Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 1107

Haldinn í ráðhúsi,
21.11.2023 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Eyrún Fríða Árnadóttir formaður,
Gauti Árnason varaformaður,
Ásgerður Kristín Gylfadóttir aðalmaður,
Sigurjón Andrésson bæjarstjóri, Bryndís Bjarnarson .
Fundargerð ritaði: Bryndís Bjarnarson, stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 2311005F - Fræðslu- og frístundanefnd - 106
Fundargerð samþykkt.
 
Gestir
Þórgunnur Torfadóttir sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs sat fundinn einnig undir 3. - 5. lið
2. 2311011F - Umhverfis- og skipulagsnefnd - 68
Fundargerð samþykkt.
 
Gestir
Brynja Dögg Ingólfsdóttir sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Almenn mál
3. 202304024 - Ungmennaþing 2023
Ungmennaráð kynnir niðurstöður ungmennaþings.

Bæjarráð þakkar ungmennaráði fyrir kynninguna á niðurstöðum ungmennaþings. Í kynningunni komu fram margar góðar ábendingar sem bæjarráð ætlar að vinna áfram að.
Ungmennaþing 23.niðurstöður.pdf
 
Gestir
Birta Sigbjörnsdóttir
Emil Morávek verkefnastjóri
Stefán Birgir Bjarnason
4. 202311017 - Frístundastyrkir 2023
Fræðslu- og frístundanefnd leggur til að frístundastyrkur verði hækkaður úr 50.000 í 75.000 kr.

Starfsmönnum falið að vinna áfram að málinu.
5. 202211018 - Málefni Sindra
Greinargerð frá Ungmennafélaginu Sindra vegna viðhaldsþarfa á húsnæði Sindra við Hafnarbraut og endurnýjun á bílaflota félagsins.
Óskað er eftir stuðningi sveitarfélagsins með endurnýjun á bílaflota félagsins.


Starfsmönnum falið að vinna áfram að málinu.
6. 202311013 - Styrkir fræðslu- og frístundanefndar 2024
Vísað til fjárhagsáætlunargerðar.
7. 202309012 - Yfirtaka og uppbygging eigna - Félagslegt leiguhúsnæði
Helgi Haukur Hauksson framkvæmdastjóri Leiufélagsins Bríetar ehf. gerði grein fyrir starfsemi Bríetar ehf. og kynnti aðkomu félagsins að yfirtöku íbúða sveitarfélagsins.


Starfsmönnum falið að vinna áfram að samningaviðræðum við Leigufélagið Bríet ehf.
8. 202311086 - Stuðningur við Grindavík
Erindi frá Sambandinu þar sem gögn með leiðbeiningum fyrir sveitarfélög vegna leik- og grunnskólagöngu fyrir börn frá Grindavík.
Bréf sem var sent til Grindavíkur til upplýsinga.


Skúli gerði grein fyrir stöðu Grindvíkinga sem eru komin til Hornafjarðar.
Samverufundur verður á í Hafnarkirkju á morgun miðvikudag kl. 10:00-12:00.
Upplýsingar til sveitarfélaga sem snúa að leik- og grunnskólum Grindavíkur.pdf
9. 201910048 - Sala á eignum sveitarfélagsins
Tvö tilboð bárust í húseignina Bjarnarhól 2.


Eftirfarandi tilboð bárust. Papbýlisfjall ehf. 72.000.000 m.kr. Gistiheimilið Seljavellir 75.000.000 m.kr.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði hæstbjóðanda.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
10. 202310122 - Ósk um leyfi á uppsetningu á vefmyndavélum á fasteignir sveitarfélagsins
Karl Hrannar persónuverndarfulltrúi sveitarfélagsins fór yfir umsókn um beiðni til að setja upp vefmyndavélar á eignir sveitarfélagsins.

Starfsmönnum falið að fara yfir málið með umsækjanda í samræmi við umræður á fundinum.
 
Gestir
Karl Hrannar Sigurðsson persónuverndarfulltrúi sveitarfélagsins
11. 202308073 - Fjárhagsáætlun 2024-2027
Fjárhagsáætlun vísað til áframhaldandi vinnu starfsmanna.
 
Gestir
Anna Lilja Henrýsdóttir fjármálastjóri
12. 202311108 - Álagningarreglur 2024
Bæjarráð samþykkir að álagningareglur fyrir árið 2024 verði óbreyttar.
13. 202110086 - Gjaldskrá byggingarmála
Bæjarráð samþykkir að hækka gatnagerðargjöld miðað við kostanaðaráætlun á ÍB5 íbúðarhúsnæði fer í 7%, rað par,tvíbýli og keðjuhús 6,5% iðnaðarhúsnæði og fl. 6,2% hesthús og fl. í 5%.
14. 202311096 - Útboð 2. Stækkun leikskóla á Hornafirði - Sjónarhóll
Gauti Árnason vék af fundi undir þessum lið.

Börn Imsland fór yfir útboðsgögn fyrir leikskóla.
Bæjarráð felur starfsmönnum að auglýsa útboðið skv. umræðum á fundinum.
 
Gestir
Björn Imsland forstöðumaður fasteigna
15. 202311098 - Ljósleiðarakerfi í Öræfum
Erindi frá Ingólfi Bruun þar sem hann óskar eftir fundi með bæjarráði.

Starfsmönnum falið að vinna áfram að málinu.
16. 202311075 - Beiðni um tilnefningar í svæðisráð suðursvæðis í Vatnajökulsþjóðgarði
Bæjarráð tilnefnir Sigurjón Andrésson, Eyrúnu Fríðu Árnadóttur og Friðrik Jónas Friðriksson sem aðalmenn í svæðisráð suðursvæðis í Vatnajökulsþjóðgarði. Varafulltrúar verða Lars Jóhann Andrésson Imsland, Gauti Árnason og Íris Ragnarsdóttir Pedersen.
Óskað eftir tilnefningum í svæðisráð VJÞ_Sveitarfélagið Hornafjörður.pdf
17. 202301088 - Fundargerðir stjórnar SASS
Fundargerðirnar lagðar fram.
602. fundur stj. SASS.pdf
603. fundur stj. SASS.pdf
601. fundur stj. SASS.pdf
18. 202311109 - Umsögn um frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitafélaga, 478.mál
Erindi frá Alþingi þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
Umsagnarfrestur er til 30. nóvember


Bæjarráð fagnar þeim breytingum sem lagðar eru til í frumvarpinu um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
Til umsagnar 478. mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis.pdf
19. 202311114 - Umsögn um frumvarp til laga um skatta og gjöld (gistináttaskattur, áfengisgjald )
Erindi frá Alþingi þar sem óskað er eftir umsögn við frumvarpi til laga um skatta og gjöld (gistináttaskattur, áfengisgjald og fl. )
Umsagnarfrestur er til 1. desember


Sveitarfélagið Hornafjörður hvetur ríkið til að taka skarið og færa gistináttaskatt til sveitarfélaganna eins og áætlað er í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.
Til umsagnar 468. mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:13 

Til baka Prenta