með viðaukum - viðauki 1 (3 millj. kr. styrkur).pdf
Áhrif viðauka 1 á fjárhagsáætlun 2025 (3 millj. kr.).pdf
10. 202409078 - Atvinnu- og rannsóknasjóður. Staða sjóðsins og styrkverkefna.
Bæjarráð lagði til að höfuðstóll atvinnu- og rannsóknarsjóðs yrði hækkaður um 3.000.000 kr. Fjárhagsleg áhrif hafa verið metin samanber viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2025.


Bæjarráð samþykkir samhljóða að höfuðstóll atvinnu- og rannsóknarsjóðs verði hækkaður um 3.000.000 kr. Sjá dagskrárlið númer 9, viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2025.
11. 202409012 - Kaup á húsnæði - Hafnarbraut 58
Bæjarráð veitti samhljóða samþykki fyrir því að gert verði formlegt tilboð í eignina að Hafnarbraut 58 í samræmi við verðmat fasteignasala á fundi sínum þann 07.01.2025. Fjárhagsleg áhrif hafa verið metin samanber viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2025.


Bæjarráð samþykkir að gert verði formlegt tilboð í Hafnarbraut 58 að fjárhæð 2.910.000 kr. Sjá dagskrárlið númer 9, viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2025.
12. 202501088 - Dælubrunnar í Hólmslindum
Sveitarfélaginu barst ábending um að grunur væri um mengun í neysluvatni. Ákveðið var að gæta ítrustu varúðar og beina þeim tilmælum til íbúa að sjóða neysluvatn. Heilbrigðiseftirlitið tók í kjölfarið sýni og var niðurstaðan sú að vatnið uppfyllti öll gæðaviðmið.

Á fund bæjarráðs mættu fulltrúar HAUST ásamt fagfólki sveitarfélagsins þar sem farið yfir málið frá öllum hliðum.


Heilbrigðiseftirlitið sinnir reglubundnu eftirliti með vatnsbólinu samkvæmt reglugerð um neysluvatn nr. 536/2001. Jafnframt sinnir sveitarfélagið reglubundnu eftirliti með vatnsbólinu í Hólmslindum.

Sýnataka HAUST undanfarin ár hefur verið í samræmi við öll viðmiðunargildi í neysluvatnsreglugerð og sýni sem tekin voru í síðustu viku sýna enn og aftur að neysluvatnið stenst öll gæðaviðmið.

 
Gestir
Lára Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Austurlands
Borgþór Freysteinsson, heilbrigðisfulltrúi
Vignir Júlíusson, forstöðumaður Hornafjarðarhafnar
Sigfinnur Mar Þrúðmarsson, forstöðumaður áhaldahúss
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:45 

Til baka Prenta