Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Hafnarstjórn Hornafjarðar - 261

Haldinn í ráðhúsi,
27.11.2023 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Skúli Ingólfsson formaður,
Halldór Tjörvi Einarsson varaformaður,
Bryndís Hólmarsdóttir aðalmaður,
Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir aðalmaður,
Arna Ósk Harðardóttir varamaður,
Sigurjón Andrésson bæjarstjóri, Vignir Júlíusson forstöðumaður Hornafjarðarhafnar.
Fundargerð ritaði: Sigurjón Andrésson, hafnarstjóri / bæjarstjóri


Dagskrá: 
Fundargerðir til kynningar
1. 202003067 - Fundargerðir Hafnasambandsins
Lagt fram til kynningar.
stjórn Hafnasambands Íslands - 458.pdf
stjórn Hafnasambands Íslands - 457.pdf
Almenn mál
2. 202203093 - Dýpkun á Grynnslum 2022-2023
Fyrir liggur samningur á milli Hafnarsjóðs Hornafjarðar, sem er verkkaupi, og Björgun ehf. sem er verktaki. Verktaki tekur að sér að dýpka á Grynnslunum frá og með 2. janúar 2024 til 15. mars 2024 og skal vera með dýpkunarskipið Sóley til taks á Höfn í Hornafirði allan samningstímann.

Hafnarstjóra og forstöðumanni falið að fara yfir málið með Vegagerðinni í vikunni og undirrita samning við verktaka í kjölfarið.
3. 202309074 - Fjárhagsáætlun Hornafjarðarhafna 2024
Forstöðumaður og Hafnarstjóri fóru yfir fjárhagsáætlun Hornafjarðarhafnar ásamt áætlaðri fjárfestingaráætlun 2024.

Fjárhags- og framkvæmdaáætlun samþykkt.
4. 202309076 - Gjaldskrá Hornafjarðarhafnar
Fyrir fundinum lágu tillögur að nýrri gjaldskrá Hornafjarðarhafnar.

Gjaldskrá samþykkt með 4 atkvæðum.
Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir sat hjá.
5. 202207007 - Austurfjörutangi - Ólögmæt háttsemi Hornafjarðarhafnar
Fyrir lá erindi frá Samkeppniseftirlitinu.
Þar fer Litlahorn fram á að Samkeppniseftirlitið skoði hvort háttsemi Vegagerðarinnar og Hornafjarðarhafnar um að synja Litlahorni um viðhaldsdýpkun fyrir framan bryggju á Austurfjörutanga stríði gegn markmiðum samkeppnislaga nr. 44/2005.


Skúli Ingólfsson vék af fundi undir þessum lið, og nýtti tímann í að vökva blóminn í ráðhúsinu.
----
Starfsmönnum falið að svara bréfinu.
6. 202311160 - Styrkur til orkuskipta
Fyrir fundinum liggur samningur sem Orkusjóður og Sveitarfélagið Hornafjörður gera með sér. Orkusjóður styrkir sveitarfélagið um 1.217.000 kr. til að efla vind- og sólarsellu tækin á Austurfjörutanga en þau safna afli sem knýr innsiglingarljósin í Hornafjarðarós og innsiglingunni um hann.


Hafnarstjórn lýsir ánægju með samninginn og að aðstaðan á Austurfjöru verði bætt.
OS2023040037_Sveitarfelagið (1).pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til baka Prenta