Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Hafnarstjórn Hornafjarðar - 271

Haldinn í ráðhúsi,
27.01.2025 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Skúli Ingólfsson formaður,
Halldór Tjörvi Einarsson varaformaður,
Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir aðalmaður,
Björgvin Óskar Sigurjónsson aðalmaður,
Helga Valgerður Friðriksdóttir varamaður,
Sigurjón Andrésson , Vignir Júlíusson forstöðumaður Hornafjarðarhafnar.
Fundargerð ritaði: Sigurjón Andrésson, hafnarstjóri / bæjarstjóri


Dagskrá: 
Fundargerðir til kynningar
1. 202402131 - Fundargerðir og erindi Hafnasambands sveitarfélaga 2024
Til kynningar.

stjornar-Hafnasambands-Islands-nr.-468.pdf
Almenn mál
2. 202411068 - Breytt opnun Hafnarvog
Í samræmi við umræður á síðasta Hafnarstjórnarfundi er opnunartími nú 8-17 alla virka daga.

Samþykkt samhljóða.
3. 202401106 - DHI AS Rannsóknarvinna
Stutt yfirferð á lokaskýrslu frá dönsku straumfræðistofnuninni DHI um rannsóknir á hafstraumum og sandburði úti fyrir ós Hornafjarðar.

Hafnarstjórn þakkar góða yfirferð á skýrslunni.

Niðurstaða DHI sýnir fram á að mögulegt er að koma í veg fyrir söfnun þess sands sem myndar Grynnslin með leiðigörðum.

Hafnarstjórn fagnar þessum niðurstöðum og þakkar DHI og Vegagerðinni fyrir góða vinnu.
4. 202406082 - Dýpkun á Grynnslum 2025
Öflugt dýpkunarskip frá dýpkunarfyrirtækinu Jan de Nul NV í Belgíu kom til Hornafjarðar um áramótin og hefur skipið unnið að dýpkun á Grynnslunum síðustu vikur.

Dýpkun á Grynnslunum gengur mjög vel og hefur skipið nú tekið um 80 þúsund rúmmetra af þeim 130 þúsund rúmmetrum sem á að fjarlægja.

Hafnarstjórn lýsir ánægju með samstarfið við Belgana og Vegagerðina.
Skurður_20250122.pdf
5. 202301048 - Viðhaldsdýpkun innan hafnar 2022 til 2026
Farið yfir nýjar mælingar á dýpi innan hafnar.

Hafnarstjórn samþykkir að fela framkvæmdasviði og forstöðumanni Hornafjarðarhafnar að undirbúa viðhaldsdýpkun innan hafnar í samræmi við fjárhagsáætlun og þann samning sem í gildi er um viðhaldsdýpkunina.

Samþykkt samhljóða.
breyting_20231103-20250108.pdf
20250108-harbour.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00 

Til baka Prenta