Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Fræðslu- og frístundanefnd - 119

Haldinn í ráðhúsi,
20.11.2024 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Róslín Alma Valdemarsdóttir formaður,
Þóra Björg Gísladóttir varaformaður,
Steindór Sigurjónsson aðalmaður,
Kristján Örn Ebenezarson aðalmaður,
Gunnhildur Imsland aðalmaður,
Smári Óliver Guðjónsson Fulltrúi ungmennaráðs,
Þórgunnur Torfadóttir .
Fundargerð ritaði: Þórgunnur Torfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs


Dagskrá: 
Fundargerðir til staðfestingar
4. 2411001F - Ungmennaráð Hornafjarðar - 95
Fundargerð ungmennaráðs tekin fyrir og samþykkt.
 
Gestir
Emil Morávek verkefnastjóri á fræðslu- og frístundasviði.
Almenn mál
1. 202411041 - Afreksíþróttasvið FAS og samstarf við Umf.Sindra
Farið yfir samstarf FAS við Umf. Sindra vegna afreksíþróttasviðs.

Í sumar var samstarfssamningi við Sindra aðeins breytt og í framhaldinu voru nokkrar breytingar gerðar á kennslu á afreksíþróttasviði. Æfingum á skólatíma hefur verið fjölgað og eru bæði bóklegir og verklegir tímar. Þrjár greinar liggja til grundvallar brautinni, körfubolti, knattspyrna og crossfit en vonir standa til þess að hægt verði að bæta blaki við í framtíðinni. Á þessari önn eru 12 nemendur (tæp 30% staðnemenda) á afreksíþróttasviði og hefur nemendum á brautinni heldur fjölgað en 16-18 ára iðkendum hefur einnig fjölgað hjá Sindra. Fræðslu- og frístundanefnd lýsir yfir ánægju með starfið.
 
Gestir
Margrét Kristinsdóttir framkvæmdastjóri umf. Sindra
2. 202404054 - Umf.Sindri - Samningur 2024
Lokagerð samstarfssamnings sveitarfélagsins við Umf. Sindra.

Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir samninginn fyrir sína hönd og hlakkar til afmælisdagsins 1. desember þegar skrifað verður undir samninginn á afmælishátíð í íþróttahúsinu.
 
Gestir
Margrét Kristinsdóttir framkvæmdastjóri umf. Sindra
3. 202402127 - Íþróttahús - hönnun
Síðasta fundargerð stýrihóps lögð fram ásamt kostnaðaráætlun og fleiri gögnum.

Farið yfir þau gögn sem lögð voru fyrir. Skoða á betur kostnaðaráætlun og vinna á meira í aðferðarfræði við mat á staðsetningu. Auk þess er beðið eftir niðurstöðum jarðvegskönnunar.
 
Gestir
Eyrún Fríða Árnadóttir formaður stýrihóps um byggingu íþróttahúss
5. 202410103 - Íslenska æskulýðsrannsóknin 2024 niðurstöður
Niðurstöður íslensku æskulýðsrannsóknarinnar 2024.



Íslenska æskulýðsrannsóknin er tiltölulega ný af nálinni og var fyrst lögð fyrir 2022. Enn er verið að finna út hvernig betst er að leggja hana fyrir, vinna og túlka. Niðurstöður eru að berast mun seinna en æskilegt væri en þessi var lögð fyrir í febrúar síðastliðinn og ekki nema u.þ.b. þrír mánuðir í næstu fyrirlögn. Um gríðarlegt magn upplýsinga er að ræða sem flókið getur verið að túlka. 12. nóvember s.l. var málþing um niðurstöðurnar í HÍ og er hægt að horfa á upptöku frá því á facebooksíðu Menntavísindasviðs https://www.facebook.com/Menntavisindasvid. Ýmsar vísbendingar eru um betri stöðu ungmenna á landinu í heild en á sama tíma eru líka sterkar vísbendingar um að ákveðinn hópur barna standi verr að vígi en áður var bæði hvað líðan varðar, tengsl og viðhorf til skóla. Þar sem stór hópur þessara barna á sameiginlegt er að búa á heimilum þar sem er slæm fjárhagssstaða. Ástæður erfiðrar fjárhagsstöðu á heimilum geta hinsvegar verið fjölmargar en mikilvægt að hafa þennan hóp sérstaklega í huga þegar horft er til viðbragða og umbóta í kjölfar könnunar sem þessarar.
Landskyrsla-Islenska-aeskulydsrannsoknin-2024.pdf
Hornafjordur.pdf
 
Gestir
Þórdís Þórsdóttir skólastjóri Grunnskóla Hornafjarðar
Emil Örn Morávek verkefnastjóri á fræðslu- og frístundasviði.
6. 202312025 - Aðgerðaráætlun 2023 Barnvænt sveitarfélag
Nú er hefur ungmennaráð lokið sinni úttekt á fyrstu aðgerðaráætlun Sveitarfélagsins Hornafjarðar vegna Barnvæns sveitarfélags. Þessi úttekt er i formi myndbands sem stefnt er að frumsýnina á allra næstu dögum.



Í dag er 35 ára afmælisdagur Barnasáttmálans og markmiðið er að vera alltaf með sérstaka fræðslu um Barnasáttmálann og Barnvæn sveitarfélög í kringum afmælisdaginn ár hvert. Myndbandið sem ungmennaráð hefur látið gera er ekki einungis lokaúttekt þeirra á aðgerðaráætluninni heldur einnig hugsað sem fræðsluefni í sveitarfélaginu um Barnasáttmálann og Barnvænt sveitarfélag. Á fundinum var brot af myndbandinu sýnt en lokagerð þess kemur á allra næstu dögum og fer þá inn í allar stofnanir sveitarfélagsins en mun einnig verða gert aðgengilegt, foreldrum og öllum íbúum í framhaldinu.
Fræðslu- og frístundanefnd þakkar ungmennaráði og Emil fyrir frábæra vinnu en brotið sem sýnt var lofar mjög góðu.
 
Gestir
Emil Morávek verkefnastjóri á fræðslu- og frístundasviði.
7. 202203014 - Móðurmálskennsla 2022
Á síðasta fundi nefndarinnar var ákveðið að ræða málið betur í baklandinu áður en tekin yrði ákvörðun.



Fræðslu- og frístundanefnd lýsir yfir vilja til að aðstoða börn af erlendum uppruna að tileinka sér móðurmálið sitt. Nefndin telur eðlilegt að leggja til húsnæði og aðra aðstöðu en telur mikilvægt að tryggja sem mest jafnræði. Einnig telur nefndin mikilvægt að nýta sem best þá aðstoð sem hægt er að veita t.d. á bókasöfnum í sveitarfélaginu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30 

Til baka Prenta