Fundargerð 20. fundar fjölmenningaráðs sem haldin var 11.12.2024 lögð fram til kynningar.
Fundargerð 20. fundar fjölmenningarráðs lögð fram til kynningar. Velferðarnefnd þakkar Önnu Birnu kærlega fyrir yfirferðina.
Gestir
Anna Birna Elvarsdóttir
2. 2412009F - Öldungaráð - 16
Fundargerð 16. fundar öldungaráðs sem fram fór 17.12.2024 lögð fram til kynningar.
Fundargerð 16. fundar öldungaráðs lögð fram til kynningar. Velferðarnefnd þakkar fyrir yfirferðina.
Almenn mál
3. 202402124 - Fjölmenningarráð 2024
Fjölmenningarráð tók fyrir á síðasta fundi sínum möguleikann á því að fara í vettvangs/fræðsluferðir í önnur sveitarfélög til þess að heimsækja önnur fjölmenningarráð og fjölmenningarfulltrúa. Reynsla sem þessi er fyrst og fremst lærdómsrík og hvetjandi, en einnig skemmtileg fyrir ráðið. Ráðið óskar eftir fjárlagi til þess að gera þessar ferðir að veruleika og myndi helst vilja fara á árs fresti og ef það tekst myndi ráðið fækka um einn fund á ári, en eins og staðan er núna hittist ráðið á tveggja mánaða fresti eða 5x á ári.
Velferðarnefnd tekur vel í erindið og felur starfsmanni að vinna að nánari kostnaðaráætlun fyrir verkefnið og vísar því til bæjarráðs til frekari afgreiðslu.
Gestir
Anna Birna Elvarsdóttir
4. 202412096 - Styrkur frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu vegna flóttamannamála
Sótt var um styrk frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti til þess að þýða efni frá Landnemanum yfir á tungumálið pashto. Styrkurinn fékkst og hafist verður handa á verkefninu nú í janúar.
Á dögunum fékk velferðarsvið 200.000 kr. sem styrk frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu til að þýða efni Landnemans yfir á pashto.
Velferðarnefnd fagnar verkefninu og vonast til að afrakstur þess gagnist sem flestum.
5. 202412045 - Framtíðarsýn um málefni aldraðra 2026-2030
Stefnt er að því að vinna að framtíðarsýn og framkvæmdaáætlun í málefnum aldraðra í Sveitarfélaginu Hornafirði fyrir árin 2026-2030.
Sviðsstjóri mun kynna hvaða þjónustuþættir falla undir vinnuna og óska eftir umræðum um hvernig velferðarnefnd sér þjónustuna fyrir sér ásamt því að gera grein fyrir umræðum öldungaráðs um málið.
Hugmyndir um framkvæmd framtíðarsýnar fyrir málefni aldraðra kynntar fyrir nefndinni. Velferðarnefnd tekur vel í þær hugmyndir sem eru kynntar og leggur áherslu á að framkvæmdin sé unnin í nánu samstarfi við öldungaráð og Félag eldri Hornfirðinga.
Þá telur velferðarnefnd mikilvægt að haldinn verði vinnufundur/ir í samstarfi við FEH þar sem íbúum gefst færi á að mæta og hafa áhrif á þá stefnu sem verður mótuð. Nefndin felur starfsmanni að vinna að nánari útfærslu á því.
Nefndin telur þörf að fá utanaðkomandi aðila til að framkvæma úttekt á þjónustunni eins og hún er í dag til að leggja mat á hvað má gera betur.
Málinu vísað til frekari umræðu í bæjarráði.
6. 202412040 - Úttekt vinnueftirlitsins á Velferðarsviði
Framkvæmd var eftirlitsheimsókn frá vinnueftirlitinu þann 3.12.2024. Niðurstöður eftilitsins eru lagðar fram.
Niðurstöður úttektar frá eftirlitsheimsókn frá vinnueftirlitinu sem framkvæmd var 3.12.2024 s.l. lögð fram til kynningar.
7. 202501013 - Reglur um þjónustu við fötluð börn og fjölskyldur þeirra
í samræmi við úrbótaáætlun í kjölfar frumkvæðisathugun Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála eru lögð fram drög að nýjum reglum um þjónustu við fötluð börn og fjölskyldur þeirra í Sveitarfélaginu Hornafirði.
Drög af reglum um þjónustu við fötluð börn og fjölskyldur þeirra í Sveitarfélaginu Hornafirði lagðar fram til kynningar.
Velferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við drögin og vísar þeim áfram til afgreiðslu í bæjarráði.
8. 202412042 - Reglur um stuðningsfjölskyldur
í samræmi við úrbótaáætlun í kjölfar frumkvæðisathugun Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála eru lögð fram drög að nýjum reglum um stuðningsfjölskyldur í Sveitarfélaginu Hornafirði.
Drög að reglum um stuðningsfjölskyldur í Sveitarfélaginu Hornafirði lagðar fram til kynningar.
Velferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við framlögð drög og vísar málinu áfram til afgreiðslu í bæjarráði.
9. 202412061 - Gjaldskrár velferðarsviðs 2025
Tillaga að breytingum á gjaldskrám velferðarsviðs Sveitarfélagsins Hornafjarðar árið 2025 lagðar fram. Um er að ræða nýja gjaldskrá akstursþjónustu sem þegar hefur verið samþykkt í bæjarrstjórn 9.1.2025, gjaldskrá félagslegarar heimaþjónustu og gjaldskrá vegna greiðslna til stuðningsfjölskyldna.
Velferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við tillögur að gjaldskrám og vísar þeim áfram til umfjöllunar í bæjarráði.