Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd - 94

Haldinn í ráðhúsi,
20.02.2025 og hófst hann kl. 14:30
Fundinn sátu: Gunnlaugur Róbertsson formaður,
Eyrún Fríða Árnadóttir varaformaður,
Þröstur Jóhannsson aðalmaður,
Helga Árnadóttir aðalmaður,
Finnur Smári Torfason 1. varamaður,
Brynja Dögg Ingólfsdóttir umhverfis- og skipulagstjóri , Xiaoling Yo , Guðrún Agða Aðalheiðardóttir .
Fundargerð ritaði: Brynja Dögg Ingólfsdóttir, umhverfis- og skipulagsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 202502067 - Verkefni umhverfisfulltrúa áætluð fyrir árið 2025
Farið yfir verkefni umhverfisfulltrúa fyrir árið 2025.

Lagt fram til kynningar.
2. 202405008 - Erindi varðandi dýrahræ í Öræfum
Sveitarfélaginu hefur borist ítrekun á beiðni frá Búnaðarfélagi Hofshrepps um tvö viðbótarílát í Öræfi fyrir dýrahræ, ásamt beiðni um skýringar á förgunarkostnaði dýrahræja.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að ílátum sé fjölgað í samræmi við beiðnina með þeim fyrirvara að kostnaðarauki verði greiddur af notendum. Nefndin bendir á að unnið er að því að setja á fót söfnunarkerfi fyrir dýrahræ á landsvísu sem á að leysa núverandi kerfi af hólmi um næstu áramót. Starfsmanni falið að vinna nánari útfærslu í samráði við Búnaðarfélag Hofshrepps.
Minnisblað um kostnað dýrahræ gámur í dreifbýli_20250213.pdf
3. 202212047 - Umferðaröryggisáætlun - Endurskoðun - 2025
Umferðaröryggisáætlun 2017-2027 þarfnast endurskoðunar.
Lagt er til að fenginn verði ráðgjafi til að vinna uppfærslu á umferðaröryggisáætlun í samvinnu við starfsfólk.


Starfsmanni falið að sækja tilboð í vinnu við endurskoðun að umferðaröryggisáætlun.
umferdaroryggisaaetlun-sveitarfelagsins-hornafjardar.pdf
4. 202501062 - Byggingarleyfisumsókn - Júllatún 8 og 10, parhús
Stálgrindarhús ehf óska eftir að byggja 1 parhús við Júllatúni 8 og 10. Hvor íbúð er 100 m2 og bílskúr 30 m2. Heildar byggingarmagn 260 m2.

Gunnlaugur Róbertsson vék af fundi undir þessum lið.
Umhverfis- og skipulagsstjóra er falið að láta vinna óverulega breytingu á deiliskipulaginu og grenndarkynna fyrir nágrönnum.
5. 202502032 - Umsókn um endurnýjun skiltis við N1
N1 sækir um endurnýjun á skilti við gatnamót Hafnarbrautar og Vesturbrautar. Skiltið mun verða auglýsingaskilti og hæðin er um 8m og breiddin er um 1,6m.

Gunnlaugur Róbertsson vék af fundi undir þessum lið.
Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi fyrir endurnýjun á skilti á sama stað og núverandi skilti er.
6. 202303123 - Endurskoðun aðalskipulags Sveitarfélagsins Hornafjarðar
Lögð fram tillaga að vinnufundi vegna endurskoðunar aðalskipulags 14. mars kl 10-15.


Fundartími samþykktur og lagt til að bæjarstjórn og varamenn í umhverfis- og skipulagsnefnd fái fundarboð.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:30 

Til baka Prenta