Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Atvinnu- og menningarmálanefnd - 71

Haldinn í ráðhúsi,
14.01.2025 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Hjördís Edda Olgeirsdóttir aðalmaður,
Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir aðalmaður,
Steindór Sigurjónsson aðalmaður,
Gunnar Ásgeirsson aðalmaður,
Sigrún Sigurgeirsdóttir formaður,
Selma Ýr Ívarsdóttir Fulltrúi ungmennaráðs,
Sigríður G Björgvinsdóttir embættismaður.
Fundargerð ritaði: Sigríður Guðný Björvinsdóttir, 


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 202411084 - Menningarstyrkir 2025
Tólf umsóknir um menningarstyrki bárust nefndinni þetta árið sex rekstrarstyrkir og sex verkefnastyrkir og hljóðuðu umsóknirnar upp á 5.750.000 kr.

Umsóknir í menningarstyrki sveitarfélagsins voru yfirfarnar.
Ljóst er að mikið menningarstarf er í sveitarfélaginu og fagnar nefndin því.

Nefndin þakkar innsendar umsóknir.
2. 202411085 - Styrkir Atvinnu- og rannsóknarsjóðs 2025
Umsóknir í Atvinnu- og rannsóknarsjóð árið 2025 og matsgögn vegna umsókna í sjóðinn lögð fram.
Alls bárust sjóðnum níu umsóknir að þessu sinni, fyrir samtals 8.010.000 kr.

_____
Heildarstaða sjóðsins er 6.720.324 eins og staðan er núna. Bæjarráð bókaði í dag að meta ætti fjárhagsleg áhrif þess að bæta við 3 milljónum eða 6 milljónum.



Umsóknir í Atvinnu- og rannsóknarsjóð voru yfirfarnar en fullnaðarafgreiðsla mun liggja fyrir á næsta fundi nefndar.

Nefndin þakkar innsendar umsóknir.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:25 

Til baka Prenta